Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. október 2010 Prenta

Vegagerðin með framkvæmdir í Árneshreppi.

Vegaframkvæmdir eru nú í Árneshreppi.
Vegaframkvæmdir eru nú í Árneshreppi.
1 af 3
Nokkurri fjárhæð var veitt óvænt í vegaframkvæmdir í Árneshreppi nýlega,og hóf Vegagerðin framkvæmdir strax í síðustu viku.

Tækjum og tólum var komið norður fyrir síðustu helgi,og byrjað að merkja veginn þar sem á að hækka hann upp.

Það er kaflinn frá Ávíkurá um svonefndan Lummuflóa yfir Reiðholtið og í Reykjaneshyrnunni út að Reykjanesgili.

Efni er tekið í Stóru-Ávíkurlandi fyrir framan svonefnt Hraun,þar var mokað ofan af til að komast í gott malarefni til ofaní keyrslu,síðan verður mokað þar jarðveginum yfir aftur og gengið frá malargrifjunum sem best verður á kosið.

Byrjað var að keyra ofaní veginn á föstudaginn var,og nú alla þessa viku verður keyrt í veginn.

Undirlagið er valtað,síðan verður keyrt fínna efni yfir þennan kafla sem verður tekin fyrir núna í haust.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Desember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
  • Séð til Gjögurs af Reykjaneshyrnu.Reykjanesrimar.
  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
Vefumsjón