Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. desember 2010
Prenta
Ísinn á svipuðu róli.
Samkvæmt upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands af radsjármyndum þar sem búið er að setja inn ísjaðarinn,frá því á föstudagskvöld og nú í dag um hádegi virðis hafísinn á svipuðu róli úti fyrir Vestfjörðum.
Eða nánar samkvæmt mynd á föstudagskvöld tekin kl:22:58 og þá var ísinn næst landi um 22 sjómílur Norður af Kögri.
Og nú í dag um hádegi sést af radsjármynd sem tekin var kl:11:54 að hafísinn er næst landi um 26 sjómílur N af Kögri,en sú mynd sýnir aðeins austari hluta svæðisins.