Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. mars 2011
Prenta
Sauðburður á Góu.
Ærin Blaðka sem er sjö vetra bar einu hrútlambi á Bæ í Trékyllisvík í dag.
Hún hefur komist í hrút um eða fyrir 20 október en þá voru hrútarnir teknir inn að sögn Gunnars Dalkvist bónda í Bæ.
Heimasæturnar í Bæ þær Aníta Mjöll og Magnea Fönn Gunnarsdætur eru hæstánægðar með sauðburðinn.
Myndir með frétt tók Pálína Hjaltadóttir í Bæ.
PS:
Morgunin 11-03 þegar komið var í húsin daginn eftir var ærin Blaðka orðin tvílembd og komin með gimbur í viðbót.