Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. desember 2010
Prenta
Stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu 2010-15 komin út.
Undanfarið misseri hafa Ferðamálasamtök Vestfjarða unnið að stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu. Haldnir voru stefnumótunarfundir um allan fjórðunginn í þeim tilgangi að ná fram sjónarmiðum flestra þeirra sem starfa eða tengjast inn í greinina. Nokkuð á annað hundrað manns lögðu til hugmyndir í stefnumótunina sem fór fram á nokkrum fundum víðsvegar um Vestfirði, stórum og smáum. Þar var leitað eftir því að aðilar í ferðaþjónustu og aðrir sem koma að greininni legðu til sínar hugmyndir. Þessi stefnumótun er því afrakstur greinarinnar sjálfrar, þar sem hún leggur til hvert skuli stefna í ferðamálum fjórðungsins næstu misserin.
Í stefnmótunarskýrslunni koma fram tölulegar upplýsingar um stöðu ferðaþjónustunnar í fjórðungnum í dag auk þess sem lagðar eru fram verkefnatillögur og aðgerðaráætlanir. Þar eru ákveðnum aðilum í stoðkerfinu gert að taka frumkvæði í ýmsum verkþáttum og stuðla að því að verkin komist í framkvæmd en rykfalli ekki ofan í skúffu.
Vestfirsk ferðaþjónusta hefur verið nokkuð áberandi undanfarið og skorað hátt í viðhorfskönnunum. Samkvæmt þeim hefur greininni vaxið mikið fiskur um hrygg en til að mynda fékk vestfirsk ferðaþjónusta nýverið hæstu einkunn varðandi gæði í ferðaþjónustu í landinu. Sú könnun var framkvæmd af Miðlun ehf og RRF (Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar) og stóð yfir dagana 20. október til 16.nóvember 2010. Þá er vert að minnast á umfjöllum Lonely Planet fyrir árið 2011 sem setur Vestfirði sem áfangastað meðal þeirra 10 staða í heiminum sem standa upp úr.
Vestfirðir hlutu einnig mikilvæga viðurkenningu í haust frá Eden, European Destination of Excellence, verkefni sem unnið er frá Evrópuráðinu og eiga eftir að fá mikla kynningu í gegnum það. Auk þess hafa fleiri aðilar fengið hverskyns viðurkenningar á árinu, s.s. nýtt Farfuglaheimili á Broddanesi í Kollafirði sem lenti á topp 5 lista í heiminum í gæðakönnun sem unnin var af Hostels International eftir viðhorfskönnun meðal viðskiptavina sína.
Af þessari upptalningu má sjá að vestfirsk ferðaþjónusta er í mikilli sókn þessi misserin og vonandi verður stefnumótunin verkfæri sem hægt verður að nýta vel í alla kynningu og uppbyggingu næstu árin. Ég vil fyrir hönd vestfirskrar ferðaþjónustu þakka öllum sem komu að vinnunni og sérstakar þakkir fær Ásgerður Þorleifsdóttir ráðgjafi hjá ATVEST fyrir þá gríðarlegu vinnu sem hún hefur lagt verkefninu til. Fram til sigurs, Sigurður Atlason formaður FMSV.
Hér er hægt að skoða skjaliðog fletta eins og í bók.
Í stefnmótunarskýrslunni koma fram tölulegar upplýsingar um stöðu ferðaþjónustunnar í fjórðungnum í dag auk þess sem lagðar eru fram verkefnatillögur og aðgerðaráætlanir. Þar eru ákveðnum aðilum í stoðkerfinu gert að taka frumkvæði í ýmsum verkþáttum og stuðla að því að verkin komist í framkvæmd en rykfalli ekki ofan í skúffu.
Vestfirsk ferðaþjónusta hefur verið nokkuð áberandi undanfarið og skorað hátt í viðhorfskönnunum. Samkvæmt þeim hefur greininni vaxið mikið fiskur um hrygg en til að mynda fékk vestfirsk ferðaþjónusta nýverið hæstu einkunn varðandi gæði í ferðaþjónustu í landinu. Sú könnun var framkvæmd af Miðlun ehf og RRF (Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar) og stóð yfir dagana 20. október til 16.nóvember 2010. Þá er vert að minnast á umfjöllum Lonely Planet fyrir árið 2011 sem setur Vestfirði sem áfangastað meðal þeirra 10 staða í heiminum sem standa upp úr.
Vestfirðir hlutu einnig mikilvæga viðurkenningu í haust frá Eden, European Destination of Excellence, verkefni sem unnið er frá Evrópuráðinu og eiga eftir að fá mikla kynningu í gegnum það. Auk þess hafa fleiri aðilar fengið hverskyns viðurkenningar á árinu, s.s. nýtt Farfuglaheimili á Broddanesi í Kollafirði sem lenti á topp 5 lista í heiminum í gæðakönnun sem unnin var af Hostels International eftir viðhorfskönnun meðal viðskiptavina sína.
Af þessari upptalningu má sjá að vestfirsk ferðaþjónusta er í mikilli sókn þessi misserin og vonandi verður stefnumótunin verkfæri sem hægt verður að nýta vel í alla kynningu og uppbyggingu næstu árin. Ég vil fyrir hönd vestfirskrar ferðaþjónustu þakka öllum sem komu að vinnunni og sérstakar þakkir fær Ásgerður Þorleifsdóttir ráðgjafi hjá ATVEST fyrir þá gríðarlegu vinnu sem hún hefur lagt verkefninu til. Fram til sigurs, Sigurður Atlason formaður FMSV.
Hér er hægt að skoða skjaliðog fletta eins og í bók.