Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. nóvember 2010

Hafís á Vestfjarðamiðum.

Úr flugskýrslu TF-SIF. Línan á myndinni eru mörk íslensku efnahagslögsögunnar.Kort Landhelgisgæslan.
Úr flugskýrslu TF-SIF. Línan á myndinni eru mörk íslensku efnahagslögsögunnar.Kort Landhelgisgæslan.
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í fyrradag í eftirlits- og gæsluflug fyrir Norðurland, Vestfirði, um Vestur- og Suðvesturmið. Þegar flogið var um Vesturmið sáust á radar ís eða ísdreifar innan við 30-50 sjómílur frá strönd Grænlands . Austast var ísinn staðsettur 135 sml NNV af Horni eða 50 sjómílur fyrir utan íslensku efnahagslögsöguna. Syðst var hann 112 sml NV af Barða eða 23 sjómílur fyrir utan efnahagslögsöguna.

Í fluginu var einnig haft samband við tvö erlend skip sem ekki höfðu tilkynnt siglingu sína innan efnahagslögsögunnar til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar en annað skipanna var með bilun í auðkenningarbúnaði. Höfðu skipin leitað vars í nágrenni við landið vegna veðurs.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. nóvember 2010

Nemendur Finnbogastaðaskóla í starfskynningu.

Hrefna,Elísa,Kári,Júlíana,Þórey,Ásta og Karítas,við mælaskýlið.
Hrefna,Elísa,Kári,Júlíana,Þórey,Ásta og Karítas,við mælaskýlið.
Skólastjóri Finnbogastaðaskóla Elísa Ösp Valgeirsdóttir og Hrefna Þorvaldsdóttir komu með nemendurna Júlíönu Lind Guðlaugsdóttur,Ástu Þorbjörgu Ingólfsdóttur og systkinin Kára og Þóreyju Ingvarsbörn ásamt aukanemandanum Karítas Sigurðardóttir sem er gestanemandi í smátíma,í starfskynningu á Veðurstöðina í Litlu-Ávík í gær.

Veðurathugunarmaðurinn þar sýndi þeim tildæmis úr hvernig skýjum hin ýmsa úrkoma gæti komið,en éljaský voru einmitt á lofti í gær,einnig sýndi  hann þeim bækur með myndum af hinum ýmsu skýjum.

Börnunum þótti skrýtið þegar veðurathugunarmaður sýndi þeim hvernig veður er sent,það er tildæmis ekki sagt snjóél á síðustu klukkustund,heldur er gefin upp talan 26 og veður þá á milli athugana ef él hafa verið 88.

Eins ef er rigning þá er skrifuð talan 6366,allt gefið upp í kvóta.

Einnig var þeim sýnd hvernig úrkoman er mæld og hitamælar hámarks og lágmarks,hvernig þeyr virka og ýmislegt fleira.
Veffang Finnbogastaðaskóla ER HÉR.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. nóvember 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 1.til 8. nóvember 2010.

Tíðindalítil vika var hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
Tíðindalítil vika var hjá lögreglunni á Vestfjörðum.

S.l. vika var tíðindalítil hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Skemmtanahald um liðna helgi fór vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.Talsverð umferð var í umdæminu um helgina og bar þar mest á rjúpnaveiðimönnum.

Þrjú minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu og tveir ökumenn stöðvaðir og kærðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Ísafjarðar.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 7. nóvember 2010

Byggja sér sumarhús í Árneshreppi.

Sumarhús þeirra feðga er nú fokhelt.
Sumarhús þeirra feðga er nú fokhelt.
Þeir feðgar Kristján Andri Guðjónsson og Guðjón Arnar Kristjánsson reistu sér sumarhús hér í Árneshreppi í haust.

Húsið er byggt í Steinstúnslandi í svonefndum Giljaparti sem er ofan við Síkið,rétt þar sem vegurinn liggur til Krossness úr Norðurfirðinum.

Húsið var reist af tveim smiðum seint í október á tæpri viku,húsið er um 25 fermetrar að stærð og var gert fokhelt.

Næsta sumar verður það innréttað.

Efnið í húsið var komið fyrir tveim eða þrem árum á Drangsnes,en þá stóð til að flytja efnið norður á Strandir þaðan.

Ætlun þeirra feðga var að byggja húsið í Reykjarfirði nyrðri á Ströndum en þegar til kom fékkst ekki byggingarleyfi hjá landeigendum þar.

Enn síðan varð niðurstaðan sú að þeir fengu leyfi hjá landeigendum á Steinstúni við Norðurfjörð.

Kristján Andri hefur nú undanfarin vor stundað grásleppuveiðar frá Norðurfirði á bát sínum Sörla ÍS-66.

Allir þekkja Guðjón Arnar sem var þingmaður Vestfjarða og síðar Norðvesturkjördæmis til margra ára.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. nóvember 2010

Opnað norður í Árneshrepp.

Veghefill Vegagerðar við snjómokstur.Myndasafn.
Veghefill Vegagerðar við snjómokstur.Myndasafn.
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er verið að opna veginn norður í Árneshrepp.

Mokað er frá Bjarnarfirði að sunnan og frá Gjögri í Norðri.

Þannig að mokað er beggja megin frá með veghefli og moksturstæki Árneshrepps.

Að sögn vegaverkstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík verða mokstursdagur einu sinni í viku,fram til 5 janúar 2011,það er á þriðjudögum,en því má hnika til vegna veðurs.

Ófært hefur verið síðan á þriðjudag eftir Norðaustan hretið.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. nóvember 2010

Snjómokstur.

Snjómoksturstæki hreppsins.
Snjómoksturstæki hreppsins.
Nú stendur yfir snjómokstur hér innansveitar í Árneshreppi frá Norðurfirði til Gjögurs.

Talsverður  snjór er í svonefndum Urðum og á milli Stóru og Litlukleifa,annars er minna frá Trékyllisvík og til Gjögurs.

Það er líka talsverður klammi á veginum þar sem þunnt snjólag var,þegar blotnaði aftur í því í gær enn frosið er við jörð,og er víða hált.

Þetta mun vera fyrsti snjómoksturinn hér innansveitar í Árneshreppi á þessum vetri.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. nóvember 2010

Rafmagn stöðugt.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Rafmagn hefur verið stöðugt frá í gærkvöldi.

Í gærkvöldi frá því rúmlega sex var rafmagn að fara af annað slagið hér í Árneshreppi.

Að sögn starfsmanns Orkubús Vestfjarða á Hólmavík var orsökin aðallega sú að samsláttur var á Drangsneslínu,eftir að rafmagni til Árneshrepps var flutt yfir á aðra línu um áttaleytið í gærkvöld var rafmagn orðið stöðugt og hefur verið það í allan dag þótt blindbylur sé og Norðan 20 til 24 m/s og frost orðið um tvö stig.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. nóvember 2010

Yfirlit yfir veðrið í Október 2010.

Örkin alhvít að morgni 24 október,um mánuði seinna en í fyrra.Flekkótt jörð á láglendi.
Örkin alhvít að morgni 24 október,um mánuði seinna en í fyrra.Flekkótt jörð á láglendi.
Veðrið í Október 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var nokkuð hlýr fram til 16,enn þann 17 fór veður kólnandi með NA og N áttum,og var veður nokkuð rysjótt út mánuðinn.

Jörð á láglendi varð fyrst flekkótt þann 22,og mældist fyrsta snjódýpt að morgni 24,en taldist aldrei alhvít í mánuðinum.

Fjöll voru alhvít í fyrsta sinn að morgni 24,enn í fyrra urðu fjöll fyrst alhvít 25 september,eða um mánuði fyrr en í ár.

Uppskera úr matjurtagörðum var þokkaleg.(þetta átti að fylgja september yfirlitinu).

Yfirlit dagar vikur.

1:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 4 til 10 stig.

2-3:Austnorðaustan allhvasst og stinningskaldi í fyrstu,síðan síðan breytileg vindátt með andvara,rigning,hiti 5 til 10 stig.

4-7:Norðaustan og Norðan,stinningsgola og kaldi,en allhvass og hvassviðri þ.5,síðan stinningskaldi og stinningsgola,rigning eða súld,hiti 4 til 8 stig.

8:Suðvestan mest gola,súld,hiti 4 til 9 stig.

9-16:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,súld,rigning eða skúrir,hiti 3 til 12 stig.

17-18:Norðan stinningskaldi eða kaldi,talsverð rigning þ.17,hiti 2 til 5 stig,kólnandi veður.

19-Suðvestan og V,kaldi síðan gola,þurrt,hiti 0 til 5 stig.

20-25:Norðaustan gola,stinningsgola eða kaldi,él,hiti frá -2 stigum uppí +4 stig.

26-31:Norðaustan kaldi,stinningskaldi eða allhvass,rigning,skúrir síðan él,hiti frá -2 stigum uppí +6 stig.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. nóvember 2010

Rafmagnstruflanir.

Rafmagnstruflanir eru nú hér í Árneshreppi.
Rafmagnstruflanir eru nú hér í Árneshreppi.
Nú hafa verið talsverðar rafmagnstruflanir hér í Árneshreppi síðan uppúr klukkan sex í kvöld.

Rafmagn búið að fara af að minnsta kosti fjórum sinnum.
Og er rafmagnslaust nú þegar þetta er skrifað.

Stormur er núna af NA og slydda hitinn um 1 stig fer fljótt yfir í snjókomu.

Ekki er vitað hvað veldur sennilega útsláttur vegna sjávarseltu og eða ísingar.

Nú er keyrð hér dísil rafstöð á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. nóvember 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 25. október til 1.nóvember 2010.

Nokkrir ökumenn hafa vanrækt að láta skoða ökutæki sín.
Nokkrir ökumenn hafa vanrækt að láta skoða ökutæki sín.
Þriðjudagskvöldið 26. október var tilkynnt um umferðarslys á þjóðvegi nr. 61, Djúpvegi í Ísafjarðardjúpi, þar hafði dráttarbíll með tengivagn hafnað út fyrir veg. Lögregla á eftirlitsferð kom fyrst á vettvang og var ökumaður, sem var einn í bílnum fluttur á heilsugæsluna á Hólmavík til skoðunar og í framhaldi af því fluttur til Reykjavíkur með sjúkrabíl til skoðunar á slysadeild.   Bifreiðin og vagninn var mjög illa farin og flutt af vettvangi með þar til gerðum tækjum.

Nokkrir ökumenn voru boðaðir með ökutæki sín til skoðunar þar sem vanrækt hafði verið að færa þær til skoðunar á réttum tíma. Þá voru nokkrir ökumenn áminntir vegna ljósabúnaðar.

Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um eld í þvottavél í íbúðarhúsi á Reykhólum. Slökkvilið og lögregla kölluð á staðinn.  Mjög greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem reyndist lítill og skemmdir ekki miklar.  Slökkviliðið reykræsti húsið.

Umferð í umdæminu hefur verið með rólegra móti þessa viku, akstursskilyrði verið misjöfn, hálka víða.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
  • Gönguhurð í bílskúr,og Ástbjörn smiður,19-11-08.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Bærin Íngólfsfjörður-24-07-2004.
Vefumsjón