Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. janúar 2011
Prenta
Ekkert flogið á Gjögur í dag.
Flugfélagið Ernir hafa ákveðið að fljúga ekki á Gjögur í dag þótt áætlunardagur sé.
Flugfélagið þarf að fljúga til Grænlands og þar afleiðandi vantar flugvél í innanlandsflugið.
Fimm farþegar bíða eftir flugi að sunnan,og ekki lítur út með flugveður á morgun samkvæmt veðurspám.
Það er eins og flugfélagið Ernir geti hagað sér eins og þeim dettur í hug með áætlunarflugið til Gjögurs,því þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir fella niður flug til Gjögurs vegna leiguflugs.
Árneshreppsbúum finnst þetta skrýtið þar sem Ernir fá styrk frá því opinbera til flugsins á Gjögur.