Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. nóvember 2010
Prenta
Nýr gestur í Skelinni og opið hús í kvöld.
Þjóðfræðistofa verður með opið hús í Skelinni á Hólmavík þriðjudaginn 30. nóv. milli kl. 18.00 til 20.00. Þema þessa viðburðar er svæðisbundin matarmenning. Henry Fletcher fjallar stuttlega um sitt sérsvið: fæðuöflun í náttúrunni og eru heimamenn hvattir sérstaklega til að koma og kynna sína heimaframleiðslu s.s. sultur, kleinur, lambakjöt, reykta rauðmaga, harðfisk, kæfu og jafnvel jólasmákökur. Á boðstólnum verður m.a. fiskisúpa, heimabakað brauð og kaffi á 1500 kr. Allir eru velkomnir! Frekari upplýsingar veitir Katla Kjartansdóttir í síma 8654463.
Nánar á vef Þjóðfræðistofu.