Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 26. mars 2011
Prenta
Ísinn 21 sjómílu NV frá Straumnesi.
Samkvæmt MODIS-ljósmynd frá Nasa og upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskólans þar sem Ingibjörg Jónsdóttir Dósent í landfræði hefur teiknað inn ísröndina, hefur ísinn færst nær, og er nú rúma 21 sjómílu NV frá Straumnesi þar sem hann er næst landi.
Þegar þyrla gæslunnar fór í ísflug á miðvikudaginn 23. mars var ísröndin næst landi á þessum stöðum:56 sml frá Látrabjargi, 38 sml frá Barða, 38 sml frá Kögri og 50 sml frá Hornbjargi.
Samkvæmt ljósmyndinni sem var tekin klukkan 13:22 í dag er greinilegt að ísinn hefur færst nær.
Skip og bátar sem eru á þessum svæðum eru beðnir að láta hafísdeild Veðurstofu Íslands vita um hafís eða jaka.