Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. janúar 2011

Þorrablót Átthagafélags Strandamanna.

Þorrablót Átthagafélags Strandamanna verður 15 janúar.
Þorrablót Átthagafélags Strandamanna verður 15 janúar.
1 af 2
Þorrablót Átthagafélags Strandamanna verður haldið laugardagskvöldið 15 janúar í Versölum Hallveigastíg 1 Reykjavík.

Húsið opnar kl 19:00,og borðhald hefst stundvíslega kl 20:00.

Matseðillinn er nú ekki af verra taginu,að sjálfsögðu
hefðbundinnþorramatur,svo sem,
hrútspungar,hákarl,lundabaggar,bringukollar,hangikjöt,harðfiskur,síld,svið,lifrarpylsa,blóðmör,
pottréttir,saltkjöt og annað sem tilheyrir þorramat.

Veislustjóri verður Karl E Loftsson.

Til skemmtunar verður á meðan að á borðhaldi stendur,verður töframaðurinn John Tómasson,söngvarinn Páll Rósinkrans,einnig mun Viggó Brynjólfsson frá Broddadalsá leika á harmonikku.

Að loknu borðhaldi mun hljómsveitin Grænir vinir leika gömlu og nýju danslögin.

Miðaverð er kr.6500-.Miðasalan verður á morgun mánudaginn 10 janúar í Versölum Hallveigastíg 1 á milli klukkan 17:00 og 19:00.

Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 8. janúar 2011

Flogið var á Gjögur í dag.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir flugu á Gjögur um hádegið í dag,ekki var hægt að fljúga á fimmtudag sem var áætlunardagur,hné í gær vegna veðurs.Farþegar voru með á báðum leiðum.

Einnig kom pósturinn að venju og vörur í Kaupfélagið á Norðurfirði,þar á meðal mjólk,en mjólkurlaust var orðið.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. janúar 2011

Rafmagn komið.

Spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík.
Spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík.
Rafmagn kom uppúr kl ellefu aftur á hluta Árneshrepps,að Melum í Trékyllisvík og til Norðurfjarðar og Krossnes nokkru seinna.

Rafmagnslaust er búið að vera síðan um kl sex í morgun.

Rafmagn komst á aftur um og fyrir hálfníu á Drangsnesi keyrt er með díselvélum ásamt Þverárvirkjun,og má búast við rafmagnstruflunum fram eftir degi.

Hér í Árneshreppi er nú farið að draga úr vindi og vindur komin niðrí um 18 m/s í jafnavind frost er um 3 stig.Nú er búin að vera frostrigning síðan í morgun og allt ísað.

Ekki lítur út fyrir að Flugfélagið Ernir geti flogið á Gjögur í dag vegna veðursins,enn ekki var flogið í gær af sömu ástæðu.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. janúar 2011

Rafmagn farið.

Rafstöð er keyrð í rafmagnsleysi.
Rafstöð er keyrð í rafmagnsleysi.
Um klukkan 05:50 fór rafmagn af hér í Árneshreppi og víðar.

Veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík var úti að lesa af hitamælum og taka veðrið og var á leið inn þegar rafmagnið fór.Haft var samband við bilanir hjá Orkubúi Vestfjarða og fengust þær upplýsingar að víða væri rafmagnslaust,þannig að það virðist ekki slitið norður í Árneshrepp.

Nú er svarta þreifandi bylur og ekkert skyggni vindhraði 20 til 25 m/s og frostið er komið niður í 5 stig,og hefur dregið mikið úr því í nótt en það fór í 11 stig í gær.

Nú er keyrð díselvél á veðurstöðinni til að hafa tölvu og vindmæla í gangi og halda hita á húsinu.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. janúar 2011

Mikil vindkæling er núna.

Vindkælitafla.Mynd Veðurstofa Íslands.
Vindkælitafla.Mynd Veðurstofa Íslands.

Spáð er hvassviðri í kvöld og horfur fyrir allt landið hljóma á þessa leið: Norðaustan og síðan norðan 15-23 með éljagangi, einkum norðan og austan til. Norðan 18-28 seint í kvöld og snjókoma um norðanvert landið. Frost 3 til 15 stig, kaldast inn til landsins.Þegar saman fer hvassviðri og frost getur vindkæling orðið veruleg.
Vindkælitaflan sem er hér með er af vef Veðurstofu Íslands,til að lesa af töflunni þarf að miða saman lofthitadálk og vindhraðalínu.
Nokkurt efni er um vindkælingu á vef Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. janúar 2011

Viðvörun frá Veðurstofu Íslands.

Stórsjór við ströndina.
Stórsjór við ströndina.

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi viðvörun vegna hugsanlegra sjávarflóða:

Viðvörum vegna hugsanlegra sjávarflóða við hafnir frá Hornbjargi og suður með Austfjörðum.

Athygli er vakin á að veðurspá er mjög slæm fyrir norðanvert landið í kvöld og nótt samfara því er stórstreymt og spár um öldhæð mjög slæm.

Eftir miðnætti ætti vindur að snúast til norðaustanáttar sunnan við Langanes og ætti því að skána ástandið þar fljótlega upp frá því. Annars staðar norðantil má reikna með slæmum aðstæðum fram undir morgun, en þessu fylgir talsverð snjókoma að auki.

Menn eru hvattir til að huga bátum og öðrum eigum, en vera ekki á ferð að óþörfu.
Segir í tilkynningu.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. janúar 2011

Flugi aflýst.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugi á Gjögur hefur nú verið aflýst vegna hvassviðris.

Norðan hvassviðri er nú 18 til 20 m/s og fer vindur uppí 22 til 26 m/s með dimmum éljum.

Ekki lítur út fyrir að hægt verði að fljúga á morgun,samkvæmt veðurspá,spáð er hvassviðri eða stormi með aukinni ofankomu í kvöld og nótt og fram á morgundaginn.

Farþegar áttu bókað far suður og að sunnan.

Hörkufrost er nú tæplega 11 stiga frost á Gjögurflugvelli og á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var 9 stiga frost klukkan tólf á hádegi.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. janúar 2011

Enn hækkar rafmagn.

Orkubú Vestfjarða Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða Hólmavík.

Verðskrá Orkubús Vestfjarða fyrir raforkudreifingu hækkaði um 6% nú um áramótin. Hækkunin er tilkomin vegna verðhækkana á erlendum aðföngum og annarra verðlagshækkana. Þá hækkaði verðskrá OV fyrir hitaveitur einnig um 6% nú um áramótin af sömu orsökum.

Orkustofnun, sem fer með eftirlitshlutverk með tekjumörkum flutnings- og dreifiveitna, hefur yfirfarið hækkunina og staðfest að hún sé innan tekjuheimilda sem Orkubú Vestfjarða hefur skv. raforkulögum. Þá hefur iðnaðarráðuneytið staðfest hækkun á verðskrá OV fyrir hitaveitur og auglýst hana í stjórnartíðindum.
Nýjar verðskrár má finna á www.ov.is

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. janúar 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 27. des. 2010 til 3. jan. 2011.

Talsverður erill var hjá lögreglu í liðinni viku.
Talsverður erill var hjá lögreglu í liðinni viku.
Í vikunni sem var að líða var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum,fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu.

27. des. varð óhapp á Súðavíkurhlið, þar hafnaði bifreið út fyrir veg á hvolf, ekki slys á fólki. Ástæða óhappsins var að ökumaður var að sveigja frágrjóti  sem hafði fallið á götuna. Bíllinn óökufær og fjarlægður með kranabíl.

28. des var tilkynnt um tjón á tveim ökutækjum á Ísafirði, ekið hafði verið utan í bifreiðarnar og tjónvaldur horfið af vettvangi.  Um talsvert tjón var að ræða í þessum tilfellum.

28. des varð óhapp á Ísafirði með þeim hætti að ung stúlka sem var að sendast með flatbökur, klemmdist milli bíls og gangstéttar þegar bifreiðin rann af stað, hrökk úr handbremsu, Stúlkna var flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar og meiðslin reyndust minniháttar.

28. des var tilkynnt um bát sem hafði sokkið í höfninni á Ísafirði. Um var að ræða trébátinn Guðný ÍS 13. Umræddur bátur hefur ekki verið í notkun um einhvern tíma. Eigandi bátsins sjá sjálfur um að koma bátnum á flot aftur.

2. janúar varð bílvelta á veginum um Kleifaheiði, þar hafnaði jepplingur út fyrir veg og valt, ökumann og farþega sakaði ekki, en bíllinn óökufær, fjarlægður af vettvangi með kranabíl. Óhappið mátti rekja til hálku.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. janúar 2011

Yfirlit yfir veðrið í Desember 2010.

Íshrafl kom á fjörur þann 18 desember.
Íshrafl kom á fjörur þann 18 desember.
1 af 2
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.Mánuðurinn byrjaði með frosti nema fyrsta dag mánaðar og var frost síðan framá 8,en þá fór hlýnandi og var nokkuð hlýtt fram til 14.Þann 15 snarkólnaði með Norðlægum áttum og fremur svalt fram til 26,en þá hlýnaði og var hiti oftast yfir frostmarki sem eftir var mánaðar.Vestlægar vindáttir voru ríkjandi fram til 14,með SV hvassviðri þann 9 og þ,14.Norðan hvassviðri eða stormur dagana 17 og 18,með snjókomu,éljum eða slyddu.Þann 26 (annan í jólum)gerði suðaustan með miklum hlýindum og hvarf þá þessi litli snjór sem var á láglendi.

Úrkoman var frekar lítil í heild í mánuðinum 62,3 mm og mældist úrkoman mest af því á einum sólarhring eða 42,3 mm.Mánuðurinn var mjög snjóléttur.Hafís nálgaðist mikið Vestfirði strax í byrjun mánaðar og kom mjög nálægt landi.

Íshrafl sást á fjörum í Litlu-Ávík þann 18,og Borgarísjaki sást 22 og sást til 28,enn jakann rak í Austur og Suðaustur.Jón veðurathugunarmaður gaf jakanum nafnið Jóli.


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Elín Agla Briem Skólastjóri frá 2007 til 2010.
  • Náð í einn flotann.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
Vefumsjón