Talsverður erill var hjá lögreglu í liðinni viku.
Í vikunni sem var að líða var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum,fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu.
27. des. varð óhapp á Súðavíkurhlið, þar hafnaði bifreið út fyrir veg á hvolf, ekki slys á fólki. Ástæða óhappsins var að ökumaður var að sveigja frágrjóti sem hafði fallið á götuna. Bíllinn óökufær og fjarlægður með kranabíl.
28. des var tilkynnt um tjón á tveim ökutækjum á Ísafirði, ekið hafði verið utan í bifreiðarnar og tjónvaldur horfið af vettvangi. Um talsvert tjón var að ræða í þessum tilfellum.
28. des varð óhapp á Ísafirði með þeim hætti að ung stúlka sem var að sendast með flatbökur, klemmdist milli bíls og gangstéttar þegar bifreiðin rann af stað, hrökk úr handbremsu, Stúlkna var flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar og meiðslin reyndust minniháttar.
28. des var tilkynnt um bát sem hafði sokkið í höfninni á Ísafirði. Um var að ræða trébátinn Guðný ÍS 13. Umræddur bátur hefur ekki verið í notkun um einhvern tíma. Eigandi bátsins sjá sjálfur um að koma bátnum á flot aftur.
2. janúar varð bílvelta á veginum um Kleifaheiði, þar hafnaði jepplingur út fyrir veg og valt, ökumann og farþega sakaði ekki, en bíllinn óökufær, fjarlægður af vettvangi með kranabíl. Óhappið mátti rekja til hálku.
Meira