Opið hús hjá Strandabyggð og Þróunarsetri.
Segir á vef Strandabyggðar.
Í vikunni sem var að líða var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Mánudaginn 21. mars valt bíll í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði. Um minni háttar meiðsl var að ræða. Bifreiðin var óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.
Miðvikudaginn 23. mars ók bíll á ljósastaur í Bæjarbrekkunni á Ísafirði, farþegi kenndi sér eymsla og fór á sjúkrahúsið til skoðunar.
Föstudaginn 25. mars var ekið utan í hjólreiðamann á Mánagötu á Ísafirði. Um minni háttar meiðsl var að ræða.
Þrír voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni í nágrenni við Hólmavík, sá sem hraðast ók þar var mældur á 114 km/klst, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Að öðru leiti gekk umferð vel í umdæminu í liðinni viku.
Sunnudaginn 27. mars var kveikt í strætisvagnaskýli við Hreggnasa í Ísafjarðarbæ. Ekki var um miklar skemmdir að ræða og telst málið upplýst, um var að ræða unga dregni sem þar voru að verki. Skemmdir voru unnar í anddyri á húsi við Aðalstræti á Ísafirði um helgina, ekki er vitað hver/hverjir þar voru að verki.
Lögregla vill koma því á framfæri að undanfarið hefur borið á því að ungir ökumenn hafa verið með glannaakstur á hafnarsvæðinu á Ísafirði. Vart þarf að fjölyrða um það hvað gæti komið þar fyrir og vill lögregla biðja foreldra og forráðamenn ungra ökumanna að brýna fyrir börnum sínum, sem komin eru með ökuréttindi, hættuna sem af þessu getur stafað.
Segir í frétt frá lögreglunni á Vestfjörðum.
Þegar þyrla gæslunnar fór í ísflug á miðvikudaginn 23. mars var ísröndin næst landi á þessum stöðum:56 sml frá Látrabjargi, 38 sml frá Barða, 38 sml frá Kögri og 50 sml frá Hornbjargi.
Samkvæmt ljósmyndinni sem var tekin klukkan 13:22 í dag er greinilegt að ísinn hefur færst nær.
Skip og bátar sem eru á þessum svæðum eru beðnir að láta hafísdeild Veðurstofu Íslands vita um hafís eða jaka.
Hann er sá fyrsti sem leggur grásleppunet sem gerir út frá Norðurfirði.
Ekki er vitað annað enn að báturinn frá Súðavík sem ætlar að gera einnig út frá Norðurfirði komi í dag,og mun því fara að leggja netin einnig.
Ægir Hrannar Thorarensen á bátnum Unnari ÍS-300,kemur um mánaðarmótin.
Jón Eiríksson á bátnum Snorra ST-24 segist leggja um helgina eða eftir helgina ef veður verður þá gott áfram.
Ágætis veður er í dag og gott í sjóinn og,lítur sæmilega út með veður næstu daga.
Í gær fór þyrla Landhelgisgæslunar í ísleiðangur og var flogið norður með Vestfjörðum. Komið var að ísröndinni út af Látrabjargi og henni fylgt til norðausturs.
Var ísinn 7-9/10 að þéttleika og sást greinileg nýmyndun inn á milli þar sem hann var gisnari. Ekki var að sjá stóra jaka eða borgarísjaka í jaðri ísins svo gera má ráð fyrir að hann sjáist ekki vel á ratsjá. Út frá ísröndinni sáust nokkrar ísdreifar og voru teknir staðir á þeim.
Ísröndin var næst landi:
56 sml frá Látrabjargi.
38 sml frá Barða.
38 sml frá Kögri.
50 sml frá Hornbjargi.
Veður: V 10-23 hnútar léttskýjað og gott skyggni.
Nánar á vef Landhelgisgæslunnar.
Á málþinginu munu fræðimenn stíga á stokk og varpa ljósi á nýjustu rannsóknir og miðlun á húmor. Rætt verður um hin ýmsu form húmors, svo sem brandara, uppistand, satíru og íroníu ásamt margvíslegri iðkun þeirra í daglegu lífi. Fjallað verður um húmor sem valdatæki í baráttu þjóðfélagshópa og ýmsar birtingarmyndir húmors í bókmenntum, fjölmiðlum, ljóð- og myndlist. Í sérstakri málstofu verður rætt um húmor jaðars og miðju; þéttbýlis og dreifbýlis; valdahópa og þeirra valdaminni. Nemendur eru sérstaklega velkomnir og stendur til boða að sitja málþingið og skrifa um það námsritgerðir í samstarfi við fyrirlesara. Á meðal fyrirlesara og listamanna verða Íris Ellenberger, Ása Ketilsdóttir, Kristinn Schram, Þorsteinn Guðmundsson, Jón Jónsson, Kolbeinn Proppé, Kristín Einarsdóttir og fulltrúar Mið-Íslands og Uppstöðufélagsins.
Auk fræðilegrar dagskrár verður meðal annars á boðstólnum barþraut (pub quiz) um íslenska kímni, kvikmyndasýning á heimildamyndinni Uppistandsstelpur og heilmikil uppistandsdagskrá. Auk þess verður í annað sinn efnt til grínkeppninnar sívinsælu Orðið er laust.
Sætaferðir frá Reykjavík verður laugardagsmorgun 2. apríl.
Dagskrá auglýst nánar á næstu dögum. Áhugasamir hafi samband í
dir@icef.is
eða í síma 8661940.
Þetta kemur fram á vef Þjóðfræðistofu.
Lítil ull kemur af hverri kind.Aðalklipping á fénu var í haust um leið og fé var tekið inn á gjöf.
Bændur hafa rúið sitt fé sjálfir hér í Árneshreppi,heldur enn að kaupa vinnu við það.
Snoðullin fer ekki frá bændum í ullarstöðina hjá Ístex á Blönduósi fyrr enn næsta haust þegar haustullin er flutt þangað.