Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. október 2010 Prenta

Þorgeir Pálsson hefur sagt upp hjá At-Vest.

Þorgeir Pálsson hefur sagt upp hjá At-Vest.Mynd BB.ís
Þorgeir Pálsson hefur sagt upp hjá At-Vest.Mynd BB.ís
Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða Þorgeir Pálsson, hefur sagt upp störfum hjá félaginu og hefur náðst samkomulag milli hans og stjórnar um starfslok. Hann lætur af störfum 29 október 2010.  Stjórn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hefur af þessum sökum leitað til stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga um tímabundna aðkomu að framkvæmdastjórn félagsins. 

Á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga í dag 29. október var beiðni stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða samþykkt. Hefur stjórn sambandsins falið framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, Aðalsteini Óskarssyni að taka tímabundið við framkvæmdastjórn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, samhliða núverandi störfum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Ásbjörn grefur 22-08-08.
  • Reykjaneshyrna 10-03-2008.
  • Naustvík 17-08-2008.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Slydda en áfram reist.27-10-08.
  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
Vefumsjón