Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. mars 2011 Prenta

Ískönnunarflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær.

Hafís.Mynd áhöfn þyrlu LHG.
Hafís.Mynd áhöfn þyrlu LHG.

Í gær fór þyrla Landhelgisgæslunar í ísleiðangur og var flogið norður með Vestfjörðum. Komið var að ísröndinni út af Látrabjargi og henni fylgt til norðausturs.
Var ísinn 7-9/10 að þéttleika og sást greinileg nýmyndun inn á milli þar sem hann var gisnari. Ekki var að sjá stóra jaka eða borgarísjaka í jaðri ísins svo gera má ráð fyrir að hann sjáist ekki vel á ratsjá. Út frá ísröndinni sáust nokkrar ísdreifar og voru teknir staðir á þeim. 
Ísröndin var næst landi:
56 sml frá Látrabjargi.
38 sml frá Barða.
38 sml frá Kögri.
50 sml frá Hornbjargi.

Veður: V 10-23 hnútar léttskýjað og gott skyggni.
Nánar á vef Landhelgisgæslunnar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Naustvík 17-08-2008.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Storð í Trékyllisvík-06-07-2004.
  • SV hlið eldhúsmegin,SV hlið lokið.18-12-2008.
  • Við Árnesstapa 15-03-2005.
Vefumsjón