Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. febrúar 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 14. til 21.feb.2011.

Dósasöfnunargám var stolið frá björgunarsveitiini á Drangsnesi.
Dósasöfnunargám var stolið frá björgunarsveitiini á Drangsnesi.
Í vikunni sem var að líða var tíðindalítið í umdæmi lögreglunar á Vestfjörðum.  Eitt minniháttar umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu, það óhapp var á Ísafirði. Skemmtanahald fór vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir á Skutulsfjarðarbraut þar sem þeir voru greinilega í kappakstri og mældust þeir á 128 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 km/klst.  Þeir mega búast við ökuleyfissviptingu og sekt í framhaldinu.

14. feb., var tilkynnt um þjófnað á gám í eigu björgunarsveitarinnar á Drangsnesi.  Um er að ræða dósasöfnunargám,  sem staðsettur er við heitu pottana sem eru við þjóðveginn sem liggur í gegnum þéttbýlið á Drangsnes. Þjófnaðurinn uppgötvaðist á sunnudag þann 13. feb.  Ef einhver hefur upplýsingar sem varpað gætu ljósi á málið þá vinsamlegast hafi þeir samband við lögregluna á Vestfjörðum, upplýsingasími 450-3730.

Í vikunni hefur lögregla haft afskipti af ökumönnum vegna búnaðar ökutækja og mun halda því áfram næstu vikur.
Segir í tikynningu frá lögreglu Vestfjarða.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. febrúar 2011

Arnar sér um Hamingjudaga.

Arnar Snæberg Jónsson.
Arnar Snæberg Jónsson.

Nú hefur verið ákveðið að Arnar Snæberg Jónsson, nýráðinn tómstundafulltrúi Strandabyggðar, taki að sér undirbúning og skipulagningu Hamingjudaga. Eins og verið hefur frá upphafi verður framkvæmdin öll unnin í nánu samráði við Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar.
Krisín Sigurrós Einarsdóttir sá um hamingjudaga í fyrra.
Arnar hefur þegar hafið störf við undirbúninginn og allar hugmyndir íbúa og velunnara hátíðarinnar eru vel þegnar! Netfangið hjá Arnari er tomstundafulltrui@strandabyggd.is og símanúmer 894-1941.
Þetta kemur fram á vef sveitarfélags Strandabyggðar.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. febrúar 2011

Vegur opnaður.

Veghefill við mokstur við Hrafnshamar í fyrra.
Veghefill við mokstur við Hrafnshamar í fyrra.
1 af 2
Opnað norður í Árneshrepp.

Opnað var norður í Árneshrepp í gær í annað sinn á þessum vetri,síðast var opnað á þriðjudaginn 25 janúar,en,þá lokaðist aftur um eða fyrir mánaðarmót,ekki var um mikinn snjó að ræða þá,og miklu minni í þessum mokstri í gær.Mokstur var aðeins með veghefli sunnanfrá í gær.

Kristján Guðmundsson á Hólmavík kom á jeppa vel útbúnum á þriðjudaginn var með lækninn áður en mokað var,enn hann kemur að vitja hreppsbúa einu sinni í mánuði ef fólk hefur pantað tíma og oftar ef þörf krefur.

Kristján komst nokkuð vandræðalaust norður þótt ófærð væri og hliðarhallar þar sem skaflar voru á vegum á stöku stað.

Hvað fært verður lengi er útilokað að segja um,því slydda var í byggð í gær og hvað þá uppá Veiðileysuhálsi?
Sveitarfélagið Árneshreppur bað um þennan mokstur í gær,og skiptist því kostnaður jafnt á milli Vegagerðar og sveitarfélagsins.
Engir ákveðnir mokstursdagar eru framundan enn sem komið er hjá Vegagerðinni.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. febrúar 2011

Stefnt að handavinnusýningu eftir Pálínu frá Finnbogastöðum.

Pálína Jenný Þórólfsdóttir.
Pálína Jenný Þórólfsdóttir.
Nokkrar konur hafa tekið sig saman um að halda sýningu í sumar á handavinnu frú Pálínu Jennýjar Þórólfsdóttur frá Finnbogastöðum hér í sveit.

Hugmundina átti sú ötula kona Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir og fékk síðan til liðs við sig dóttur Pálínu Guðbjörgu Þorsteinsdóttur í Bæ og Evu Sigurbjörnsdóttur í Djúpavík,þar sem hugmyndin er að sýningin verði haldin í sumar.

Tilefni að sýningunni er að Pálína varð níræð á árinu og er mikil hagleikskona og kenndi við Finnbogataðaskóla nemendum þar til fjölda ára.

Pálína er fædd í Litlu-Ávík 17 febrúar árið 1921 er því níræð í dag.Móðir hennar Jóhanna Guðbjörg Jónsdóttir fædd 2 mars 1899 dáin 5.október 1928,var því aðeins 29 ára að aldri þegar hún lést frá sex ungum börnum sínum.Pálína var því aðeins sjö ára þegar móðir hennar féll frá,og var börnum á þeim tímum komið fyrir á ýmsum bæjum í sveitinni.Pálínu var komið fyrir á Finnbogastöðum þar sem endaði með því að hún giftist Þorsteini Guðmundsyni bóndasyni þar og síðan bjuggu þau þar og tóku við búinu,þau eignuðust tvö börn Guðmund sem býr á Finnbogastöðum og Guðbjörgu sem býr í Bæ.Faðir Pálínu var Þórólfur Jónsson fæddur 11 september 1890 og lést 21 apríl 1964.

Pálína Jenný býr nú á Akureyri á dvalarheimilinu Hlíð þar í bæ.

Nú er farið þess á leit við fyrrum nemendur Pálínu við Finnbogastaðaskóla bæði stelpur og stráka að lána handverk á hina fyrirhuguðu sýningu í vor.

Þeir sem vilja lána handvinnu eða handverk eru beðnir að hafa samband við eftirfarandi konur:

Jónu Ingibjörgu Bjarnadóttur í símum. 555 4256-691 1403.

Evu Sigurbjörnsdóttur í símum. 451 4037-847 2819.

Guðbjörgu Þorsteinsdóttur í síma. 451 4012.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. febrúar 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 7. til 14. feb.2011.

Fjórir teknir fyrir of hraðann akstur í liðinni viku í nágrenni við Hólmavík.
Fjórir teknir fyrir of hraðann akstur í liðinni viku í nágrenni við Hólmavík.
Í liðinni viku voru  þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum. Í þessum tilfellum var um minniháttar óhöpp að ræða og ekki slys á fólki.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur allir í nágrenni við Hólmavík á Djúpvegi og sá sem hraðast ók var mældur á 128 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Þriðjudaginn 8 feb.,var haldin almannavarnaræfing í Bolungarvíkurgöngunum og var þeim lokað í rúman klukkutíma frá kl. 19:00 til kl. 20:00.  Að sögn þeirra sem þátt tóku í æfingunni, þótti hún takast vel.

Fimmtudaginn 10 feb., var tilkynnt um eld í íbúð við Hlíðarveg á Ísafirði, slökkvilið og lögregla kölluð á staðinn.  Sem betur fer reyndist ekki um eld að ræða, heldur hafði gleymst pottur á eldavél.

Föstudaginn 11. feb., gekk hvassviðri yfir Vestfirði og losnuðu þakplötur á nokkrum húsum, á Ísafirði og Patreksfirði og voru björgunarsveitarmenn kallaði til aðstoðar. Ekki var um mikið tjón að ræða í þessum tilfellum.

Skemmtanahald í umdæminu um liðna helgi gekk vel fyrir sig og án teljandi afskipa lögreglu.
Segir í frétt frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. febrúar 2011

Rommkópar - tálbeita hákarlamanna.

Hákarl sem veiddist á fimmtudaginn síðastliðinn.
Hákarl sem veiddist á fimmtudaginn síðastliðinn.

Vegna hákarlsfréttar í gær þar sem Jón Eiríksson kom með þrjá hákarla að landi,byrti vefútgáfa Morgunblaðsins fréttina,á síðu þeirra var bloggað um fréttina þar sem talað er um hvernig menn beittu í gamla daga,sjá hér.
"Á seinni hluta nítjándu aldar kom til sögunnar ný beita sem íslenzkir hákarlamenn sögðu algjöra byltingu við veiðar á hákarli; voru það litlir selkópar vestan frá Breiðafirði, og voru þeir látnir liggja í pækli í heilu lagi í sterku íláti.

En það merkilega við þessa hákarlabeitu var það, að selkóparnir voru ekki ristir á hol, heldur voru þeir aðeins opnaðir með svolítilli stungu, þegar búið var að veiða þá, og var sterku rommi helt gegnum smuguna inn í kópinn; vínandinn samlagaðist innýflunum og blóðinu og fóru út í spikið; var þess og vandlega gætt , að rommið færi ekki út úr skrokknum aftur og vandlega saumað fyrir opið.

Þegar kóparnir voru teknir upp úr ílátinu voru þeir skornir sundur í smábeitu, og angaði af þeim lyktin er þeir voru opnaðir, enda var ekki tútt um að sumir drykkjumenn langaði til að bragða á romminu, sem inn í þeim var, ef þeir voru alveg vitundarlausir af brennivíni. - Þetta voru nefndir rommkópar og voru þeir einhver hin allra mesta tálbeita fyrir hákarl;.
Heimild Theodór Friðriksson.
Bloggið er hér.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. febrúar 2011

Fyrstu hákarlarnir í land.

Báturinn Snorri ST-24 og Jón Eiríksson aftur í skut.
Báturinn Snorri ST-24 og Jón Eiríksson aftur í skut.
1 af 3
Jón Eiríksson frá Víganesi kom með að landi í gær á bátnum Snorra ST-24 til Norðurfjarðar þrjá hákarla sem hann fékk á hákarlalóðir sem hann lagði á sunnudaginn 7 febrúar og voru það fyrstu lóðirnar sem hann lagði í vetur.

Í gær var svona sæmilegt orðið aftur í sjóinn og var þá athugað með lóðirnar og voru komnir þrír hákarlar á.

Þetta voru svona sæmilega stórir hákarlar allt frá svona 500 kg til 700 kg.

"Jón segir þetta lofa góðu um hákarlagengd á miðum úti fyrir Ströndum og segist vonast til að fá fleiri hákarla enn í fyrra;.Jón verkar hákarlinn allan sjálfur og selur í heilum lykkjum eða í kílóavís,enda er hákarlinn mjög vinsæll hjá honum,nú er hann að vona að fiskist nóg í framboð fyrir næstu neyslu fyrir þorrablótin 2012.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. febrúar 2011

Stormviðvörun.

Hvítfixandi sjór mun verða í nótt og morgun í aflandsvindi
Hvítfixandi sjór mun verða í nótt og morgun í aflandsvindi
Veðurstofan varar við stormi sunnan og vestanlands undir kvöld og ofsaveðri, allt að 30 m/s í fyrramálið. Einnig varar Veðurstofan við stormi norðan- og austanlands í nótt og á morgun.Veðurspáin hljóðar svo:
Vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s og rigning S- og V-lands síðdegis, en hægara og þurrt NA-lands. Suðaustan 18-23 SV-til í kvöld, en 23-30 þar seint í nótt og í fyrramálið. Suðaustan 18-23 og víða rigning á morgun, en slydda NA-lands. Dregur heldur úr vindi SV-lands seinni partinn. Töluverð rigning á SA-landi á morgun. Hægt hlýnandi veður og hiti víða 1 til 6 stiga hiti undir kvöld, en vægt frost í innsveitum NA-til til fyrramáls
.

Veðurathugunarmaðurinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík vill bæta við af reynslu í SA áttum,að ótrúlegt er að þetta veður nái á Strandir nema að vindur verði Suðlægari enn spáð er nema á stöku stað.Einnig vill veðurathugunarmaður ekki gera lýtið úr þeyrri veðurspá sem spáð er hér á Sröndum af  VÍ ,ef vindur nær sér upp á annað borð hér um slóðir,þá gæti farið svo að versta veðrið yrði hér í fyrramálið og á morgun.Allir eru beðnir að fara varlega í hálkunni og helst að vera ekkert á ferðinni í kvöld og fram á dag á morgun.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. febrúar 2011

Opnunartímar hjá félagsmálastjóra.

Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri.
Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri.

Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps, Hildur Jakobína Gísladóttir, er með opnunartíma fyrir íbúa Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps sem hér segir:
Hólmavík: Skrifstofa félagsmálastjóra, 2.hæð Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3.
Mánudagar: 9:30 - 15:00
Miðvikudagar 9:30 - 15:00
Fimmtudagar 9:30 - 12:00
Reykhólum:Skrifstofa sveitarfélagsins,Maríutröð 5.Þriðjudagar: 10:00 - 15:00. Viðvera félagsmálastjóra í Kaldrananeshreppi og Árneshreppi verður auglýst sérstaklega. Allir íbúar sveitarfélaganna fjögurra geta nýtt sér opnunartíma félagsmálastjóra á Hólmavík og Reykhólum. 
Einnig er hægt að ná í félagsmálastjóra á opnunartíma í síma 451 - 3510 og í síma 842-2511.
Segir á vef Strandabyggðar.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. febrúar 2011

Tóku jörðina Stóru-Ávík á leigu.

Önnur gjafgrindin.Mynd Pálína Hjaltadóttir.
Önnur gjafgrindin.Mynd Pálína Hjaltadóttir.
1 af 4
Fjármestu bændur í Árneshreppi eru Gunnar Dalkvist og Pálína Hjaltadóttir í Bæ í Trékyllisvík hér í Árneshreppi.

Þau eru með um 660 kindur á fóðrum og hafa verið að fjölga undanfarin ár.

Í sumar síðastliðið tóku þau jörðina Stóru-Ávík á leigu það er fjárhús rekann og tún,en hafa nytjað tún þar undanfarin ár.

Nú í haust og vedur hafa Gunnar og Palla gert talsverðar endurbætur vegna fjárhúsanna í Stóru-Ávik,eins og að láta grafa fyrir nýjum vatnsbrunni og leggja nýjar vatnslagnir í fjárhúsin þar.Einnig fóru þau í að skipta um grindur og settu gjafagrindur fyrir féð.Einnig var settur stálbiti úr hlöðu og í fjárhús,þar sem rúllur eru teknar og færðar fram í gjafagrindur með talíu sem er í hlaupaketti allt rafstýrt.

Það er margt en sem þau eiga eftir að gera segja þau Palla og Gunni,eins og að klára að skipta um grindur og speli og útbúa fyrir sauðburðaraðstöðu í hluta fjárhúsanna þar sem lambfé verður í vor.

Nú eru þau komin með yfir hundrað kindur í fjárhúsin í Stóru-Ávík en geta haft fleiri.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Inni lokað loftrúm.12-11-08.
  • Borgarísjaki V við Reykjaneshyrnu 26-08-2018.
  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Úr sal.Gestir.
  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
Vefumsjón