Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. desember 2010
Prenta
Ísinn 21 sjómílu NNV af Kögri.
Samkvæmt ísmynd og hitamynd frá því klukkan 14:17 í dag frá Jarðvísindastofnun Háskólans þar sem búið er að setja inn hafísjaðarinn er rúm 21 sjómíla í afar gisinn hafís NNV af Kögri en rúmar 30 sjómílur í þéttari hafís N af Kögri.
Í gær var um 28 sjómílur í ísinn frá Kögri.
Hér fylgja með Modis ísmynd og hitamynd frá Jarðvísindastonun HÍ.