Hafísinn er næst landi NV af Straumnesi.
Hafísinn hefur nálgast.
Samkvæmt radsjármyndum sem teknar voru um hádegið í gær og Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sendi vefnum,hefur ísinn heldur þokast nær landi nú í Vestanáttinni sem var í gær og í fyrradag,og er Vestlægri átt spáð áfram fram á fimmtudag í það minnsta.
Að sögn Ingibjargar er ísinn mjög gisinn næst landi og er um 40 sjómílur í hann NV af Straumnesi.
Nýr gestur í Skelinni og opið hús í kvöld.
Þjóðfræðistofa verður með opið hús í Skelinni á Hólmavík þriðjudaginn 30. nóv. milli kl. 18.00 til 20.00. Þema þessa viðburðar er svæðisbundin matarmenning. Henry Fletcher fjallar stuttlega um sitt sérsvið: fæðuöflun í náttúrunni og eru heimamenn hvattir sérstaklega til að koma og kynna sína heimaframleiðslu s.s. sultur, kleinur, lambakjöt, reykta rauðmaga, harðfisk, kæfu og jafnvel jólasmákökur. Á boðstólnum verður m.a. fiskisúpa, heimabakað brauð og kaffi á 1500 kr. Allir eru velkomnir! Frekari upplýsingar veitir Katla Kjartansdóttir í síma 8654463.
Nánar á vef Þjóðfræðistofu.
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 22.til 29. nóv. 2010.
Þá var rætt við ökumenn vegna ljósabúnaðar og nokkrir aðilar boðaðir með bifreiðar sínar til skoðunar. Að öðru leiti var umferð með rólegra móti og engin umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. Skemmtanahald fór vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.
Segir í yfirliti lögreglu á Vestfjörðum.
Ríkisstyrkir falli niður.
Flugfélagið Ernir flýgur áætlunarflug til fimm staða - Bíldudals, Gjögurs, Sauðárkróks, Hafnar í Hornafirði og Vestmannaeyja. Allar hafa þessar flugleiðir verið ríkisstyrktar nema Vestmannaeyjar. Vegagerðin hefur nú tilkynnt Flugfélaginu Erni að frá og með áramótum hætti ríkið stuðningi við flug félagsins til Sauðárkróks, enda hafi ríkisstuðningur á þeirri leið ekki síst verið til þess að tryggja betur samgöngur við Siglufjörð. Með opnun Héðinsfjarðarganga séu forsendur breyttar.
Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins Ernis, sagði í viðtali við Rúv, að verði ríkisstyrk vegna Sauðárkróksflugsins hætt um áramót hætti félagið flugi þangað. Allt útlit sé til að svo verði.
Leggist Sauðárkróksflugið af sagði Hörður ennfremur að forsendubrestur yrði í rekstrinum og óhjákvæmilegt yrði að hætta einnig flugi á áfangastaði félagsins á Vestfjörðum. Þá yrði það Bíldudalur, Gjögur og Sauðárkrókur sem myndu detta út.
Flugfélagið Ernir á nú í viðræðum við samgönguráðuneytið um málið.
Fréttin á Rúv.
Kosningar til Stjórnlagaþings.
Á kjörskrá eru alls 44 sem skiptast eftir kynjum svo,karlar 26 og konur eru 18,sem hafa kosningarétt í Árneshreppi vegna stjórnlagaþings.
Einum fleira er á kjörskrá nú en í síðustu kosningum,það er sveitarstjórnarkosningum 29.maí 2010.
Kjörskrá Árneshrepps liggur fyrir á hreppsskrifstofu sveitarfélagsins til kjördags.
Formaður kjörstjórnar er Ingólfur Benidiktsson í Árnesi II.
Strandafrakt sækir ull.
Ullin kemst ekki í einni ferð og var tekin ull hjá bændum sem voru búnir að flokka ullina.
Restin af ullinni verður sótt til bænda þegar hún er tilbúin,og þegar veður og færð leyfir,nokkrir bændur eiga eftir að rýja ennþá
Ullin fer í Ullarþvottstöð Ístex á Blönduósi.
Eins og fram hefur komið hér á vefnum hækkaði verð til bænda fyrir ullina um tæp 9 prósent á milli ára.
Félag Árneshreppsbúa:Aðalfundur.
Fundurinn verður haldinn í Akoges-salnum í Lágmúla 4 Reykjavík.
Dagskráin er þessi:
1.Venjuleg aðalfundarstörf.
2.Önnur mál.
Að loknum aðalfundi verða kaffiveitingar verðið er 2000 kr.
Að venju verður myndasýning á meðan á kaffiveitingum stendur.
Félagið fagnaði 70 ára afmæli á árinu.
Formaður Félags Árneshreppsbúa er Kristmundur Kristmundsson frá Gjögri.
Félag Árneshreppsbúa er á Facebook og er slóðin þessi:
Umsóknarfrestur að renna út.
Nánar á vef Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Og á vef Ferðamálastofu hér.
Skýrsla um sjávartengda ferðaþjónusta á Vestfjörðum.
Rannsókna og fræðasetur HÍ á Vestfjörðum hefur birt skýrsluna
Sjávartengd ferðaþjónusta á Vestfjörðum 2010 sem unnin var í sumar fyrir Rannsókna- og nýsköpunarsjóð Vestur-Barðastrandasýslu. Í samantekt skýrslunnar segir:
Flestir þeir ferðaþjónar er tóku þátt í könnuninni eru að nýta haf og strandsvæði á einhvern hátt í sínum rekstri. Þá töldu flestir að það væru ónýtt tækifæri í nýtingu haf- og strandsvæða til ferðaþjónustu á Vestfjörðum og að leggja ætti meiri áherslu á haf- og strandtengda ímynd þegar kemur að markaðssetningu Vestfjarða sem ferðamannastaðar. Það er því athyglivert að einungis 65% af ferðaþjónum nefndu einhver orð tengd hafi og strönd þegar beðnir að nefna orð sem þeir telja að tengist ímynd Vestfjarða sem ferðamannastaðar og einungis um 25% af heildafjölda nefndra orða mátti tengja haf og strandsvæðum. Mikið fleiri telja helstu ferðamanna segla Vestfjarða vera tengda haf og strönd en hér nefna allir einhver orð sem tengjast þeim svæðum og nær 60% heildarfjölda nefndra orða tengjast haf og strandsvæðum. Þeir ferðaseglar sem eru nefndir endurspegla líklega staði og svæði sem eru vinsæl meðal ferðamanna í dag. Það virðist því vera ákveðið misræmi á milli bæði núverandi nýtingar og framtíðarsýnar ferðaþjóna og þeirrar ímyndar sem ferðaþjónar telja Vestfirði sem ferðamannastað hafa.
Skýrsluna í heild sinni er hægt að sjá á www.vestfirskferdamal.is





