Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. nóvember 2010
Prenta
Þann fyrsta nóvember var tekið í notkun afgreiðslukerfi í pakkhúsi Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík.Óhætt er að segja að um talsverð tímamót sé um að ræða í pakkhúsinu því hingað til hefur slíkt kerfi ekki verið þar til staðar. Kerfið, sem kemur frá MerkurPoint, er bæði afgreiðslu- og birgðakerfi sem mun skila sér í betri yfirsýn varðandi lagerstöðu og vöruúrval auk þess að gera afgreiðsluna markvissari og fljótlegri.
Undanfarnar vikur hefur starfsfólk í pakkhúsi unnið hörðum höndum að koma öllum vörum inn í kerfið en því miður er enn talsvert eftir. Vöruúrvalið er mikið og vörutegundirnar hlaupa á þúsundum. Á meðan enn er verið að setja inn vörur í kerfið og starfsfólk tileinkar sér nýja starfshætti má búast við byrjunarörðugleikum og er beðist velvirðingar á því.
Þá hafa verið gerðar talsverðar breytingar á fyrirkomulagi pakkhúss. Vörur sem tilheyra pakkhúsi en voru áður í verslun eru nú komnar í pakkhúsið og er því allt vöruúrvalið samankomið á einum stað, viðskiptavinum og starfsfólki til hagræðis. Að lokum var nýr inngangur gerður í október auk þess að afgreiðslan var færð til.
Þetta kemur fram á hinni nýju vefsíðu Kaupfélags Steingrimsfjarðar á Hólmavík sem var opnuð þann 20 október síðastliðin.
Vefsíðan var gerð af Baldri Jónassyni frá Bæ í Steingrímsfirði.
Vefsíða Kaupfélagins er www.ksholm.is
Nýtt afgreiðslukerfi tekið í notkun.
Undanfarnar vikur hefur starfsfólk í pakkhúsi unnið hörðum höndum að koma öllum vörum inn í kerfið en því miður er enn talsvert eftir. Vöruúrvalið er mikið og vörutegundirnar hlaupa á þúsundum. Á meðan enn er verið að setja inn vörur í kerfið og starfsfólk tileinkar sér nýja starfshætti má búast við byrjunarörðugleikum og er beðist velvirðingar á því.
Þá hafa verið gerðar talsverðar breytingar á fyrirkomulagi pakkhúss. Vörur sem tilheyra pakkhúsi en voru áður í verslun eru nú komnar í pakkhúsið og er því allt vöruúrvalið samankomið á einum stað, viðskiptavinum og starfsfólki til hagræðis. Að lokum var nýr inngangur gerður í október auk þess að afgreiðslan var færð til.
Þetta kemur fram á hinni nýju vefsíðu Kaupfélags Steingrimsfjarðar á Hólmavík sem var opnuð þann 20 október síðastliðin.
Vefsíðan var gerð af Baldri Jónassyni frá Bæ í Steingrímsfirði.
Vefsíða Kaupfélagins er www.ksholm.is