Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. desember 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 20. des til 27. desember 2010.

Tíðindalítil jólavika hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
Tíðindalítil jólavika hjá lögreglunni á Vestfjörðum.

S.l. vika var tíðindalítil hjá lögreglunni á Vestfjörðum, skemmtanahald um hátíðarnar fór vel fram og án teljandi afskipta lögreglu. Umferð á vegum gekk nokkuð vel í vikunni fyrir jól, þrátt fyrir að færð og veður var frekar leiðinlegt, skyggni á köflum mjög slæmt og hálka.

Þó var eitt umferðaróhapp  tilkynnt til lögreglu þriðjudaginn  21. des. Bíll á leið um Seiðisfjörð í Ísafjarðardjúpi hafnaði út fyrir veg, valt ekki, en hallaðist verulega. Ökumaður og farþegar treystu sér ekki til að bíða í bílnum þar til aðstoð bærist, þar sem hætta var á að bifreiðin ylti, en mjög bratt var þar sem bíllinn fór útaf.  Fljótlega komu að aðrir vegfarendur sem aðstoðuðu fólkið þar til lögregla kom á vettvang, en í millitíðinni hafði verið ræstur út björgunarsveitarbíll frá Súðavík, fólkinu til aðstoðar.  Þegar lögregla og björgunarsveit kom á vettvang var ekki gerlegt að ná bílnum upp vegna veðurs og fékk fólklið far með lögreglu til Ísafjarðar. Rekja má þetta óhapp til mjög slæmra akstursskilyrða.

Miðvikudaginn 22. des kom upp eldur í íbúðarhúsnæði við Aðalstræti á Ísafirði. Slökkvilið  og lögregla kom á vettvang og gekk greiðlega hjá slökkviliði Ísafjarðarbæjar að slökkva eldinn. Eldsupptök mátti rekja til olíublautrar tusku sem skilin hafði verið eftir, en tuskan hafði verið notuð til að bera olíu á við, gólfboð. Um var að ræða sjálfsíkveikju í tuskunni.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. desember 2010

Reykjavík - Borgarnes - Búðardalur - Króksfjarðarnes - Hólmavík.

Rúta frá Bílar og fólk.Myndin er af vefnum sterna.is
Rúta frá Bílar og fólk.Myndin er af vefnum sterna.is

Fyrirtækið Bílar og fólk ehf.Sterna og Vegagerðin hafa gert með sér samkomulag um framlengingu á sérleyfisakstri vegna ársins 2011, þar á meðal á akstri á leiðinni Reykjavík-Hólmavík.
Ein ferð í viku er farin norður Strandir frá Reykjavík til Hólmavíkur og verður því hætt um áramótin. Seinasta ferðin verður farin þann 30. desember n.k.

Einnig er ferðum fækkað í Dalina, frá Reykjavík til Búðardals og ekki verður lengur ekið í Bjarkarlund og Reykhóla. Í staðin verður farið þrisvar í viku um Arnkötludalinn til Hólmavíkur. Þessi leið verður ekin þrisvar í viku hverri og er farið frá Reykjavík á þriðjud. og föstudögum kl. 08:30 og sunnudögum kl. 13:00. Frá Hólmavík er farið kl. 12:30 á þriðjud. og föstudögum og kl. 17:00 á sunnudögum.
Nánar má sjá um áætlunarferðir á www.sterna.is

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. desember 2010

Hitabylgja og mikil úrkoma.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Það var aldeilis hitabylgja sem gekk yfir Strandir í dag.

Hitinn náði 11,2 stigum í dag á veðurstöðinni í Litlu-Ávík í Árneshreppi og virðist það hafa verið næst mesti eða þriðji mesti hiti á landinu í dag,en á Hvanneyri mældist mesti hiti í dag 11,8 stig,og eitthvað svipað á Siglufirði.(vantar nákvæma tölu).

Nú í kvöld og nótt á að kólna aftur.

Úrkoman var líka mjög mikil á veðurstöðinni í Litlu-Ávík í dag, mældist 42,3 mm síðasta sólarhring eða frá kl 18:00 í gær og til kl 18:00 í dag.

Þetta er meir en helmings úrkoma í desember undir venjulegum kringumstæðum,en frekar lítil úrkoma hefur verið það sem af er desember.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. desember 2010

Jólaguðsþjónusta í Árneskirkju.

Árneskirkja.
Árneskirkja.
Jólaguðsþjónusta var í Árneskirkju í dag annan jóladag klukkan tvö.

Prestur var séra Sigríður Óladóttir og orgelleikari var Gunnlaugur Bjarnason, kór Árneskirkju söng. Jólamessan var vel sótt í dag að venju Árneshreppsbúa, þrátt  fyrir leiðinda veður,Suðaustan strekking og lemjandi rigningu en mjög hlýtt er miðað við árstíma.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. desember 2010

Rafmagnstruflanir í gærkvöld.

Orkubú Vestfjarða Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða Hólmavík.
Talsvert var um rafmagnstruflanir í gærkvöld og fram á nótt.

Rafmagn fór fyrst af rétt fyrir tíu í gærkvöld enn kom þá aftur strax,síðan fór rafmagn af fyrir miðnætti og var nokkuð fram á nótt.

!Að sögn starfsmanns Orkubús Vestfjarða á Hólmavík var fyrst um að ræða ísingu á línum,síðan slitnaði ein lína í Drangsneslínu sem olli þessum rafmagnstruflunum,en rafmagn var komið aftur á uppúr klukkan eitt í nótt eftir viðgerð á línunni til Drangsnes."

Veður var akkúrat hlýnandi á þessum tíma hiti fór úr - 2 gráðum í +3 stiga hita.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. desember 2010

Gleðileg Jól.

Jólakveðja frá Litlahjalla.ís
Jólakveðja frá Litlahjalla.ís
Fæðingarhátíð Jesú Krists, jólin, er haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl. 18. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin.

Kæru lesendur nær og fjær.Megi góður Guð gefa ykkur öllum Gleðilega Jólahátíð.

Jólakveðja frá Litlahjalla netfréttamiðli í Árneshreppi í Strandasýslu.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. desember 2010

Síðasta flug fyrir jól.

Ein Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Ein Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Síðasta flug fyrir jól var flogið í dag af Flugfélaginu Erni á Gjögur.

Það má segja að flug og þar með vöruflutningar hafi gengið vel fyrir jól hingað í Árneshrepp fyrir þessi jól,þrátt fyrir rysjótt veður.

Nú er allir komnir til síns heima sem ætla að dvelja hjá sínu fólki í sveitinni,bæði loftleiðis og eða landleiðis.

Síðasta póstdreifing var á bæi eftir flug í dag,og ætti nú allur póstur og pakkar að hafa skilað sér til eiganda fyrir jólin.

Næsta áætlunarflug til Gjögurs er á mánudaginn 27 desember.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. desember 2010

Jólaveður og Hvít jól.

Vindaspá Veðurstofu kl:18:00 á aðfangadag jóla.Fyrir Strandir og Norðurland vestra.
Vindaspá Veðurstofu kl:18:00 á aðfangadag jóla.Fyrir Strandir og Norðurland vestra.
1 af 2
Nú er ekki annað að sjá enn að hvít jól verði hér á Ströndum.Hvít jól kallast ef jörð er talin alhvít að morgni Jóladags þegar veðurathugun er tekin kl níu þann morgun samkvæmt Veðurstofu Íslands.
Lesendur munið eftir að fylgjast með veðurspám sem eru hér til vinstri á vefnum undir Veðurspá,beint frá Veðurstofu Íslands.
Annars er framtíðar spáin hér frá Veðurstofu Íslands.
Strandir og Norðurland vestra:
Auslæg átt 5 til 10 og bjartviðri.Frost 4 til 12 stig,kaldast í innsveitum,en dregur úr frosti á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag (jóladagur):
Austan 8-15 m/s og snjókoma sunnan- og suðaustanlands, en annars bjart veður. Gengur í austan 15-20 með slyddu eða rigningu sunnanlands síðdegis, en mun hægari og þurrt fyrir norðan. Hvassviðri á öllu landinu um kvöldið með talsverðri rigningu sunnanlands, en snjókomu norðantil. Hlánar sunnanlands, en minnkandi frost norðantil.
Á sunnudag (annar í jólum):
Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt með talsverðri rigningu suðaustanlands, en rigningu eða slyddu annars staðar. Hægari og minnkandi úrkoma síðdegis. Hiti 2 til 7 stig.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Sunnanátt með skúrum eða slydduéljum, en léttskýjað austantil á landinu. Hiti 0 til 5 stig, en frystir fyrir austan.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir sunnanátt með vætu og hlýnandi veðri.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. desember 2010

Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík.

Borgarísjakinn sem sést frá Litlu-Ávík.
Borgarísjakinn sem sést frá Litlu-Ávík.
Þetta virðist vera allstór borgarísjaki en erfitt að gera sér grein fyrir hæð hans.

Borgarísjakinn er ca 12 km NNA af veðurstöðinni í Litlu-Ávík og um það bil 6 km austur frá Sæluskeri(Selskeri).

Smá íshrafl kom á fjörur í Litlu-Ávík þann 18 desember sem er nú horfið,brotið niður í sjógangi.

Á myndina sem er hér með hefur Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sett inn pílu þar sem borgarísjakinn er.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. desember 2010

Guðsþjónustur í Hólmavíkurprestakalli.

Árneskirkja.
Árneskirkja.
Það er stórt og mikið og erfitt yfirferðar Hólmavíkurprestakall sem sóknarprestur þarf að fara um til að halda guðsþjónustur í hinum mörgu kirkjum prestakallsins,færð og veður geta oft sett strik í reikninginn sérlega norður í Árneshrepp.

Hér kemur listi yfir áætlaðar guðsþjónustur í Hólmavíkurprestakalli um jólin 2010:

Hólmavíkurkirkja:Aðfangadagur jóla kl.18:00.

Drangsneskapella:Jóladagur kl. 13:30.

Kollafjarðarneskirkja:Jóladagur kl.15:30.

Óspakseyrarkirkja:Jóladagur kl. 17:00.

Árneskirkja:Annar jóladagur kl. 14:00.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Krossnes-20-10-2001.
  • Dregið upp.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Súlan langa reyndist vera 18,5 metra löng.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
Vefumsjón