Kortlagning þekkingar á Vestfjörðum.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru þessa dagana að kortleggja þekkingu á Vestfjörðum. Í samfélaginu er fjöldi fólks með margvíslega þekkingu og kunnáttu sem það gæti haft áhuga á að koma á framfæri til að geta mögulega skapað sér aukin tækifæri með þeirri þekkingu.
Auðvelt er að finna fyrirtæki og stofnanir og skrá starfssemi þeirra en erfiðara er að kunna skil á allri þeirri þekkingu sem finna má hjá einstaklingum á svæðinu. Því er óskað liðsinnis við þessa vinnu.
Ef þú býrð yfir þekkingu sem þú vilt koma á skrá svo sem kunnáttu í handverki, hönnun, tungumálum, markaðsþekkingu, margmiðlun, tæknikunnáttu, þekking á internetinu, verkþekkingu og margt, margt fleira, hafið þá samband við Ásgerði Þorleifsdóttur hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða í síma 450-3053, netfang: asgerdur@atvest.is eða Sigríði Ó. Kristjánsdóttur hjá Impru í síma 522-9462, netfang: sirry@nmi.is.