Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. janúar 2011
Prenta
Flugi seinkaði í dag.
Flugi til Gjögurs seinkaði talsvert í dag vegna hvassviðris.
Flugfélagið Ernir er með áætlun frá Reykjavík klukkan eitt en ekki var farið í loftið fyrr enn rétt fyrir þrjú.
Hvassviðri var en fór að lægja uppúr kl 13:00,enn miklir vindstrengir voru við fjöll í suðvestanáttinni og fór vindur oft yfir 21 m/s í kviðum þótt jafnvindur væri oft um 12 til 14 m/s.
Allt gekk svo vel seinnipartinn enda ekki eins miklir vindsveipir við fjöll.