Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. febrúar 2011 Prenta

Farþega og Vöruflutningar á Gjögurflugvöll 2010.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
1 af 2
Mikil fækkun á farþegum og minnkun á flutningi til Gjögurs.

Nú hafa vefnum borist upplýsingar um farþegafjölda og vöruflutninga á Gjögurflugvöll fyrir árið 2010.

Innan sviga eru tölur fyrir árið 2009.

Farþegafjöldi var á Gjögurflugvöll árið 2010: 269,farþegar.(439).

Brottfararfarþegar voru 141 farþegi og komufarþegar voru 128.Vöru og póstflutningar voru fyrir árið 2010:22.376 kg.(28.621 kg).Lendingar í áætlunarflugi voru 172.(212).Skráð einkaflug voru 10 ámóti 8 árið 2009.

Lendingar Isavia eða Flugmálastjórnar.FMS voru 4,enn í fyrra voru það 6.Sjúkraflug var ekkert 2010 en 2009 voru tvö sjúkraflug.

 

Þarna sést að farþegafjöldinn er miklu minni fyrir síðastliðið ár enn árið 2009,þarna munar 170 farþegum sem hlýtur að teljast allmikill munur.Enn það verður að hafa í huga að ekki var flogið til Gjögurs nema einu sinni í viku í fjóra mánuði síðastliðið sumar,eða í júní-júlí-ágúst og september,þarna mætti halda að væri mesta skýringin,um mesta ferðamannatímann,því ferðamenn gátu ekki notað flugið sem skyldi frá og til Gjögurs eins og árið áður.

Í vöruflutningum og pósti er flutt rúmum sex tonnum minna enn árið 2009,þarna kemur sama niðurstaða hvað þetta hefur haft mikil áhrif að fækka flugferðum til Gjögurs yfir sumarmánuðina.

Flugfélagið Ernir hafa séð um áætlunarflugið til Gjögurs síðan í ársbyrjun 2007.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
  • SV hlið eldhúsmegin,SV hlið lokið.18-12-2008.
Vefumsjón