Þorrablót Átthagafélags Strandamanna.
Húsið opnar kl 19:00,og borðhald hefst stundvíslega kl 20:00.
Matseðillinn er nú ekki af verra taginu,að sjálfsögðu
hefðbundinnþorramatur,svo sem,
hrútspungar,hákarl,lundabaggar,bringukollar,hangikjöt,harðfiskur,síld,svið,lifrarpylsa,blóðmör,
pottréttir,saltkjöt og annað sem tilheyrir þorramat.
Veislustjóri verður Karl E Loftsson.
Til skemmtunar verður á meðan að á borðhaldi stendur,verður töframaðurinn John Tómasson,söngvarinn Páll Rósinkrans,einnig mun Viggó Brynjólfsson frá Broddadalsá leika á harmonikku.
Að loknu borðhaldi mun hljómsveitin Grænir vinir leika gömlu og nýju danslögin.
Miðaverð er kr.6500-.Miðasalan verður á morgun mánudaginn 10 janúar í Versölum Hallveigastíg 1 á milli klukkan 17:00 og 19:00.
Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti.