Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. nóvember 2010

Skýrsla um sjávartengda ferðaþjónusta á Vestfjörðum.

Af forsíðu skýrslunnar.
Af forsíðu skýrslunnar.
Fréttatilkynning:
Rannsókna og fræðasetur HÍ á Vestfjörðum hefur birt skýrsluna
Sjávartengd ferðaþjónusta á Vestfjörðum 2010 sem unnin var í sumar fyrir Rannsókna- og nýsköpunarsjóð Vestur-Barðastrandasýslu. Í samantekt skýrslunnar segir:
Flestir þeir ferðaþjónar er tóku þátt í könnuninni eru að nýta haf og strandsvæði á einhvern hátt í sínum rekstri. Þá töldu flestir að það væru ónýtt tækifæri í nýtingu haf- og strandsvæða til ferðaþjónustu á Vestfjörðum og að leggja ætti meiri áherslu á haf- og strandtengda ímynd þegar kemur að markaðssetningu Vestfjarða sem ferðamannastaðar. Það er því athyglivert að einungis 65% af ferðaþjónum nefndu einhver orð tengd hafi og strönd þegar beðnir að nefna orð sem þeir telja að tengist ímynd Vestfjarða sem ferðamannastaðar og einungis um 25% af heildafjölda nefndra orða mátti tengja haf og strandsvæðum. Mikið fleiri telja helstu ferðamanna segla Vestfjarða vera tengda haf og strönd en hér nefna allir einhver orð sem tengjast þeim svæðum og nær 60% heildarfjölda nefndra orða tengjast haf og strandsvæðum. Þeir ferðaseglar sem eru nefndir endurspegla líklega staði og svæði sem eru vinsæl meðal ferðamanna í dag. Það virðist því vera ákveðið misræmi á milli bæði núverandi nýtingar og framtíðarsýnar ferðaþjóna og þeirrar ímyndar sem ferðaþjónar telja Vestfirði sem ferðamannastað hafa.
Skýrsluna í heild sinni er hægt að sjá á www.vestfirskferdamal.is

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. nóvember 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 15. til 22. nóvember 2010.

Enginn var tekin fyrir of hraðan akstur í umdæminu í liðinni viku,og fagnar lögregla því.
Enginn var tekin fyrir of hraðan akstur í umdæminu í liðinni viku,og fagnar lögregla því.

Umferðaróhapp varð í Skötufirði að kveldi 16. nóvember sl. Engin slys urðu og tjónið ekki alvarlegt, aðallega hliðarspeglar og tilheyrandi en tvær vörubifreiðar strukust saman er þær mættust.

Tvö önnur minniháttar umferðaróhöpp urðu í vikunni, annað á Ísafirði en hitt á Ströndum, rétt sunnan Hólmavíkur. Engin meiðsl urðu í þessum óhöppum.

Unnin voru skemmdarverk á Audi bifreið sem stóð mannlaus á bifreiðastæði við Stigahlíð 2 í Bolungarvík aðfaranótt laugardagsins 20. nóvember sl. Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um verknaðinn eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 450 3730.

Kl.10:38 þann 18. nóv sl. var tilkynnt um vinnuslys verkamanns er var við vinnu við sjóflóðavarnagarðinn í Bolungarvík. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði. Ljósabúnaður hafði fallið á aðilann sem handleggsbrotnað.

Síðdegis laugardaginn 20. nóvember brann reykkofi og áföst vélaskemma á bæ einum í Bæjarhreppi á Ströndum.  Eldsupptökin eru rakin til reykkofans en eldur mun hafa læst sig í veggjum kofans með ofangreindum afleiðingum.

Umferðarhraði í umdæminu virðist hafa verið innan hámarkshraða því enginn var kærður fyrir of hraðan akstur í liðinni viku. Er það vel.

Lögreglan hefur haft eftirlit með rjúpnaveiði og mun halda því áfram. Veiðimenn eru hvattir til að fara að settum lögum og reglum.

Þá vill lögreglan hvetja foreldra barna og ungmenna til að framfylgja útivistarreglum. Í því sambandi er minnt á að börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl.20:00 og börn á aldrinum 13 til 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl.22:00.  Þetta á þó ekki við ef börn eru á heimleið af viðurkenndri íþrótta-, æskulýðs- eða skólaskemmtun, eða í för með forráðamönnum. Aldur miðast við fæðingaár.
Segir í yfirlti frá lögreglunni fyrir síðustu viku.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. nóvember 2010

Bændafundur á Sævangi.

Fundur Bændasamtakanna fyrir Strandir verður í Sævangi á miðvikudaginn 24 nóvember.
Fundur Bændasamtakanna fyrir Strandir verður í Sævangi á miðvikudaginn 24 nóvember.
Almennir haustfundir Bændasamtakanna hófust í dag mánudaginn 22. nóvember, og standa þeir til 6. desember. Alls verða fundirnir 16 talsins og verða þeir haldnir um allt land. Á fundunum verða m.a. rædd þau tækifæri sem landbúnaðurinn hefur til þess að efla þjóðarhag og hvar sóknarfæri liggja.
Nýgerður búnaðarlagasamningur verður til umfjöllunar og spurt verður hvernig unnt er að verja kjör bænda í erfiðu efnahagsástandi. Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, segir í leiðara í nýju Bændablaði að meginerindi á bændafundum sé að heyra hvernig félagsmenn BÍ vilji beita sínum samtökum. Hann hvetur jafnframt alla bændur til að mæta því á bændafundum gefist kostur á að láta í sér heyra og hlusta á aðra.
Fundurinn fyrir Strandasýslu verður í félagsheimilinu Sævangi miðvikudaginn 24 nóvember og hefst kl:20:30.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. nóvember 2010

Fljúgandi hálka á vegum.

Veghefill við snjómokstur.Myndasafn.
Veghefill við snjómokstur.Myndasafn.
Vegagerðin á Hólmavík tók þá ákvörðun að opna veginn norður í Árneshrepp í dag í stað þess á morgun.

Að sögn Vegagerðarinnar á Hólmavík var þessi ákvörðun tekin því veðurspá er sæmileg fram í tíman enda búið að vera ófært og eða þungfært síðan mokað var síðasta þriðjudag.

Gífurleg hálka er á vegum bæði hér innansveitar og á leiðinni til Bjarnarfjarðar.

Svellbunkar eru víða eins og tildæmis á Kjörvogshlíðinni og norður til Norðurfjarðar,á milli Stóru og Litlu kleyfa og í Urðunum sjálfum og einnig í Hvalvík fyrir norðan Árnesstapa.

Vegfarendur eru beðnir að fara varlega í þessari miklu hálku,sem hefur myndast í þessum umhleypingum undanfarið.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. nóvember 2010

Ullarverð hækkar til bænda.

Gott verð er fyrir ullina núna,eins gott að ullin sé hrein og fín.Ær með haustlamb í Kjósarrétt.Myndasafn.
Gott verð er fyrir ullina núna,eins gott að ullin sé hrein og fín.Ær með haustlamb í Kjósarrétt.Myndasafn.
Gengið hefur verið frá samningi milli LS, BÍ og Ístex um ullarverð til bænda næstu 12 mánuði. Verðið hækkar um 8,92% að meðaltali frá fyrra ári en að þessu sinni hækka bestu flokkarnir meira en þeir lakari svo verðmunur milli flokka eykst. Til samanburðar þá hækkaði kjötverð til bænda um 2.2% milli áranna 2009 og 2010. Verðið er eftirfarandi:

Lamb: 700 kr/kg

H-1: 650 kr/kg

H-2, M-1-S, M-1-G og M-1-M: 560 kr/kg

M-2: 100 kr/kg

Fyrir flokkun eru greiddar 25 kr/kg. Verðið gildir frá og með 1. nóvember.
Frá þessu er sagt á vefnum BBL.is vefútgáfu Bændablaðsins.
Einnig kemur fram á vef Ístex sem kaupir ullina beint af bændum,að sala á ull hafi fjórfaldast frá júli í fyrra til júlí í ár.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. nóvember 2010

Nýtt afgreiðslukerfi tekið í notkun.

Pakkhússtjórinn Hjörtur Þ Þórisson og viðskiptavinir þeir Þórður Sverrisson og Gulli Bjarna.Mynd ksholm.is
Pakkhússtjórinn Hjörtur Þ Þórisson og viðskiptavinir þeir Þórður Sverrisson og Gulli Bjarna.Mynd ksholm.is
Þann fyrsta nóvember var tekið í notkun afgreiðslukerfi í pakkhúsi Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík.Óhætt er að segja að um talsverð tímamót sé um að ræða í pakkhúsinu því hingað til hefur slíkt kerfi ekki verið þar til staðar. Kerfið, sem kemur frá MerkurPoint, er bæði afgreiðslu- og birgðakerfi sem mun skila sér í betri yfirsýn varðandi lagerstöðu og vöruúrval auk þess að gera afgreiðsluna markvissari og fljótlegri.
Undanfarnar vikur hefur starfsfólk í pakkhúsi unnið hörðum höndum að koma öllum vörum inn í kerfið en því miður er enn talsvert eftir. Vöruúrvalið er mikið og vörutegundirnar hlaupa á þúsundum. Á meðan enn er verið að setja inn vörur í kerfið og starfsfólk tileinkar sér nýja starfshætti má búast við byrjunarörðugleikum og er beðist velvirðingar á því.
Þá hafa verið gerðar talsverðar breytingar á fyrirkomulagi pakkhúss. Vörur sem tilheyra pakkhúsi en voru áður í verslun eru nú komnar í pakkhúsið og er því allt vöruúrvalið samankomið á einum stað, viðskiptavinum og starfsfólki til hagræðis. Að lokum var nýr inngangur gerður í október auk þess að afgreiðslan var færð til.
Þetta kemur fram á hinni nýju vefsíðu Kaupfélags Steingrimsfjarðar á Hólmavík sem var opnuð þann 20 október síðastliðin.
Vefsíðan var gerð af Baldri Jónassyni frá Bæ í Steingrímsfirði.
Vefsíða Kaupfélagins er www.ksholm.is
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. nóvember 2010

Aðstaða til innanlandsflugs verði bætt vestan við Reykjavíkurflugvöll.

Ögmundur Jónasson Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.Myndin er af vef Alþingis.
Ögmundur Jónasson Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.Myndin er af vef Alþingis.

Borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ræddu málefni samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll á fundi þann tíunda nóvember síðastliðinn. Ákveðið var að bæta aðstöðu til innanlandsflugs vestan við flugvöllinn og hverfa frá hugmyndum um byggingu samgöngumiðstöðvar.

Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Jón Gnarr borgarstjóri ræddust við ásamt aðstoðarmönnum sínum og helstu samstarfsmönnum. Fóru þeir vítt og breitt yfir skipulagsmál flugvallarins og hvaða kostir væru mögulegir til að bæta aðstöðu vegna innanlandsflugsins. Brýnt þykir að bæta aðstöðuna bæði farþega og þeirra fyrirtækja og starfsmanna sem sinna eða sinna vilja innanlandsflugi um Reykjavíkurflugvöll.

Varð niðurstaða ráðherra og borgarstjóra sú að kanna þessa leið nánar á svæðinu vestan við flugvöllinn á þeirri lóð sem afgreiðsla Flugfélags Íslands stendur nú. Þykir hún fýsilegri miðað við efnahagsaðstæður frekar en að reisa samgöngumiðstöð austan við flugvöllinn sem yrði einnig afgreiðsla fyrir rútur, strætisvagna og leigubíla. Ljóst er að auk byggingarinnar sjálfrar myndi fylgja henni umtalsverður kostnaður til dæmis við að malbika ný flughlöð og ný bílastæði við miðstöðina.
Nánar á vef Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. nóvember 2010

Fauk út af og valt.

Strandavegur.Kort Vegagerðin.is
Strandavegur.Kort Vegagerðin.is
Bæjarins Besta.
Mikil mildi var að ekki fór verr er skólabíll í Strandabyggð valt á hliðina fyrir stuttu. Forsvarsmenn Strandabyggðar vonast er til að skólabíllinn komi úr viðgerð innan tveggja vikna. Börn voru ekki í bílnum þegar óhappið varð en ökumaðurinn og einn farþegi voru fluttir til skoðunar í Reykjavík. Reyndust meiðsli þeirra vera minniháttar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hólmavík var mjög hvasst er slysið varð og fauk bifreiðin út af veginum.
Þetta kemur fram á vef Bæjarins Besta.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. nóvember 2010

Stefnt að sölu kirkjujarða á Ströndum.

Árneskirkja sú eldri.
Árneskirkja sú eldri.
Á nýliðnu kirkjuþingi kom fram tillaga frá kirkjuráði um sölu fasteigna,þar á meðal á tveim kirkjujörðum á Ströndum.

Önnur kirkjujörðin er Árnes I í Trékyllisvík,í greinargerð með tillögunum kemur fram að um sé að ræða eignir sem fyrirsjáanlegt sé að verði ekki not fyrir í þjónustu kirkjunnar og kostnaður kirkjumálasjóðs af áframhaldandi eignahaldi verði að líkindum meiri en tekjur.

Kirkjujörðin Árnes I er talin nitsöm jörð því eyjan Árnesey er í eigu jarðarinnar að hálfu og hinn helmingurinn er í eigu Árnes II.Oft er gott varp í eyunni og góð dúntekja.

Bændur í Árnesi II leigja nú jörðina og nytja æðarvarp í Árnesey.

Hin kirkjujörðin í Strandasýslu er Prestbakki í Hrútafirði.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. nóvember 2010

Bændur rýja féð.

Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík við rúning.
Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík við rúning.
Bændur taka inn féð.

Nú er sá tími komin að bændur eru að fara að hísa féð.Fyrir nokkru voru hrútar teknir inn og rúnir,einnig ásetnings lömb,og þaug rúin.Þetta er svona heldur fyrr enn í fyrra,eitthvað misjafnt eftir bæjum.

Nú eru bændur að taka fullorðna féið inn smátt og smátt til að rýja það,en ærnar verða helst að vera þurrar þegar rúið er,og er féið haft úti yfir daginn sem ekki er hægt að rýja strax ef þurrt er og sett inn að kvöldi.

Þannig að nú fer allt fé að vera komið á gjöf.

Öll ull fer til Ístex og eru bændur nokkuð sáttir við ullarverðið til þeirra.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Búið að klæða tvöfalda herbergin.04-04-2009.
  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Svalahurð,18-11-08.
  • Tekin grunnur 22-08-08.
  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
Vefumsjón