Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 7. nóvember 2010 Prenta

Byggja sér sumarhús í Árneshreppi.

Sumarhús þeirra feðga er nú fokhelt.
Sumarhús þeirra feðga er nú fokhelt.
Þeir feðgar Kristján Andri Guðjónsson og Guðjón Arnar Kristjánsson reistu sér sumarhús hér í Árneshreppi í haust.

Húsið er byggt í Steinstúnslandi í svonefndum Giljaparti sem er ofan við Síkið,rétt þar sem vegurinn liggur til Krossness úr Norðurfirðinum.

Húsið var reist af tveim smiðum seint í október á tæpri viku,húsið er um 25 fermetrar að stærð og var gert fokhelt.

Næsta sumar verður það innréttað.

Efnið í húsið var komið fyrir tveim eða þrem árum á Drangsnes,en þá stóð til að flytja efnið norður á Strandir þaðan.

Ætlun þeirra feðga var að byggja húsið í Reykjarfirði nyrðri á Ströndum en þegar til kom fékkst ekki byggingarleyfi hjá landeigendum þar.

Enn síðan varð niðurstaðan sú að þeir fengu leyfi hjá landeigendum á Steinstúni við Norðurfjörð.

Kristján Andri hefur nú undanfarin vor stundað grásleppuveiðar frá Norðurfirði á bát sínum Sörla ÍS-66.

Allir þekkja Guðjón Arnar sem var þingmaður Vestfjarða og síðar Norðvesturkjördæmis til margra ára.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Séð til Reykjaneshyrnu og Ávíkurnar.
  • Gunnarshús á Eyri-24-07-2004.
  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
Vefumsjón