Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. nóvember 2010 Prenta

Fljúgandi hálka á vegum.

Veghefill við snjómokstur.Myndasafn.
Veghefill við snjómokstur.Myndasafn.
Vegagerðin á Hólmavík tók þá ákvörðun að opna veginn norður í Árneshrepp í dag í stað þess á morgun.

Að sögn Vegagerðarinnar á Hólmavík var þessi ákvörðun tekin því veðurspá er sæmileg fram í tíman enda búið að vera ófært og eða þungfært síðan mokað var síðasta þriðjudag.

Gífurleg hálka er á vegum bæði hér innansveitar og á leiðinni til Bjarnarfjarðar.

Svellbunkar eru víða eins og tildæmis á Kjörvogshlíðinni og norður til Norðurfjarðar,á milli Stóru og Litlu kleyfa og í Urðunum sjálfum og einnig í Hvalvík fyrir norðan Árnesstapa.

Vegfarendur eru beðnir að fara varlega í þessari miklu hálku,sem hefur myndast í þessum umhleypingum undanfarið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Árnes II-23-07-2008.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Allt sett í stóra holu.
  • Frá Ófeigsfirði.Mynd Jóhann
  • Fullfrágengið í kringum glugga,SA hlið.18-12-2008.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
Vefumsjón