Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. desember 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 6. des, til 13,des.2010.

Lögregla mun herða eftirlit með ölvunarakstrí nú á aðventunni.
Lögregla mun herða eftirlit með ölvunarakstrí nú á aðventunni.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Ísafjarðar. Nýlega var settur upp umferðargreinir í Bolungarvíkurgöngunum þar sem fram kemur að hraðakstur í göngunum er verulegur og sá sem hraðast ók þar, var mældur  á 137 km/klst. Það er ekki spurning að þarna er ökumaður að stofna sér og öðrum vegfarendum stórhættu. Lögregla vill því beina þeim tilmælum til ökumanna að fara eftir þeim reglum sem þar gilda,sem og annarsstaðar. Hámarkshraði í Bolungarvíkurgöngunum er 70 km/klst.Lögregla mun auka verulega eftirlit með hraðakstri á svæðinu. 

Þrátt fyrir mikið eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri af hálfu lögreglu var enginn af þeim sem afskipti voru höfð af, kærðir.

Enn og aftur hafði lögregla afskipti af ökumanni þar sem hann hafði fest bifreið á nýja skíðasvæðinu, núna neðst við skíðalyftu á barnasvæðinu.Lögregla vill árétta það að akstur bifreiða á þessu svæði er með öllu óheimill og biður lögregla um að þetta sé virt. Þetta flokkast sem utanvegaakstur.

Skemmtanahald fór vel fram um helgina þrátt fyrir fjölmenni á skemmtistöðum.

Lögregla vill benda á að á aðventunni er lögregla með stíft eftirlit með ökumönnum, þar sem fylgst er með ölvunarakstri.  Þá vill lögregla hvetja gangandi vegfarendur til þess að nota endurskynsmerki,talsvert hefur borið á að gangandi vegfarendur sem nota þau ekki og þar af leiðandi sjást illa í umferðinni.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. desember 2010

Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug í dag.

Kort Landhelgisgæslu frá því í dag.
Kort Landhelgisgæslu frá því í dag.

Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug í dag. Næst landi var meginísinn á eftirfarandi stöðum eins og sjá má á myndinni hér til hægri.

 53 sjml VNV af Grímsey.  

 32 sjml NNV af Skagatá.

 32 sjml ANA af Hornbjargi

 25 sjml norður af Hornbjargi.

 20 sjml VNV af Straumnesi

 30 sjml VNV af Barða.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. desember 2010

Seinni styrkúthlutun Menningarráðs Vestfjarða.

Styrkþegar í desember ásamt Jóni Jónssyni  Menningarfulltrúa..Mynd Brian Berg.
Styrkþegar í desember ásamt Jóni Jónssyni Menningarfulltrúa..Mynd Brian Berg.
Seinni styrkúthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2010 fór fram við hátíðlega athöfn á Melrakkasetrinu í Súðavík þann 11. desember. Flutt var tónlist og haldin erindi, Melrakkasetrið kynnt og skoðað, auk þess sem styrkvilyrði voru afhent og að sjálfsögðu var boðið upp á kaffi og með því á eftir. Umsóknir sem komu til afgreiðslu það þessu sinni voru 78 talsins, en alls fengu 30 verkefni stuðning að upphæð 13.090.000.- samtals. Verkefnunum hefur þó fækkað um eitt, því einn styrkurinn var afþakkaður áður en til úthlutunar kom.
Þrjú verkefni fengu milljón í styrk að þessu sinni. Tvö þeirra snúast um samstarf við stofnanir á landsvísu og út fyrir landsteinana og stórar norrænar samkomur á Vestfjörðum á næsta ári. Annars vegar var þar styrkur til Þjóðbúningafélags Vestfjarða til að standa fyrir norrænum handverkssumarbúðum á Þingeyri og hins vegar til Félags sagnaþula til að standa fyrir norrænu sagnaþingi, einnig á Þingeyri. Þriðja verkefnið sem fékk milljón að þessu sinni var Skrímslasetrið á Bíldudal fyrir vinnu að öðrum áfanga í sýningu setursins. Menningarráð Vestfjarða auglýsir aftur eftir styrkumsóknum snemma á nýju ári og eru allir hvattir til að fara tímanlega að huga að spennandi verkefnum og áætlanagerð.
Eftirtaldir aðilar og verkefni fengu stuðning frá menningarráði Vestfjarða í desember 2010.



Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 12. desember 2010

Landhelgisgæslan fór í ísflug í dag.

Ísmynd frá JHÍ.
Ísmynd frá JHÍ.

Í dag fór Landhelgisgæslan í ískönnunarflug. Næst landi er ísinn 31 sml. NV- af Barða, 25 sml. NV- af Straumnesi, 19 sml. NA- af Horni og 43 sml. NNV- af Skagatá. Stakir jakar og ísspangir liggja út frá megin ísjaðrinum. Siglingarleiðin fyrir Horn er vel fær sunnan við ísjaðarinn en sjófarendur skyldu fylgjast vel með stökum jökum á þessari leið. Innan við meginjaðarinn var þéttleikinn víðast 4-6/10 og 7-9/10. Þá voru spangir með þéttleika 10/10.
Hér með er svo ísmynd frá því í gærkvöld frá Jarðvísindastofnun Háskólans.
Nánari staðsetningar má sjá á Hafísvef Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 12. desember 2010

Aðalskipulag Árneshrepps samþykkt.

Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar.Mynd Jóhann KR.
Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar.Mynd Jóhann KR.
Auglýsing hreppsnefndar um afgreiðslu:
Aðalskipulags Árneshrepps 2005-2025.

Hreppsnefnd Árneshrepps hefur samþykkt tillögu að Aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025. Tillagan var auglýst og lá frammi til kynningar á skrifstofu Árneshrepps 9. mars til 6. apríl sl. Athuga­semdafrestur rann út þann 27. apríl og bárust um 14 athugasemdir frá 4 aðilum. 

Hreppsnefnd hefur afgreitt athugasemdir og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína.  Gerðar voru nokkrar minni háttar breytingar á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu hennar. Þeir sem óska nánari upp­lýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulagsráðgjafa Árneshrepps (bbjorns@centrum.is) og á skrifstofu Árneshrepps, arneshreppur@simnet.is.

Oddný S. Þórðardótti
Oddviti Árneshrepps.
Þetta mun liggja frammi hér á vefnum hér vinstra megin undir Aðalskipulag II,ásamt Aðalskipulag 2005-2025,eitthvað fram á næsta ár.

                                                                      

 

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 11. desember 2010

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélagsins.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.
Vefurinn Litlihjalli vill minna lesendur sína á aðventuhátíð kórs Átthagafélagsins á morgun sem sagt var frá á dögunum,enn dagskráin er svo hljóðandi:
Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin sunnudaginn 12. desember kl. 16:30 í Bústaðakirkju. Stjórnandi kórsins er Krisztina Szklenár og einsöngvari á tónleikunum er Einar Clausen og píanóleikari Hafdís Pálsdóttir. Barnakórinn syngur undir stjórn Jensínu Waage og Elín Elísabet Jóhannsdóttir flytur hugvekju.
Glæsilegt kaffihlaðborð og mikil jólastemming. Miðaverð er 2.200 kr. fyrir fullorðna og frítt er fyrir börn hátíðargesta 14 ára og yngri. Kórinn vonast til að sjá sem flesta á hátíðinni.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. desember 2010

Flogið á Gjögur í dag.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir flugu loks á Gjögur seinnipartinn í dag,en ekki var hægt að fljúga þangað í gær vegna hvassviðris.

Sæmilegasta veður var gola og skýjað.

Að venju á fimmtudögum komu vörur í Kaupfélagið í Norðurfirði og svo talsvert af pósti,jafnvel er jólapóstur farin að berast.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. desember 2010

Hafísinn nú 10.sml, norður af Horni.

Ísmynd JHÍ.
Ísmynd JHÍ.

Veðurstofa varar við hafís á siglingaleið fyrir Horn.
Hafís er um 10 sml norður af Horni. Víðast er ísinn gisinn eða mjög gisinn, en með mjög þéttum spöngum og íshellum inn á milli. Næsta sólarhringinn er búist við vestlægri átt á þessu svæði og má því gera ráð fyrir að ísinn þokist í austurátt og nær landi og geti verið varasamur fyrir sjófarendur. Á sunnudag er búist við suðvestlægri vindátt og þá má gera ráð fyrir að ísinn berist lengra í austurátt.
Skip tilkynnti um íshellu um 10,sml,norður af Horni í morgun og rekur ísinn líklega í austurátt.Sást vel í radar.
Hér er svo ísmynd frá því í gærkvöld frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands,þá var miðað við að ísinn væri næst landi um 15.sml norður af Hælavíkurbjargi.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. desember 2010

Áhersla á almenningssamgöngur.

FV gerði ályktun um að auka styrk til áætlunarflugs.Mynd:Gjögurflugvöllur.
FV gerði ályktun um að auka styrk til áætlunarflugs.Mynd:Gjögurflugvöllur.
Á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldinn var þann 6. desember s.l. voru samþykktar eftirfarandi ályktanir. 

Almenningssamgöngur:

Framlög aukin til áætlunarflugs á Bíldudal og Gjögur.

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga ítrekar mikilvægi þess að framlag til stuðnings áætlunarflugs til Bíldudals og Gjögurs verði aukið enda lykilþáttur í almenningssamgöngum á þessum svæðum. 

Póstdreifing á Vestfjörðum:

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mótmælir harðlega þeirri skerðingu á þjónustu sem útverðir byggðar í landinu hafa orðið fyrir, m.a. nú nýlega í tengslum við póstdreifingu.  Nauðsynlegt er fyrir búsetu og uppbyggingu atvinnulífs að þjónusta sé jöfn fyrir alla landsmenn.

 

Tenging norður og suðursvæðis Vestfjarða grundvöllur aukinnar samvinnu sveitarfélaga:

Stórt skref verður stigið á komandi áramótum í eflingu samstarfs sveitarfélaga á Vestfjörðum með stofnun byggðasamlags um málefni fatlaðra. Af því tilefni vill stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga ítreka fyrri samþykktir um mikilvægi heilsárs samgagna á milli norður og suðursvæðis Vestfjarða.

 

Húshitun,upptaka orkuskatts til jöfnunar búsetuskilyrða á Íslandi:

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga, tekur undir ályktun samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum um að fundin verði varanlegan lausn á jöfnun á húshitunarkostnaðar á meðal landsmanna.  Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga beinir þeirri tillögu til stjórnvalda að tekinn verði upp skattur á orkuframleiðslu sem nýttur verði til stofnunar orkujöfnunarsjóðs, sem hefði það hlutverk að jafna raforkukostnað til húshitunar að fullu.  Stjórnin bendir á að samkvæmt upplýsingum Orkuseturs hjá Orkustofnun hefði 10 aurar skattur á hverja framleidda kílóvattsstund gefið um 1,7 milljarða á síðasta ári.

 

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. desember 2010

Stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu 2010-15 komin út.

Forsíða stefnumótunarskjalsins.
Forsíða stefnumótunarskjalsins.
Undanfarið misseri hafa Ferðamálasamtök Vestfjarða unnið að stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu. Haldnir voru stefnumótunarfundir um allan fjórðunginn í þeim tilgangi að ná fram sjónarmiðum flestra þeirra sem starfa eða tengjast inn í greinina. Nokkuð á annað hundrað manns lögðu til hugmyndir í stefnumótunina sem fór fram á nokkrum fundum víðsvegar um Vestfirði, stórum og smáum. Þar var leitað eftir því að aðilar í ferðaþjónustu og aðrir sem koma að greininni legðu til sínar hugmyndir. Þessi stefnumótun er því afrakstur greinarinnar sjálfrar, þar sem hún leggur til hvert skuli stefna í ferðamálum fjórðungsins næstu misserin.
Í stefnmótunarskýrslunni koma fram tölulegar upplýsingar um stöðu ferðaþjónustunnar í fjórðungnum í dag auk þess sem lagðar eru fram verkefnatillögur og aðgerðaráætlanir. Þar eru ákveðnum aðilum í stoðkerfinu gert að taka frumkvæði í ýmsum verkþáttum og stuðla að því að verkin komist í framkvæmd en rykfalli ekki ofan í skúffu.
Vestfirsk ferðaþjónusta hefur verið nokkuð áberandi undanfarið og skorað hátt í viðhorfskönnunum. Samkvæmt þeim hefur greininni vaxið mikið fiskur um hrygg en til að mynda fékk vestfirsk ferðaþjónusta nýverið hæstu einkunn varðandi gæði í ferðaþjónustu í landinu. Sú könnun var framkvæmd af Miðlun ehf og RRF (Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar) og stóð yfir dagana 20. október til 16.nóvember 2010. Þá er vert að minnast á umfjöllum Lonely Planet fyrir árið 2011 sem setur Vestfirði sem áfangastað meðal þeirra 10 staða í heiminum sem standa upp úr.

Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Melar-Reykjaneshyrna.13-08-2008.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
Vefumsjón