Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. janúar 2011

Vill dragnótabann úti fyrir Ströndum.

Kortið sýnir svæðið fyrir Hornströndum sem fyrirhugað er að loka.Kortið er af vef Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytisis.
Kortið sýnir svæðið fyrir Hornströndum sem fyrirhugað er að loka.Kortið er af vef Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytisis.

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram tillögu um að takmarka dragnótaveiðar á grunnslóð úti fyrir Norðurströndum og Hornströndum milli Hornbjargs og Gjögurs. Tillaga þar um kemur fram í drögum að reglugerð sem hefur verið send út til kynningar. Umsagnarfrestur er til 7. febrúar næstkomandi.

Drög að reglugerð um bann við dragnótaveiðum út af Ströndum má sjá nánar hér á vef Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytis.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. janúar 2011

120 ára afmæli Sparisjóðs Strandamanna.

Sparisjóður Strandamanna á Hólmavík.
Sparisjóður Strandamanna á Hólmavík.

Fréttatikynning:
Miðvikudaginn 19. janúar 2011 eru liðin 120 ár frá stofnun Sparisjóðs Kirkjubóls- og Fellshreppa, en stofnfundurinn var haldinn að Heydalsá 19. janúar árið 1891.

Af þessu tilefni er öllum þeim sem leggja leið sína í höfuðstöðvar sparisjóðsins á Hólmavík á afmælisdaginn boðið að þiggja léttar veitingar.

Einnig verður boðið upp á léttar veitingar í afgreiðslu sparisjóðsins á Norðurfirði fimmtudaginn 20. jan. en lokað er þar á miðvikudögum.

Verið öll velkomin.

Sparisjóður Strandamanna.

 

 

 

 

 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. janúar 2011

Lítil úrkoma árið 2010.

Úrkomumælirinn í Litlu-Ávík.
Úrkomumælirinn í Litlu-Ávík.
Mæld úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2010 er sú minnsta síðan mælingar hófust þar 1995,eða 633,5 millimetrar.

Eins og sjá má á yfirliti yfir árið 2010 fór úrkoma í einum mánuði aldrei yfir hundrað millimetra en árið 2009 sem er innan sviga voru fimm mánuðir með úrkomu yfir hundrað millimetra,það er janúar,apríl,ágúst,nóvember og desember.

Er þetta því í fyrsta sinn sem úrkoman er fyrir neðan sjöhundruð millimetra á ársgrundvelli.

Úrkoman árið 2010 var 361,1 millimetri minni en árið 2009. 

Árið-2010.            Árið-2009.           

Janúar:      26,4 mm.  (121,6)

Febrúar:     39,2--.        (  53,0)

Mars:          41,4--.         ( 84,2)

Apríl:           43,6--.       (121,2)

Maí:             46,3--.       (  48,1)

Júní:            13,3--.       ( 11,8 )

Júlí:              63,1--.       ( 49,0 )

Ágúst:          88,3--.       (131,1)

September:43,6--.       (  57,8)

Október:      97,2--.      (  94,5)

Nóvember: 68,8--.      (111,6)

Desember: 62,3--.      (110,7)

Alls 2010: 633,5 mm.Alls:994,6 mm.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. janúar 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 10. til 17. jan. 2011.

Færð var erfið í liðinni viku,þrjú umferðaróhöpp.
Færð var erfið í liðinni viku,þrjú umferðaróhöpp.

Í vikunni sem var að líða var færð á vegum í umdæminu misjöfn og voru þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. Mánudaginn 10. jan., var ekið á ljósastaur á Engjavegi á Ísafirði, tjónvaldur ókunnur.

þriðjudaginn 11. jan.,  hafnaði bifreið út af Djúpvegi við Arnarnes, ekki slys á fólki og litlar skemmdir á ökutæki.Miðvikudaginn 12. jan., hafnaði einnig bifreið út af Djúpvegi skammt frá Súðavík, þar voru heldur ekki slys á fólki og einnig litlar skemmdir.Í öllum þessum tilfellum má væntanlega rekja ástæður þessara óhappa  til akstursskilyrða, snjókomu og lélegs skyggnis. Þá sinnti lögregla nokkrum aðstoðarbeiðnum ökumanna vegna veðurs og ófærðar.

Skemmtanahald fór nokkuð vel fram um helgina og án teljandi afskipta lögreglu.
Segir í fréttatilkynningu frá lögreglu.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. janúar 2011

Fyrsti saumaklúbburinn í vetur.

Konur og börn í saumaklúbbnum í gærkvöldi.
Konur og börn í saumaklúbbnum í gærkvöldi.
Í gærkvöldi var fyrsti saumaklúbbur vetrarins haldinn í Árneshreppi.

Nú riðu þau á vaðið eins og í fyrra Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga við Norðurfjörð.

Saumaklúbbarnir í Árneshreppi eru sérstakir að því leyti að karlmönnum er boðin þátttaka einnig,og spila annað hvort bridds eða vist,eða jafnvel tekin skák ef þannig stendur á fjölda við spilin.

Þá eru konur við sauma eða aðra handavinnu.

Þessir klúbbar eru búnir að tíðkast til margra áratuga og hafa vakið talsverða umfjöllun fjölmiðla á landsvísu.

Allir sem geta komist að heiman taka þátt ungir sem aldnir.

Klúbbarnir hefjast yfirleitt í janúar og standa fram á vor,og eru yfirleitt haldnir á tveggja vikna fresti,en annars fer það líka eftir veðri og færð.

Þetta er eitt af því fáa sem gert er hér í þessari fámennu sveit til að koma saman.

Alltaf eru veisluborð hjá þeim konum sem halda saumaklúbbana í lok samkomunnar.

Í færra lagi var í klúbbnum í gærkvöld,eða tíu karlar sjö konur og fjögur börn.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. janúar 2011

Flogið á Gjögur í dag.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir flugu til Gjögurs í dag,enn ekki var hægt að fljúga í gær,en þá var áætlunardagur,vegna hvassviðris.

Póstur og vörur komu að venju með fluginu í dag og farþegar voru að sunnan og suður.

Næsti áætlunarflugdagur er á mánudaginn 17 janúar.

Ágætisveður var eftir hádegið þegar flug var hægur vindur af austnorðaustri,en nú er komin snjómugga.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. janúar 2011

Félagsmálastjóri á Ströndum og Reykhólum.

Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir hefur verið ráðin félagsmálastjóri á Ströndum og Reykhólahreppi. Hildur er með sálfræðimenntun frá Háskólanum í Utrecht í Hollandi og Háskóla Íslands auk þess sem hún hefur Mastersgráðu í viðskiptastjórnun (MBA próf)  frá Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur hún lokið diplomanámi í stjórnendamarkþjálfun eða Coaching frá Háskólanum í Reykjavík.

Hildur Jakobína hefur undanfarin ár gegnt starfi forstöðumanns Fjölskyldudeildar Félagsþjónustunnar í Kópavogi en áður starfaði hún m.a. sem ráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur. Hildur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum m.a. á vegum Kópavogsbæjar. Hildur Jakobína er einnig stofnandi og ráðgjafi samtakanna ,,Litlir englar" sem eru samtök  fyrir fólk sem misst hefur börn sín í móðurkviði eða rétt eftir fæðingu og þeirra sem binda þurfa endi á meðgöngu vegna alvarlegs litningargalla.

Hildur mun hefja störf á næstunni. Nánari dagsetning verður gefin út síðar.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. janúar 2011

Flug athugað á morgun.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir hafa nú ákveðið að athuga með flug til Gjögurs á morgun;að sögn Sveindísar Guðfinnsdóttur flugvallarvarðar á Gjögurflugvelli; ef veður leyfir.

Brottför úr Reykjavík yrði þá um klukkan eitt eftir hádegi á morgun föstudaginn 14 janúar.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. janúar 2011

Vestfirðingur ársins 2010.

Benedikt Sigurðsson, Vestfirðingur ársins 2010 ásamt Thelmu Hjaltadóttur blaðamanni Bæjarins besta og bb.is.Mynd bb.is
Benedikt Sigurðsson, Vestfirðingur ársins 2010 ásamt Thelmu Hjaltadóttur blaðamanni Bæjarins besta og bb.is.Mynd bb.is
Bæjarins besta.
Nú er búið að kjósa Vestfirðing ársins 2010 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins bb.is varð Benedikt Sigurðsson, 35 ára Bolvíkingur fyrir valinu. Benedikt hefur verið sundþjálfari Sundfélagsins Vestra á Ísafirði undanfarin ár auk þess sem hann hefur komið víða við í tónlistinni. Þá hefur hann unnið mikið sjálfboðastarf til styrktar þeim sem minna mega sín auk þess sem hann hefur látið málefni yngra fólksins og eldri borgara sig varða. Benedikt fékk 25% greiddra atkvæða í kjörinu en rúmlega þrjú hundruð atkvæði bárust. „Því miður er bara til eitt svona eintak. Hann er óþreytandi að leggja góðum málum lið, bæði í gegnum tónlist og íþróttir. Hann er góð fyrirmynd fyrir ungt fólk. Gefur mikið af sér til samfélagsins. Gull af manni. Öll sveitarfélög ættu að eiga eitt stykki Benna Sig.," segir meðal annars í umfjöllun lesenda vefjarins bb.is um Benedikt.
Nánar hér á bb.is 

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. janúar 2011

Ekkert flugveður.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Flugfélagið Ernir hafa aflýst flugi til Gjögurs vegna veðurs,mjög hvasst er eða um 19 til 20 m/s og vindstrengir miklu meyri,og gengur á með éljum.Það átti að fljúga um klukkan tíu úr Reykjavík í morgun.

Athugað verður með flug næst til Gjögurs á laugardaginn 15 janúar um hádegi.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
  • Rafmagnshitakútur komin upp.30-04-2009.
  • Úr sal.Gestir.
  • Jón Guðbjörn sendir veðurskeyti.
Vefumsjón