Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. nóvember 2010 Prenta

Skýrsla um sjávartengda ferðaþjónusta á Vestfjörðum.

Af forsíðu skýrslunnar.
Af forsíðu skýrslunnar.
Fréttatilkynning:
Rannsókna og fræðasetur HÍ á Vestfjörðum hefur birt skýrsluna
Sjávartengd ferðaþjónusta á Vestfjörðum 2010 sem unnin var í sumar fyrir Rannsókna- og nýsköpunarsjóð Vestur-Barðastrandasýslu. Í samantekt skýrslunnar segir:
Flestir þeir ferðaþjónar er tóku þátt í könnuninni eru að nýta haf og strandsvæði á einhvern hátt í sínum rekstri. Þá töldu flestir að það væru ónýtt tækifæri í nýtingu haf- og strandsvæða til ferðaþjónustu á Vestfjörðum og að leggja ætti meiri áherslu á haf- og strandtengda ímynd þegar kemur að markaðssetningu Vestfjarða sem ferðamannastaðar. Það er því athyglivert að einungis 65% af ferðaþjónum nefndu einhver orð tengd hafi og strönd þegar beðnir að nefna orð sem þeir telja að tengist ímynd Vestfjarða sem ferðamannastaðar og einungis um 25% af heildafjölda nefndra orða mátti tengja haf og strandsvæðum. Mikið fleiri telja helstu ferðamanna segla Vestfjarða vera tengda haf og strönd en hér nefna allir einhver orð sem tengjast þeim svæðum og nær 60% heildarfjölda nefndra orða tengjast haf og strandsvæðum. Þeir ferðaseglar sem eru nefndir endurspegla líklega staði og svæði sem eru vinsæl meðal ferðamanna í dag. Það virðist því vera ákveðið misræmi á milli bæði núverandi nýtingar og framtíðarsýnar ferðaþjóna og þeirrar ímyndar sem ferðaþjónar telja Vestfirði sem ferðamannastað hafa.
Skýrsluna í heild sinni er hægt að sjá á www.vestfirskferdamal.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
  • Bílskúrshurð inni.03-12-2008.
  • Drangar-12-08-2008.
  • Hafskipabryggjan Norðurfirði-06-07-2004.
Vefumsjón