Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. febrúar 2011

Rommkópar - tálbeita hákarlamanna.

Hákarl sem veiddist á fimmtudaginn síðastliðinn.
Hákarl sem veiddist á fimmtudaginn síðastliðinn.

Vegna hákarlsfréttar í gær þar sem Jón Eiríksson kom með þrjá hákarla að landi,byrti vefútgáfa Morgunblaðsins fréttina,á síðu þeirra var bloggað um fréttina þar sem talað er um hvernig menn beittu í gamla daga,sjá hér.
"Á seinni hluta nítjándu aldar kom til sögunnar ný beita sem íslenzkir hákarlamenn sögðu algjöra byltingu við veiðar á hákarli; voru það litlir selkópar vestan frá Breiðafirði, og voru þeir látnir liggja í pækli í heilu lagi í sterku íláti.

En það merkilega við þessa hákarlabeitu var það, að selkóparnir voru ekki ristir á hol, heldur voru þeir aðeins opnaðir með svolítilli stungu, þegar búið var að veiða þá, og var sterku rommi helt gegnum smuguna inn í kópinn; vínandinn samlagaðist innýflunum og blóðinu og fóru út í spikið; var þess og vandlega gætt , að rommið færi ekki út úr skrokknum aftur og vandlega saumað fyrir opið.

Þegar kóparnir voru teknir upp úr ílátinu voru þeir skornir sundur í smábeitu, og angaði af þeim lyktin er þeir voru opnaðir, enda var ekki tútt um að sumir drykkjumenn langaði til að bragða á romminu, sem inn í þeim var, ef þeir voru alveg vitundarlausir af brennivíni. - Þetta voru nefndir rommkópar og voru þeir einhver hin allra mesta tálbeita fyrir hákarl;.
Heimild Theodór Friðriksson.
Bloggið er hér.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. febrúar 2011

Fyrstu hákarlarnir í land.

Báturinn Snorri ST-24 og Jón Eiríksson aftur í skut.
Báturinn Snorri ST-24 og Jón Eiríksson aftur í skut.
1 af 3
Jón Eiríksson frá Víganesi kom með að landi í gær á bátnum Snorra ST-24 til Norðurfjarðar þrjá hákarla sem hann fékk á hákarlalóðir sem hann lagði á sunnudaginn 7 febrúar og voru það fyrstu lóðirnar sem hann lagði í vetur.

Í gær var svona sæmilegt orðið aftur í sjóinn og var þá athugað með lóðirnar og voru komnir þrír hákarlar á.

Þetta voru svona sæmilega stórir hákarlar allt frá svona 500 kg til 700 kg.

"Jón segir þetta lofa góðu um hákarlagengd á miðum úti fyrir Ströndum og segist vonast til að fá fleiri hákarla enn í fyrra;.Jón verkar hákarlinn allan sjálfur og selur í heilum lykkjum eða í kílóavís,enda er hákarlinn mjög vinsæll hjá honum,nú er hann að vona að fiskist nóg í framboð fyrir næstu neyslu fyrir þorrablótin 2012.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. febrúar 2011

Stormviðvörun.

Hvítfixandi sjór mun verða í nótt og morgun í aflandsvindi
Hvítfixandi sjór mun verða í nótt og morgun í aflandsvindi
Veðurstofan varar við stormi sunnan og vestanlands undir kvöld og ofsaveðri, allt að 30 m/s í fyrramálið. Einnig varar Veðurstofan við stormi norðan- og austanlands í nótt og á morgun.Veðurspáin hljóðar svo:
Vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s og rigning S- og V-lands síðdegis, en hægara og þurrt NA-lands. Suðaustan 18-23 SV-til í kvöld, en 23-30 þar seint í nótt og í fyrramálið. Suðaustan 18-23 og víða rigning á morgun, en slydda NA-lands. Dregur heldur úr vindi SV-lands seinni partinn. Töluverð rigning á SA-landi á morgun. Hægt hlýnandi veður og hiti víða 1 til 6 stiga hiti undir kvöld, en vægt frost í innsveitum NA-til til fyrramáls
.

Veðurathugunarmaðurinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík vill bæta við af reynslu í SA áttum,að ótrúlegt er að þetta veður nái á Strandir nema að vindur verði Suðlægari enn spáð er nema á stöku stað.Einnig vill veðurathugunarmaður ekki gera lýtið úr þeyrri veðurspá sem spáð er hér á Sröndum af  VÍ ,ef vindur nær sér upp á annað borð hér um slóðir,þá gæti farið svo að versta veðrið yrði hér í fyrramálið og á morgun.Allir eru beðnir að fara varlega í hálkunni og helst að vera ekkert á ferðinni í kvöld og fram á dag á morgun.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. febrúar 2011

Opnunartímar hjá félagsmálastjóra.

Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri.
Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri.

Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps, Hildur Jakobína Gísladóttir, er með opnunartíma fyrir íbúa Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps sem hér segir:
Hólmavík: Skrifstofa félagsmálastjóra, 2.hæð Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3.
Mánudagar: 9:30 - 15:00
Miðvikudagar 9:30 - 15:00
Fimmtudagar 9:30 - 12:00
Reykhólum:Skrifstofa sveitarfélagsins,Maríutröð 5.Þriðjudagar: 10:00 - 15:00. Viðvera félagsmálastjóra í Kaldrananeshreppi og Árneshreppi verður auglýst sérstaklega. Allir íbúar sveitarfélaganna fjögurra geta nýtt sér opnunartíma félagsmálastjóra á Hólmavík og Reykhólum. 
Einnig er hægt að ná í félagsmálastjóra á opnunartíma í síma 451 - 3510 og í síma 842-2511.
Segir á vef Strandabyggðar.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. febrúar 2011

Tóku jörðina Stóru-Ávík á leigu.

Önnur gjafgrindin.Mynd Pálína Hjaltadóttir.
Önnur gjafgrindin.Mynd Pálína Hjaltadóttir.
1 af 4
Fjármestu bændur í Árneshreppi eru Gunnar Dalkvist og Pálína Hjaltadóttir í Bæ í Trékyllisvík hér í Árneshreppi.

Þau eru með um 660 kindur á fóðrum og hafa verið að fjölga undanfarin ár.

Í sumar síðastliðið tóku þau jörðina Stóru-Ávík á leigu það er fjárhús rekann og tún,en hafa nytjað tún þar undanfarin ár.

Nú í haust og vedur hafa Gunnar og Palla gert talsverðar endurbætur vegna fjárhúsanna í Stóru-Ávik,eins og að láta grafa fyrir nýjum vatnsbrunni og leggja nýjar vatnslagnir í fjárhúsin þar.Einnig fóru þau í að skipta um grindur og settu gjafagrindur fyrir féð.Einnig var settur stálbiti úr hlöðu og í fjárhús,þar sem rúllur eru teknar og færðar fram í gjafagrindur með talíu sem er í hlaupaketti allt rafstýrt.

Það er margt en sem þau eiga eftir að gera segja þau Palla og Gunni,eins og að klára að skipta um grindur og speli og útbúa fyrir sauðburðaraðstöðu í hluta fjárhúsanna þar sem lambfé verður í vor.

Nú eru þau komin með yfir hundrað kindur í fjárhúsin í Stóru-Ávík en geta haft fleiri.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. febrúar 2011

Vantar ýsukvóta.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.

Sjómenn við Steingrímsfjörð á Ströndum segjast ekki getað róið lengur vegna skorts á ýsukvóta og skora á sjávarútvegsráðherra að bæta við kvótann og liðka fyrir framsali þegar í stað.

Þeir benda á að mikil ýsugengd hafi verið í Húnaflóa undanfarin ár, nokkuð sem ekki þekktist á viðmiðunarárum kvótans. Þar af leiðandi sé ýsukvóti bátanna í engu samræmi við ýsugengd á fiskislóð þeirra.

Nú er svo komið að ekki er hægt að róa vegna skorts á ýsukvóta. Leiguverð á ýsukvóta hefur hækkað verulega og framboð á leigukvóta er lítið sem ekkert,segir í ályktuninni.

Fram kemur að við Steingrímsfjörð starfi ríflega 20 útgerðir, tvö fyrirtæki í vinnslu á bolfisk og fiskmarkaður. Þessi fyrirtæki séu grunnstoðir byggðarlagsins.
Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. febrúar 2011

Eignuðust barn í bæli á Ströndum.

Drangavík á Ströndum.
Drangavík á Ströndum.

Rannsókn á áður ókunnum skjölum um útileguhjúin Fjalla-Eyvind og Höllu hefur m.a. leitt í ljós að þau eignuðust barn í útilegubæli í Drangavíkurfjalli á Ströndum í mars árið 1763, skömmu áður en þau voru handtekin fyrir sauðaþjófnað og dæmd til ævilangrar refsivistar. Áður en til þess kom struku þau. Lík af ungbarninu fannst í bælinu eftir handtökuna, en barnið lifði aðeins í tvo daga.

Björk Ingimundardóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafninu, komst að þessu er hún fór að rýna í skjöl um yfirheyrslur yfir þeim hjúum, sem fram fóru í Árnesi í Trékyllisvík og á Hrófbergi við Steingrímsfjörð vorið 1763. Dómur var svo kveðinn upp í Broddanesi í Kollafirði 30. maí sama ár.

Björk segir í samtali við Morgunblaðið að til þessa hafi dvöl þeirra í Drangavíkurfjalli og líkfundur á barninu ekki verið alkunna. Það komi einnig ýmislegt fram í yfirheyrslunum sem staðfestir að þau hafi áður verið á Hveravöllum en þó ekki haft þar vetursetu. Nánar verður greint frá þessari rannsókn í grein sem Björk er að vinna fyrir tímarit Strandamannafélags Reykjavíkur, Strandapóstinn.
Þetta kemur fram á Morgunblaðsvefnum og einnig er umfjöllun um þetta í Morgunblaðinu í dag.
Nánar á netútgáfu Morgunblaðsins.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. febrúar 2011

Loks flogið á Gjögur.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Loks tókst að fljúga á Gjögur í dag en ekki hefur verið hægt að fljúga þangað fyrr í vikunni vegna veðurs,síðast var flogið þangað fimmtudaginn 27 janúar.

Þannig að nú kom viku póstur,vörur komu í Kaupfélagið og farþegar komu að sunnan.

Þannig nú ætti fólk að hafa nóg að lesa yfir komandi helgi.

Vegur var mokaður frá Gjögri og til Norðurfjarðar,ófært er til Djúpavíkur og suðurúr.

Sæmilegasta veður var í dag skýjað og hægur vindur.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. febrúar 2011

Alltaf ótíð.

Litla-Ávík.Ótíð er búin að vera og ekkert flug í viku.
Litla-Ávík.Ótíð er búin að vera og ekkert flug í viku.
Þessa viku er óhætt að segja með sanni að rysjótt veðurfar hafi verið og er,helst lítur út fyrir eftir veðurspám að slakki eitthvað í veðrinu á laugardag og verði sæmilegt fram yfir næstu helgi.

Ekkert hefur verið hægt að fljúga til Gjögurs þessa viku,en síðast var flogið þangað á fimmtudaginn 27 janúar og ekkert útlit fyrir að hægt verði að fljúga fyrr en á morgun í fyrsta lagi eða jafnvel ekki fyrr en á laugardag.

Í dag er Suðvestan stormur með éljum og hárenning (skafrenning) og miklum stormkviðum.

Svona fljótt á litið hafa kviður farið upp í  34 m/s á Gjögurflugvelli og í Litlu-Ávík uppí 32 m/s þótt jafnavindur sé ekki meiri enn 20 til 23 m/s.Frostið í dag hefur verið -1 til -3 stig.

Suðvestanáttin er alltaf slæm hér um slóðir,mjög kviðótt og vindur mjög misjafn.

Versta veðrið var í morgun og fram á hádegið aðeins hægari er nú um miðjan dag en á að hvessa aftur í kvöld.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. febrúar 2011

Nýjar fréttir af Fjalla-Eyvindi og Höllu.

Bærinn í Drangavík 18-04-2008.
Bærinn í Drangavík 18-04-2008.
Fyrir skömmu komu í leitirnar á Þjóðskjalasafni áður ókunn skjöl um veru Eyvindar og Höllu í Drangavíkurfjalli á Ströndum, barnsfæðingu þar og handtöku vorið 1763. Einnig réttarhöld yfir þeim í Árnesi í Trékyllisvík og á Hrófbergi við Steingrímsfjörð sama vor og dómur sem upp var kveðinn á Broddanesi í Kollafirði 30. maí sama ár. Kjartan Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður og ritstjóri, heldur fyrirlestur um þessa merku uppgötvun undir titlinum Nýjar fréttir af Fjalla-Eyvindi á Ströndum. Fyrirlesturinn verður í Skelinni-Þjóðfræðistofu laugardaginn 5 febrúar kl 16:00,og heitt verður á könnunni og allir velkomnir.Frá þessu er sagt á Strandir.is

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Sumt þarf að flytja í traktorsskóflum.06-09-08.
  • Söngur.
  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
  • Fell-06-07-2004.
  • Súngið af mikilli raust.
  • Hafís útaf Reykjanesi.
Vefumsjón