Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. desember 2010 Prenta

Kortlagning þekkingar á Vestfjörðum.

Frá Árnesi II.Handverkshúsið Kört.
Frá Árnesi II.Handverkshúsið Kört.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru þessa dagana að kortleggja þekkingu á Vestfjörðum.  Í samfélaginu er fjöldi fólks með margvíslega þekkingu og kunnáttu sem það gæti haft áhuga á að koma á framfæri til að geta mögulega skapað sér aukin tækifæri með þeirri þekkingu.  

Auðvelt er að finna fyrirtæki og stofnanir og skrá starfssemi þeirra en erfiðara er að kunna skil á allri þeirri þekkingu sem finna má hjá einstaklingum á svæðinu. Því er óskað liðsinnis við þessa vinnu.  

Ef þú býrð yfir þekkingu sem þú vilt koma á skrá svo sem kunnáttu í handverki, hönnun, tungumálum, markaðsþekkingu, margmiðlun, tæknikunnáttu, þekking á internetinu, verkþekkingu og margt, margt fleira, hafið þá samband við Ásgerði Þorleifsdóttur hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða í síma 450-3053, netfang: asgerdur@atvest.is eða Sigríði Ó. Kristjánsdóttur hjá Impru í síma 522-9462, netfang: sirry@nmi.is.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Elín Agla Briem Skólastjóri frá 2007 til 2010.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Borgarísjakinn útaf Lambanesi 30-09-2017.
Vefumsjón