Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. janúar 2011
Prenta
Valið stendur um fjóra um Strandamann ársins 2010?
Að venju taka Strandamenn sér allan janúarmánuð til að velja Strandamann ársins,enda er sjálfsagt að taka góða stund í að velta vöngum yfir því sem vel er gert í samfélaginu. Eftir spennandi og skemmtilega undankeppni þar sem lesendur vefjarins strandir.is tilnefndu fjölmarga Strandamenn ársins 2010. Þá er valið á milli þeirra þriggja sem fengu flestar tilnefningar, en stundum eru þrír reyndar fjórir. Svo er nú, því tveir einstaklingar fengu jafn margar tilnefningar. Valið stendur því á milli fjögurra Strandamanna sem eru eftirtaldir í stafrófsröð: Arinbjörn Bernharðsson, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Ingvar Þór Pétursson og Jón Hallfreður Halldórsson.
Nánar á www.strandir.is