Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. nóvember 2010
Prenta
Hafísinn er næst landi NV af Straumnesi.
Hafísinn hefur nálgast.
Samkvæmt radsjármyndum sem teknar voru um hádegið í gær og Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sendi vefnum,hefur ísinn heldur þokast nær landi nú í Vestanáttinni sem var í gær og í fyrradag,og er Vestlægri átt spáð áfram fram á fimmtudag í það minnsta.
Að sögn Ingibjargar er ísinn mjög gisinn næst landi og er um 40 sjómílur í hann NV af Straumnesi.