Vigdís Grímsdóttir við ritstörf í Kaffi Norðurfirði.
Rithöfundurinn Vígdís Grímsdóttir hefur dvalist nú í vetur í Árneshreppi og er við skriftir,en hún vinnur nú að nýrri skáldsögu.
Þetta er annar veturinn sem hún hefur dvalist í Árneshreppi,hún hefur aðstöðu í sama húsi og Kaffi Norðurfjörður er í,en þar er sveitarfélagið Árneshreppur með tvö herbergi til útleigu ásamt eldunaraðstöðu og snyrtingu.
Vígdís hefur síðan aðstöðu í veitingasalnum,en Kaffi Norðurfjörður er lokaður yfir veturinn.
Vígdís segist líka vel að vera í fámenninu í sveitinni og geta farið út að ganga þegar hún vill og hlaða batteríin í hreina loftinu.Vígdís vill alls ekki gefa upp hvað hin nýja bók heitir né um hvað hún fjalli,en hún segir þó að hún gerist ekki í Árneshreppi.Ennfremur vonast hún að hin nýja bók komi út fyrir næstu jól!
Eins og kunnugt er hefur Vígdís Grímsdóttir fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf sín,og bækur hennar þýddar á önnur tungumál.Hún var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1989 fyrir Ég heiti Ísbjörg,ég er ljón, 1996 fyrir Z, og 2007 fyrir Söguna um Bíbí Ólafsdóttur. Verðlaun hlaut hún árið 1994 fyrir Grandaveg 7.