Byggja sér sumarhús í Árneshreppi.
Húsið er byggt í Steinstúnslandi í svonefndum Giljaparti sem er ofan við Síkið,rétt þar sem vegurinn liggur til Krossness úr Norðurfirðinum.
Húsið var reist af tveim smiðum seint í október á tæpri viku,húsið er um 25 fermetrar að stærð og var gert fokhelt.
Næsta sumar verður það innréttað.
Efnið í húsið var komið fyrir tveim eða þrem árum á Drangsnes,en þá stóð til að flytja efnið norður á Strandir þaðan.
Ætlun þeirra feðga var að byggja húsið í Reykjarfirði nyrðri á Ströndum en þegar til kom fékkst ekki byggingarleyfi hjá landeigendum þar.
Enn síðan varð niðurstaðan sú að þeir fengu leyfi hjá landeigendum á Steinstúni við Norðurfjörð.
Kristján Andri hefur nú undanfarin vor stundað grásleppuveiðar frá Norðurfirði á bát sínum Sörla ÍS-66.
Allir þekkja Guðjón Arnar sem var þingmaður Vestfjarða og síðar Norðvesturkjördæmis til margra ára.