Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. mars 2011
Prenta
Sörli ís leggur netin.
Kristján Andri Guðjónsson er nú komin á bátnum Sörla ÍS-66 til Norðurfjarðar og er að leggja grásleppunetin í dag.
Hann er sá fyrsti sem leggur grásleppunet sem gerir út frá Norðurfirði.
Ekki er vitað annað enn að báturinn frá Súðavík sem ætlar að gera einnig út frá Norðurfirði komi í dag,og mun því fara að leggja netin einnig.
Ægir Hrannar Thorarensen á bátnum Unnari ÍS-300,kemur um mánaðarmótin.
Jón Eiríksson á bátnum Snorra ST-24 segist leggja um helgina eða eftir helgina ef veður verður þá gott áfram.
Ágætis veður er í dag og gott í sjóinn og,lítur sæmilega út með veður næstu daga.