Líst vel á næsta ferðasumar.
Þetta lítur mjög vel út fyrir næsta sumar," segir Reimar Vilmundarson,í viðtali við Bæjarins besta,en hann siglir með ferðamenn á bátnum Sædísi á Hornstrandir hvert sumar. „Bókanir ganga vel og það er gott sem fullbókað í gistinguna í Reykjarfirði á Ströndum. Fólkið er reyndar ekki búið að bóka bátinn en ef það ætlar að heimsækja Reykjarfjörð þá er næsta víst að við flytjum fólkið á milli. Þetta er betri bókun en var í fyrra en þó eigum við von á að umferðin verði álíka mikil og síðasta sumar. Undanfarin ár hefur nefnilega tjaldferðalöngum fækkað mikið og langflestir vilja gista í húsum. Þá hef ég heyrt að það gangi vel að bóka í gistiheimilið á Látravík við Hornbjargsvitann og sömuleiðis í gistinguna í Bolungarvík. Þannig heilt yfir þá lítur þetta vel út," segir Reimar í viðtali við bb.is
Nánara af viðtali við Reimar hér á bb.is