Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. nóvember 2010
Prenta
Kosningar til Stjórnlagaþings.
Kjörstaður í Árneshreppi vegna kosninga til stjórnlagaþings á morgun 27.nóvember 2010 verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík og verður opnaður klukkan 10:00.
Á kjörskrá eru alls 44 sem skiptast eftir kynjum svo,karlar 26 og konur eru 18,sem hafa kosningarétt í Árneshreppi vegna stjórnlagaþings.
Einum fleira er á kjörskrá nú en í síðustu kosningum,það er sveitarstjórnarkosningum 29.maí 2010.
Kjörskrá Árneshrepps liggur fyrir á hreppsskrifstofu sveitarfélagsins til kjördags.
Formaður kjörstjórnar er Ingólfur Benidiktsson í Árnesi II.