Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. desember 2010
Prenta
Almenningur getur spáð í veðrið.
Í tilefni af 90 ára afmæli Veðurstofu Íslands hefur verið hannaður leikur þar sem almenningi gefst kostur á að spá veðrinu tvo daga fram í tímann. Reglurnar eru einfaldar. Þátttakendur skrá sig til leiks og byrja að spá á mánudegi. Spáð er hvernig veðrið verður kl. 12 á hádegi á miðvikudegi og senda þarf spána inn fyrir kl. 18 á mánudaginn. Á þriðjudegi er spáð fyrir fimmtudegi o.s.frv. Ekki er spáð á laugardegi og sunnudegi þar sem ekki er ætlast til að þátttakendur sitji vaktina eins og veðurfræðingar Veðurstofunnar. Spárnar eru svo bornar saman við veðurathuganir. Síðdegis á miðvikudag eru birtar fyrstu niðurstöður og á sunnudegi eru úrslit leiksins ljós.Spáð er fyrir sex staði,tvo staði á dag,og er Reykjvík alltaf annar staðurinn en hinir staðirnir eru:Stykkishólmur,Bolungarvík,Akureyri Eigilsstaðir og Kirkjubæjarklaustur.
Nánar á vef Veðurstofu Íslands.
Nánar á vef Veðurstofu Íslands.