Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. nóvember 2010
Prenta
Fljúgandi hálka á vegum.
Vegagerðin á Hólmavík tók þá ákvörðun að opna veginn norður í Árneshrepp í dag í stað þess á morgun.
Að sögn Vegagerðarinnar á Hólmavík var þessi ákvörðun tekin því veðurspá er sæmileg fram í tíman enda búið að vera ófært og eða þungfært síðan mokað var síðasta þriðjudag.
Gífurleg hálka er á vegum bæði hér innansveitar og á leiðinni til Bjarnarfjarðar.
Svellbunkar eru víða eins og tildæmis á Kjörvogshlíðinni og norður til Norðurfjarðar,á milli Stóru og Litlu kleyfa og í Urðunum sjálfum og einnig í Hvalvík fyrir norðan Árnesstapa.
Vegfarendur eru beðnir að fara varlega í þessari miklu hálku,sem hefur myndast í þessum umhleypingum undanfarið.