Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. nóvember 2010
Prenta
Stefnt að sölu kirkjujarða á Ströndum.
Á nýliðnu kirkjuþingi kom fram tillaga frá kirkjuráði um sölu fasteigna,þar á meðal á tveim kirkjujörðum á Ströndum.
Önnur kirkjujörðin er Árnes I í Trékyllisvík,í greinargerð með tillögunum kemur fram að um sé að ræða eignir sem fyrirsjáanlegt sé að verði ekki not fyrir í þjónustu kirkjunnar og kostnaður kirkjumálasjóðs af áframhaldandi eignahaldi verði að líkindum meiri en tekjur.
Kirkjujörðin Árnes I er talin nitsöm jörð því eyjan Árnesey er í eigu jarðarinnar að hálfu og hinn helmingurinn er í eigu Árnes II.Oft er gott varp í eyunni og góð dúntekja.
Bændur í Árnesi II leigja nú jörðina og nytja æðarvarp í Árnesey.
Hin kirkjujörðin í Strandasýslu er Prestbakki í Hrútafirði.