Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. janúar 2011
Prenta
Vill dragnótabann úti fyrir Ströndum.
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram tillögu um að takmarka dragnótaveiðar á grunnslóð úti fyrir Norðurströndum og Hornströndum milli Hornbjargs og Gjögurs. Tillaga þar um kemur fram í drögum að reglugerð sem hefur verið send út til kynningar. Umsagnarfrestur er til 7. febrúar næstkomandi.
Drög að reglugerð um bann við dragnótaveiðum út af Ströndum má sjá nánar hér á vef Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytis.