Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. febrúar 2011

Námskeið um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi.

Guðrún frá Lundi.
Guðrún frá Lundi.

Námskeið í gegnum fjarfundabúnað frá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Guðrún frá Lundi var 59 ára þegar hún gaf út sína fyrstu bók árið 1946, hún skrifaði síðan 27 bindi af skáldsögum, nærri 10.000 síður og þá síðustu þegar hún var 86 ára gömul. Hún var metsöluhöfundur í áratugi en ekki voru allir jafnhrifnir af vinsældunum og var hún nefnd drottning kerlingabókanna. Sjálf gerði Guðrún góðlátlegt grín að öllum látunum en hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði í einu blaðaviðtali, "Kerling eins og ég má ekki skrifa svona mikið".

Á námskeiðinu verður farið yfir ævi og störf Guðrúnar og þann heim sem verk hennar er sprottin upp úr. Rætt verður sérstaklega um Dalalíf sem kom út á árunum 1946-1951 en einnig um önnur verk s.s. Afdalabarn og Tengdadótturina.
Marín Guðrún Hrafnsdóttir, bókmenntafræðingur og langömmubarn Guðrúnar hefur umsjón með námskeiðinu.
Nánar hér.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. febrúar 2011

Viðvörun vegna vestan storms í kvöld og nótt.

Mjög dimmt verður í éljum og stormkviður.
Mjög dimmt verður í éljum og stormkviður.
Veðurstofa Íslands vill koma eftirfarandi viðvörun á framfæri:
Í kvöld er gert ráð fyrir vestan 18-23 m/s (stormi) með dimmum éljum við suðurströndina, en einnig brestur sama veður skyndilega á vestanlands um og eftir miðnætti og norðvestanlands þegar líður á nóttina eða undir morgun. Vindhraði í éljum gæti orðið 25-30 m/s og talsverðar líkur eru á að færð spillist sunnan- og vestanlands.
Á morgun dregur svo smám saman úr vindi og éljum.  
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. febrúar 2011

Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2011.

Ávíkuráin ruddi sig með jakahlaupi þann 22.janúar.
Ávíkuráin ruddi sig með jakahlaupi þann 22.janúar.
Veðrið í Janúar 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var með breytilegum vindáttum fyrstu tvo dagana,síðan var Norðan og Norðaustanáttir með frosti og ofankomu fram til 18,enn þann 19 gerði suðlægar vindáttir með hláku og miklum leysingum,og snjó tók hratt upp,fram til 30.Mánuðurinn endaði síðan með allhvassri austanátt með snjókomu og kólnandi veðri.

Þann 6 og 7 gerði Norðaustan og Norðan hvassviðri og eða storm með ofankomu og miklu frosti.

Annars var oft allhvasst eða hvassviðri í mánuðinum.

Oft varð röskun á flugi til Gjögurs vegna veðurs í mánuðinum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. febrúar 2011

Arinbjörn er Strandamaður ársins 2010.

Arinbjörn byggði tvö smáhýsi í Norðurfirði til útleigu.
Arinbjörn byggði tvö smáhýsi í Norðurfirði til útleigu.
Allan janúarmánuð hafa Strandamenn keppst við að hugsa um það sem vel var gert í samfélaginu á síðasta ári í tengslum við kjör á Strandamanni ársins 2010. Nú liggur niðurstaðan í þeirri kosningu fyrir og stóð Arinbjörn Bernharðsson frá Norðurfirði uppi með heiðurinn og er réttnefndur Strandamaður ársins. Arinbjörn stóð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í Árneshreppi á árinu 2010 og reisti í sumar tvö sumarhús í Norðurfirði á vegum fyrirtækisins Urðartinds ehf. 

Í umsögnum þeirra sem tilnefndu Arinbjörn sem Strandamann ársins kom skýrt fram að ferðaþjónustan í Norðurfirði hefur "slegið í gegn" og Arinbjörn hyggur á frekari uppbyggingu. Þá hefur hann unnið að atvinnuuppbyggingu við útgerð á Drangsnesi. Arinbjörn er í umsögnum sagður "efnilegasti ferðaþjónustubóndi ársins", "snillingur" sem "sýnir í verki hvar hjarta hans slær" og hefur "fjárfest manna mest á Ströndum". Hann er sagður "flottur karl" og "feikna öflugur trésmiður" sem "vandar vel til verka" og hefur "lagt mikið á sig til að auka ferðamannastraum á Strandir".
Nánar á www.strandir.is

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. febrúar 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 24. til 31. jan. 2011.

Nokkur umferðaróhöpp urðu í liðinni viku oftast vegna akstursskilyrða.
Nokkur umferðaróhöpp urðu í liðinni viku oftast vegna akstursskilyrða.

Nokkur umferðaróhöpp urðu í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Akstursskilyrði voru misjöfn og breyttust á mjög skömmum tíma, lúmsk hálka myndaðist og víða var snjór á vegum.

Þriðjudaginn  25. jan.,hafnaði bifreið á kyrrstæðri bifreið á Sindragötu á Ísafirði, talsvert tjón á ökutækjum. Ökumaður fór á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Föstudaginn 28. jan. ,urðu fjögur óhöpp. Bifreið hafnaði út af veginum í Mikladal, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Farþegi í þeim bíl fór á heilsugæslustöðina á Patreksfirði til skoðunar, um minni háttar meiðsl var að ræða. Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana. Þá varð bílvelta á Djúpvegi við Reykjanes, þar slapp ökumaður án  meiðsla, en bifreiðin óökuhæf, flutt af vettvangi með krana. Þá varð óhapp á Þumlungsgötu við gamla hraðfrystihúsið á Ísafirði, þar hafnaði jeppi á ljósastaur og utan í kyrrstæðri bifreið, talsvert tjón á ökutækjum og ekki slys á fólki. Fjórða óhappið þennan dag varð síðan þegar bifreið hafnaði á umferðarmerki við gatnamót Mjósunds og Pollgötu.  Minni háttar skemmdir að ræða þar. laugardaginn 29. jan., varð árekstur á Ásgeirsgötu á Ísafiðri, þar lentu tvær bifreiðar saman, ekki um miklar skemmdir að ræða í því óhapp. Í öllum þessu óhöppum má rekja ástæður óhappanna til akstursskilyrða. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. janúar 2011

Flugi aflýst á Gjögur.

Sveindís Guðfinnsdóttir flugvallarvörður á Gjögurflugvelli.
Sveindís Guðfinnsdóttir flugvallarvörður á Gjögurflugvelli.
Enn einu sinni í þessum mánuði þurfti að aflýsa flugi til Gjögurs vegna veðurs,og hefur það þurft æði oft í þessum janúarmánuði.

Að sögn Sveindísar Guðfinnsdóttur flugvallarvarðar og umboðsmanns Ernis á Gjögurflugvelli er snjókomu um að kenna og dimmviðris og einnig  fer veður versnandi og viðvörun í lofti vegna flugs.

Athugað verður á morgun með flug til Gjögurs.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. janúar 2011

Árneshreppur fær minnst.

Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi.
Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi.
Rúmar 212 milljónir króna koma í hlut vestfirskra sveitarfélaga í áætlaðri úthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu 2011.Er þá talin með leiðrétting vegna ársins 2009.Minnst kemur í hlut Árneshrepps eða tæpar 2 milljónir en þar er fámennasti skóli landsins.

Annars er úthlutun til sveitarfélaga þessi í Strandasýslu.

Árneshreppur fær 1.947.312 kr-Kaldrananeshreppur fær 7.647.551 kr-Strandabyggð fær 35.589.143 kr og Bæjarhreppur fær 12.814.037 kr í sinn hlut.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 17. desember síðastliðinn um áætlaða úthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu 2011.
Nánar má sjá um úthlutun á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. janúar 2011

AIS búnaðar í skip og báta.

Bátar í smábátahöfninni á Norðurfirði.
Bátar í smábátahöfninni á Norðurfirði.

Nú á árinu mun fjöldi íslenskra skipa og báta verða búinn AIS tækjum. Þau eru hluti af innleiðingu sjálfvirks auðkennikerfis sem hefur það markmið að auka öryggi skipa og umhverfis og bæta eftirlit með siglingum.

Hér í þessu skjali má finna leiðbeiningar um uppsetningu á loftnetum fyrir AIS-búnaðinn í skip og báta.
Nanar segir frá leiðbeiningum á AIS tækjum á vef Siglingastofnunar Íslands.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. janúar 2011

Flugi seinkaði í dag.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
Flugi til Gjögurs seinkaði talsvert í dag vegna hvassviðris.

Flugfélagið Ernir er með áætlun frá Reykjavík klukkan eitt en ekki var farið í loftið fyrr enn rétt fyrir þrjú.

Hvassviðri var en fór að lægja uppúr kl 13:00,enn miklir vindstrengir voru við fjöll í suðvestanáttinni og fór vindur oft yfir 21 m/s í kviðum þótt jafnvindur væri oft um 12 til 14 m/s.

Allt gekk svo vel seinnipartinn enda ekki eins miklir vindsveipir við fjöll.  

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. janúar 2011

Opið norður í Árneshrepp.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
1 af 2
Í morgun var opnað norður í Árneshrepp,mokað var norðanfrá til Djúpavíkur,tvö snjóflóð voru á Kjörvogshlíðinni.

Hefill mokaði að sunnanverðu til Djúpavíkur,ekki var um mikinn snjó að ræða.

´'Að sögn Jóns Harðar Elíssonar rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík er lítið sem ekkert um vatnsskemmdir á leiðinni norður og innansveitar í Árneshreppi;enda rigndi lítið þar miðað við á Hólmavíkursvæðinu,þótt snjó hafi tekið fljótt upp í hitanum og hvassviðrinu.

Nú er orðið fært norður í Árneshrepp,hálkublettir eru víða og eða yfirborðs aurbleyta.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • 24-11-08.
  • Elín Agla Briem Skólastjóri frá 2007 til 2010.
  • Baðkar komið á sinn stað.01-05-2009.
  • Eyri við Íngólfsfjörð-24-07-2004.
  • Úr sal.Gestir.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
Vefumsjón