Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. desember 2010
Prenta
Grásleppuvertíðin 2010 sú besta síðan 1987.
Heildarafli á grásleppuvertíðinni 2010 svaraði til 17.947 tunna af söltuðum hrognum. Fara þarf aftur til ársins 1987 til að finna viðlíka veiði. Afkoma flestra sem stunduðu veiðarnar var góð, hátt verð á hrognunum og meðalveiði á bát 52 tunnur sem er rúmum fjórðungi meira en á síðustu vertíð.
Alls stunduðu 344 bátar veiðarnar á vertíðinni sem var 65 bátum fleira en 2009 og 115 fleiri en á vertíðinni 2008.
Af einstökum veiðisvæðum var langmest veiði í Breiðafirði 5.480 tunnur eða 30% heildarveiðinnar. Mestu var landað í Stykkishólmi 2.736 tunnur og næst hæsti löndunarstaðurinn var Brjánslækur með 1.481 tunnu og í þriðja sæti Akranes með 1.347 tunnur.
Frá þessu er sagt á vef Landssambands smábátaeiganda.