Yfirlit yfir veðrið í Febrúar 2011.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild og nokkuð úrkomusamur.Engin stórviðri urðu þó,en síðustu daga mánaðar var hvöss Suðvestanátt og oft með stormkviðum.Talsverð hálka myndaðist á vegum og víða á láglendi í þessum umhleypingum,og var oft erfitt fyrir gangandi fólk að fóta sig.
Dagar eða vikur.
1:Norðvestan kaldi eða stinningskaldi með snjókomu og síðan éljum um kvöldið,frost -2 til -4 stig.
2:Norðaustan allhvass en stinningskaldi og kaldi um kvöldið,snjókoma síðan él,frost -7 stig uppí +0,4 stig.
3:Suðvestan hvassviðri eða stormur síðan allhvass,él og skafrenningur,frost -0 til -3 stig.
4:Sunnan kaldi,síðan breytileg vindátt seinnipartinn,smá él,frost -0 til -5 stig.
5-6:Suðaustlæg eða breytileg vindátt andvari, kul eða gola,þurrt í veðri,hiti frá +1 stigi niðrí -5 stig.
7-8:Norðan stinningsgola síðan Austan gola uppí kalda,él þann 7 annars þurrt,hiti +1 stig niðrí -6 stig.
9-17:Austlægar eða breytilegar vindáttir,kul,gola og uppí stinningskalda,él slydda eða rigning,þurrt,10,11 og 12,hiti frá +7 stigum niðrí -3 stig.
18-20:Breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,þurrt þ.18 og 19,lítils háttar slydda þ.20,frost frá -4 stigum uppí +5 stig.
21-24:Norðaustan eða Norðan,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,súld,rigning,slydda,snjókoma eða él.Hiti frá +4 stigum niðrí -2 stig.
25-28:Suðvestan stinningskaldi,allhvass eða hvassviðri með stormkviðum,él,rigning,eða skúrir.Hiti frá - 3 stigum og uppí + 8 stig.
Úrkoman mældist 90,4 mm.(í febrúar 2010:39,2 mm.)
Þurrir dagar voru 8.
Mestur hiti mældist +7,5 stig þann 28.
Mest frost mældist -6,7 stig þann 2.
Alhvít jörð var í 16 daga.
Flekkótt jörð var í 12 daga.
Auð jörð því í 0 daga.
Mesta snjódýpt mældist 21 cm þann 8.
Meðalhiti við jörð var -2,78 stig. (í febrúar 2010:-3,82 stig.)
Sjóveður:Sjóveður var nokkuð rysjótt í mánuðinum,en samt nokkrir góðir eða sæmilegir dagar inná milli.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.