Tölvunámskeið fyrir lesblinda á Hólmavík.
Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir nemendum þau verkfæri sem geta nýst lesblindum og öðrum við lestur og skrift með það að markmiði að auka færni. Námskeiðið er sérlega hagnýtt og nýtist jafnt heima sem og í starfi. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlast öryggi og færni í notkun helstu verkfæra (hugbúnaða) sem í boði eru. Má þar nefna hugbúnað sem les af tölvuskjá, fylgiforrit Windows (Office), upplestrarhugbúnaður, tölvupóstur, stafrænar myndavélar, hljóðupptökutæki og talgreinir. Námskeiðið hentar jafnt fyrir byrjendur og lengra komna en leiðbeinandi hefur mikla reynslu af því að vinna með einstaklingum sem hafa litla eða enga reynslu af því að vinna með tölvur.
Allir nemendur fá námsefni sem hjálpar þeim að rifja upp að loknu námskeiði.
Tími: 10.-12. mars 2011. Kennt kl 18-21 fimmtudag og föstudag og 10-13 laugardag (3 skipti).
Kennari: Snævar Ívarsson
Staður: Grunnskólinn á Hólmavík (tölvustofa)
Fjöldi kennslustunda: 12 kennslustundir
Verð: 21.300.-
Skráningarfrestur er til kl.12:00 þriðjudaginn 8.mars 2011.
Það má skrá sig á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.Flugi aflýst.
Finnbogastaðaskóli fámennastur.
Á vef Hagstofu Íslands má sjá ýmislegt um fjölda starfsmanna í skólum landsins og nemendur.
Yfirlit yfir veðrið í Febrúar 2011.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild og nokkuð úrkomusamur.Engin stórviðri urðu þó,en síðustu daga mánaðar var hvöss Suðvestanátt og oft með stormkviðum.Talsverð hálka myndaðist á vegum og víða á láglendi í þessum umhleypingum,og var oft erfitt fyrir gangandi fólk að fóta sig.
Dagar eða vikur.
1:Norðvestan kaldi eða stinningskaldi með snjókomu og síðan éljum um kvöldið,frost -2 til -4 stig.
2:Norðaustan allhvass en stinningskaldi og kaldi um kvöldið,snjókoma síðan él,frost -7 stig uppí +0,4 stig.
3:Suðvestan hvassviðri eða stormur síðan allhvass,él og skafrenningur,frost -0 til -3 stig.
4:Sunnan kaldi,síðan breytileg vindátt seinnipartinn,smá él,frost -0 til -5 stig.
5-6:Suðaustlæg eða breytileg vindátt andvari, kul eða gola,þurrt í veðri,hiti frá +1 stigi niðrí -5 stig.
7-8:Norðan stinningsgola síðan Austan gola uppí kalda,él þann 7 annars þurrt,hiti +1 stig niðrí -6 stig.
9-17:Austlægar eða breytilegar vindáttir,kul,gola og uppí stinningskalda,él slydda eða rigning,þurrt,10,11 og 12,hiti frá +7 stigum niðrí -3 stig.
18-20:Breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,þurrt þ.18 og 19,lítils háttar slydda þ.20,frost frá -4 stigum uppí +5 stig.
21-24:Norðaustan eða Norðan,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,súld,rigning,slydda,snjókoma eða él.Hiti frá +4 stigum niðrí -2 stig.
25-28:Suðvestan stinningskaldi,allhvass eða hvassviðri með stormkviðum,él,rigning,eða skúrir.Hiti frá - 3 stigum og uppí + 8 stig.
Meira
Árshátíð Félags Árneshreppsbúa.
Árshátíð félags Árneshreppsbúa.
Ársháíðin verður haldin í Ýmishúsinu við Skógarhlíð þann 19.mars næst komandi.
Húsið opnar kl.19.00.
Forsala miða verður í Ýmishúsinu laugardaginn 12.mars milli kl.14.00 og 16.00.
Miðaverð í mat og dansleik: 7500.-
Miðaverð á dansleik 2500.-
Veislustjóri verður Helga Björk Pálsdóttir
Torfi Guðbrandsson mun taka nokkra Elvis slagara.
Hljómsveitin Blek og Byttur mun leika undir dansi.
Jón Kr. Ólafsson mun syngja á miðnætursviði.
Eins og áður verður mikið sungið og jafnframt verður happdrætti.
Matseðill:
Forréttur: Rjómalöguð villisveppasúpa með sherrý rjómatoppi.
Aðalréttur: Ofnbakað lambalæri og kalkúnabringa með kartöflugratíni, smjörsteiktu rótargrænmet, fersku salati og rauðvínssósu.
Eftir matinn verður boðið upp á kaffi og konfekt.
Hér er facebook síða félagsins:
http://www.facebook.com/#!/pages/F%C3%A9lag-%C3%81rneshreppsb%C3%BAa/332432259816
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 21. til 28.feb.2011.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Þriðjudaginn 22. feb., varð árekstur í Ísafirði á Djúpvegi, þar hafnaði bifreið aftan á annarri bifreið, en ökumaður þeirrar bifreiðar hugðist beygja út af veginum. Talsvert eignartón varð í þessu óhappi, en ekki slys á fólki. Sama dag varð bílvelta í Bolungarvík, ekki var um slys á fólki að ræða þar. Þá urðu tvö önnur minniháttar óhöpp, annað á Hólmavík og hitt á Ísafirði, ekki slys á fólki.
Einn ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Skemmtanahald fór vel fram í umdæminu um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu.
Segir í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.
Fataviðgerðir-námskeið.
Þátttkakendur mæta á námskeiðið með föt sem þarf að gera við, til dæmis stytta, laga saumsprettur, falda, víkka eða þrengja, bæta eða jafnvel breyta. Æskilegt er að þeir sem eiga saumavélar komi með þær, en það er þó ekki skilyrði. Önnur áhöld verða á staðnum, en þurfi þátttakendur efni, rennilása eða slíkt verða þeir að koma með það á námskeiðið.
Skráningu líkur í dag 28 febrúar.
Námskeiðið er á vegum Fræðsumiðstöðvar Vestfjarða.
Kristín S Einarsdóttir veitir upplýsingar um námskeiðið í síma 4510080.
Hér má skrá sig á námskeiðið.
Farþega og Vöruflutningar á Gjögurflugvöll 2010.
Nú hafa vefnum borist upplýsingar um farþegafjölda og vöruflutninga á Gjögurflugvöll fyrir árið 2010.
Innan sviga eru tölur fyrir árið 2009.
Farþegafjöldi var á Gjögurflugvöll árið 2010: 269,farþegar.(439).
Brottfararfarþegar voru 141 farþegi og komufarþegar voru 128.Vöru og póstflutningar voru fyrir árið 2010:22.376 kg.(28.621 kg).Lendingar í áætlunarflugi voru 172.(212).Skráð einkaflug voru 10 ámóti 8 árið 2009.
Lendingar Isavia eða Flugmálastjórnar.FMS voru 4,enn í fyrra voru það 6.Sjúkraflug var ekkert 2010 en 2009 voru tvö sjúkraflug.
Þarna sést að farþegafjöldinn er miklu minni fyrir síðastliðið ár enn árið 2009,þarna munar 170 farþegum sem hlýtur að teljast allmikill munur.Enn það verður að hafa í huga að ekki var flogið til Gjögurs nema einu sinni í viku í fjóra mánuði síðastliðið sumar,eða í júní-júlí-ágúst og september,þarna mætti halda að væri mesta skýringin,um mesta ferðamannatímann,því ferðamenn gátu ekki notað flugið sem skyldi frá og til Gjögurs eins og árið áður.
Í vöruflutningum og pósti er flutt rúmum sex tonnum minna enn árið 2009,þarna kemur sama niðurstaða hvað þetta hefur haft mikil áhrif að fækka flugferðum til Gjögurs yfir sumarmánuðina.
Flugfélagið Ernir hafa séð um áætlunarflugið til Gjögurs síðan í ársbyrjun 2007.
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 14. til 21.feb.2011.
Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir á Skutulsfjarðarbraut þar sem þeir voru greinilega í kappakstri og mældust þeir á 128 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 km/klst. Þeir mega búast við ökuleyfissviptingu og sekt í framhaldinu.
14. feb., var tilkynnt um þjófnað á gám í eigu björgunarsveitarinnar á Drangsnesi. Um er að ræða dósasöfnunargám, sem staðsettur er við heitu pottana sem eru við þjóðveginn sem liggur í gegnum þéttbýlið á Drangsnes. Þjófnaðurinn uppgötvaðist á sunnudag þann 13. feb. Ef einhver hefur upplýsingar sem varpað gætu ljósi á málið þá vinsamlegast hafi þeir samband við lögregluna á Vestfjörðum, upplýsingasími 450-3730.
Í vikunni hefur lögregla haft afskipti af ökumönnum vegna búnaðar ökutækja og mun halda því áfram næstu vikur.
Segir í tikynningu frá lögreglu Vestfjarða.





