Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. janúar 2011
Prenta
Rafmagn komið.
Rafmagn kom uppúr kl ellefu aftur á hluta Árneshrepps,að Melum í Trékyllisvík og til Norðurfjarðar og Krossnes nokkru seinna.
Rafmagnslaust er búið að vera síðan um kl sex í morgun.
Rafmagn komst á aftur um og fyrir hálfníu á Drangsnesi keyrt er með díselvélum ásamt Þverárvirkjun,og má búast við rafmagnstruflunum fram eftir degi.
Hér í Árneshreppi er nú farið að draga úr vindi og vindur komin niðrí um 18 m/s í jafnavind frost er um 3 stig.Nú er búin að vera frostrigning síðan í morgun og allt ísað.
Ekki lítur út fyrir að Flugfélagið Ernir geti flogið á Gjögur í dag vegna veðursins,enn ekki var flogið í gær af sömu ástæðu.