Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. desember 2010
Prenta
Landhelgisgæslan fór ísflug í dag.
Í dag fór flugvél Landhelgisgæslunnar í ískönnunarflug um Vesturmið.Komið var að hafís norður af Vestfjörðum og meginísinn kortlagður með eftirlitsbúnaði flugvélarinnar. Megin ísröndin liggur djúpt undan Vestfjörðum en ísdreifar geta verið víða á Vestfjarðamiðum.Nánari upplýsingar um ísröndina má finna hér undir skýrsla Landhelgisgæslunnar.
Myndin sem er hér með er af Hafíssíðu Veðurstofu Íslands.