Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. desember 2010
Prenta
Hafísinn nú 10.sml, norður af Horni.
Veðurstofa varar við hafís á siglingaleið fyrir Horn.
Hafís er um 10 sml norður af Horni. Víðast er ísinn gisinn eða mjög gisinn, en með mjög þéttum spöngum og íshellum inn á milli. Næsta sólarhringinn er búist við vestlægri átt á þessu svæði og má því gera ráð fyrir að ísinn þokist í austurátt og nær landi og geti verið varasamur fyrir sjófarendur. Á sunnudag er búist við suðvestlægri vindátt og þá má gera ráð fyrir að ísinn berist lengra í austurátt.
Skip tilkynnti um íshellu um 10,sml,norður af Horni í morgun og rekur ísinn líklega í austurátt.Sást vel í radar.
Hér er svo ísmynd frá því í gærkvöld frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands,þá var miðað við að ísinn væri næst landi um 15.sml norður af Hælavíkurbjargi.