Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. október 2010
Prenta
Sveitarstjórnarmaður á puttanum á sambandsþing.
Um mánaðarmótin var þing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið á Akureyri.Fulltrúi Árneshrepps á þingið var valin af hreppsnefnd og varð Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstýra á Hótel Djúpavík fyrir valinu,en hreppsnefnd skiptir með sér verkum.
Nú hittist svo á að Eva var bíllaus á heimilinu,en Eva var ekkert að tvínóna við að komast hún ákvað bara að fara á puttanum til Akureyrar sem hún og gerði.
Frá Djúpavík fékk Eva far með fjárbíl til Staðarskála og þaðan með rútu til Akureyrar.
Áheimleið fékk Eva far með bíl frá Akureyri að Staðarskála,þar hitti hún hjón frá Búðardal,og fékk far með þeim þangað.Í Búðardal hitti hún á Þorvald Garðar Helgason flutningabílstjóra og síðan skutlaði hann henni heim til Djúpavíkur.
Eva skrifaði dulítið um ferðalagið á Facebook síðu sína.
Þetta er kannski áhugaverð leið hjá sveitarfélögum til að draga úr kostnaði og senda fólk á fundi og þing á puttanum.