Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. desember 2010 Prenta

Hafísinn molnar og tætist í burtu.

Ratsjármynd JHÍ.Ísinn virðist tætast í sundur og í burtu.
Ratsjármynd JHÍ.Ísinn virðist tætast í sundur og í burtu.
Ísinn virðist vera að sópast og tætast í burtu.

Á ratsjármynd frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands frá því kl. 23:45 í gærkvöldi þar sem Ingibjörg Jónsdóttir hefur merkt inn jaðar íssins,sést að ísinn er ekkert í líkingu við það sem verið hefur undanfarið.;Það virðist vera íshrafl í ca 5 sjómílna fjarlægð frá Kögri og Hælavíkurbjargi en ísinn er orðinn mjög gisinn og bráðnar vonandi fljótt.Það er orðið alllangt í meginísinn á Grænlandssundi.Eitthvað af jökum gæti verið talsvert nálægt landi á norðanverðum Ströndum og skip ættu að fara mjög varlega næstu daga því það er mjög erfitt að sjá litla jaka og gisinn ís á ratsjármyndum þegar öldurót er svo mikið eins og er nú.

Það geta fundist hafísjakar og borgarís utan við línuna sem teiknuð er á myndina, en það voru amk engin sýnileg merki á ratsjármyndinni um ís utan hennar,segir Ingibjörg með útskýringu með myndinni;

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
  • Reykjarfjörður-11-09-2002.
  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
Vefumsjón