Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. mars 2011

Grunnskólinn á Hólmavík býður Finnbogastaðaskóla í skólaheimsókn.

Nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla.
Nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla.
Grunnskólinn á Hólmavík bauð nemendum og starfsfólki Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi í skólaheimsókn þessa viku. Í Finnbogastaðaskóla eru fjórir nemendur en skólinn er einn minnsti skóli landsins. Nemendurnir, Þórey Ingvarsdóttir í 1. bekk, Kári Ingvarsson í 4. bekk, Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir í 5. bekk og Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í 8. bekk, munu sitja kennslustundir með nemendum á Hólmavík og fara á dansnámskeið Jóns Péturs í Félagsheimilinu þar. Opnað var norður í Árneshrepp í gær og kom hópurinn í kjölfar moksturstækjanna til Hólmavíkur.Heimsóknin er frábært tækifæri fyrir nemendur bæði í Strandabyggð og Árneshreppi til að kynnast hvert öðru og ólíkum aðstæðum, auk þess sem samskipti milli grunnskóla er mikilvægur liður í  þróun skólastarfs.

Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. mars 2011

Strandagangan var um helgina.

Frá Strandagöngunni.Mynd Ingimundur Pálsson.
Frá Strandagöngunni.Mynd Ingimundur Pálsson.
17.Strandagangan var haldin um helgina í Selárdal í ágætu veðri.Alls tóku 82 þátt í göngunni og komu víða af landinu, Húsavík, Akureyri, Ólafsfirði, Siglufirði, Súðavík, Ísafirði og höfuðborgarsvæðinu.Allir þeir sem komu að framkvæmd göngunnar fá kærar þakkir fyrir, og má segja að allt hafi gengið eins og í sögu við framkvæmd göngunnar.Kaupfélag Steingrímsfjarðar fær þakkir fyrir stuðninginn við gönguna, en Kaupfélagið hefur verið styrktaraðili göngunnar frá upphafi.

Sigurbjörn Þorgeirsson frá Ólafsfirði kom fyrstur í mark í 20 km göngunni og fékk því hinn stórglæsilega Sigfúsarbikar til varðveislu næsta árið. Sigurbjörn vann öruggan sigur í göngunni, en hann tók forustuna strax í upphafi og hélt henni alla leið. Næstur í mark var annar Ólafsfirðingur Kristján Hauksson rúmlega mínútu á eftir Sigurbirni.

Úrslit má sjá á vef Skíðafélags Strandamanna.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. mars 2011

Rok-ofsaveður –fárviðri.

Hvítfixandi sjór er í ofsaveðrinu.Myndasafn.
Hvítfixandi sjór er í ofsaveðrinu.Myndasafn.
Nú er stormur og eða rok af Suðvestri og kviður fara yfir það sem telst fárviðri eða yfir 12 vindstig samkvæmt gamla vindskallanum.

Lemjandi rigning er með þessu ofsaveðri þótt úrkoman skili sér illa í úrkomumælinn.

Vindur hefur verið á veðurstöðinni í Litlu-Ávík í morgun frá 24 til 29 m/s í jafnavind,kl 06:00 var 29 m/s og kl 09:00 var vindur 24 m/s og líka á sjálfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli,þar mældist mesta kvið kl 04:00 í nótt eða 52 m/s.

Í Litlu-Ávík hefur mælst mesta kviða 41 og 46 m/s.Þetta er versta Suðvestan veðrið sem hefur komið hér um slóðir í vetur.

Veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík hafði litla sem enga svefnnótt í nótt,fyrir rokinu og stormkviðum.

Spáð er áframhaldandi Suðvestan stormi í kvöld og fram á dag á morgun,þótt eittvað dragi úr ofsanum.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. mars 2011

Þrír bátar koma að vestan.

Snorri ST-24.
Snorri ST-24.
1 af 3
Það munu koma þrír bátar frá Vestfjörðum á grásleppu og gera út frá Norðurfirði.

Það eru þeyr Kristján Andri Guðjónsson á bátnum Sörla ÍS-66 og Ægir Hrannar Thorarensen á bátnum Unnari ÍS-300,og einnig kemur bátur frá Súðavík.

Einnig gerir Jón Eiríksson bátinn Snorra ST-24 út á grásleppu frá Norðurfirði.

Kristján Andri og Ægir segjast ekki byrja fyrr enn undir mánaðarmótin mars apríl ef veður leyfir þá enda eru alltaf miklar umhleypingar í veðri og virðist vera svo áfram.

Leyfisdagar eru nú 50 í stað 62 í fyrra og hefur fækkað um tólf daga.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 13. mars 2011

Opnað í Árneshrepp.

Veghefill við snjómokstur.
Veghefill við snjómokstur.
1 af 2
Veghefill er nú á leið norður í Árneshrepp að opna veginn,að sögn vegagerðarmanns hjá Vegagerðinni á Hólmavík var hefillinn komin á Veiðileysuháls um þetta leyti þegar þetta er skrifað,lítill snjór var á leiðinni þangað en reiknað er með meyri snjó í Kúvíkurdalnum og í kleifunum og út með Reykjarfirðinum og á Kjörvogshlíðinni.

Vegurinn verður einnig hreinsaður á morgun ef þurfa þykir.

Síðast var opnað laugardaginn 5 mars fyrir um viku síðan,enn sú færð spilltist fljótt.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. mars 2011

Vígdís skrifar á Ströndum.

Vigdís Grímsdóttir við ritstörf í Kaffi Norðurfirði.
Vigdís Grímsdóttir við ritstörf í Kaffi Norðurfirði.
Rithöfundurinn  Vígdís Grímsdóttir hefur dvalist nú í vetur í Árneshreppi og er við skriftir,en hún vinnur nú að nýrri skáldsögu.

Þetta er annar veturinn sem hún hefur dvalist í Árneshreppi,hún hefur aðstöðu í sama húsi og Kaffi Norðurfjörður er í,en þar er sveitarfélagið Árneshreppur með tvö herbergi til útleigu ásamt eldunaraðstöðu og snyrtingu.

Vígdís hefur síðan aðstöðu í veitingasalnum,en Kaffi Norðurfjörður er lokaður yfir veturinn.

Vígdís segist líka vel að vera í fámenninu í sveitinni og geta farið út að ganga þegar hún vill og hlaða batteríin í hreina loftinu.Vígdís vill alls ekki gefa upp hvað hin nýja bók heitir né um hvað hún fjalli,en hún segir þó að hún gerist ekki í Árneshreppi.Ennfremur vonast hún að hin nýja bók komi út fyrir næstu jól!

Eins og kunnugt er hefur Vígdís Grímsdóttir fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf sín,og bækur hennar þýddar á önnur tungumál.Hún var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1989 fyrir Ég heiti Ísbjörg,ég er ljón, 1996 fyrir Z, og 2007 fyrir Söguna um Bíbí Ólafsdóttur. Verðlaun hlaut hún árið 1994 fyrir Grandaveg 7.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. mars 2011

Flogið í dag á Gjögur.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir flugu til Gjögurs rétt fyrir hádegið í dag,en ekki var flugfært þangað í gær vegna veðurs.

Næsta áætlunarflug til Gjögurs er næstkomandi  mánudag 14 mars.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. mars 2011

Veiði á svæði D mátti byrja í gær.

Bátur vitjar um grásleppunet rétt við Hjallskerin við Ávíkina.
Bátur vitjar um grásleppunet rétt við Hjallskerin við Ávíkina.
Grásleppuveiði  mátti byrja í gær þann 10 mars á veiðisvæði D,sem er Húnaflóasvæðið sem er frá Horni að Skagatá,og er veiðitímabilið 10.mars til 5.júlí.Nú hefur veiðitímabilið verið stytt um 12 daga eða úr 62 dögum í 50 daga.

Til stendur að tveir til þrír bátar komi að vestan og geri út á grásleppu frá Norðurfirði og allavega tveir heimabátar.Jón Eiríksson á bátnum Snorra ST-24 er tilbúin að leggja grásleppunetin þegar veður leyfir.

Ekkert sjóveður hefur verið og í gær var haugasjór og einnig í dag.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. mars 2011

Sauðburður á Góu.

Systurnar Aníta og Magnea með nýfædda hrútlambið.
Systurnar Aníta og Magnea með nýfædda hrútlambið.
1 af 2
Ærin Blaðka  sem er sjö vetra bar einu hrútlambi á Bæ í Trékyllisvík í dag.

Hún hefur komist í hrút um eða fyrir 20 október en þá voru hrútarnir teknir inn að sögn Gunnars Dalkvist bónda í Bæ.

Heimasæturnar í Bæ þær Aníta Mjöll og Magnea Fönn Gunnarsdætur eru hæstánægðar með sauðburðinn.
Myndir með frétt tók Pálína Hjaltadóttir í Bæ.
PS:
Morgunin 11-03 þegar komið var í húsin daginn eftir var ærin Blaðka orðin tvílembd og komin með gimbur í viðbót.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. mars 2011

Flugi afýst á Gjögur.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugi hefur nú verið aflýst á Gjögur í dag vegna veðurs mjög hvöss Norðanátt er og gengur á með mjög dimmum éljum.Og þetta er slæm  vindstefna á flugbrautina á Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir mun athuga með flug til Gjögurs á morgun.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Borgarísjakinn við Lambanes 30-09-2017.
  • 29-12-2010.Borgarísjakinn Jóli ca 8km A af Reykjaneshyrnu.Myndin tekin á Reykjanesi.
  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
Vefumsjón