Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. apríl 2011

Þyrftum öll að vera frá Trékyllisvík.

ÖgmundurJónasson innanríkisráðherra.
ÖgmundurJónasson innanríkisráðherra.
1 af 2
Eftir fund ríkisstjórnar Íslands á Ísafirði á dögunum varð ræða sveitarstjóra Strandabyggðar Ingibjargar Valgeirsdóttur,að umhugsunarefni hjá Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra og skrifaði pistil um fundinn og varð tíðrætt um ræðu Ingibjargar á heimasíðu sinni.Látum Ögmundur hafa orðið:

Fundinn opnaði Albertína F. Elíasdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, þá kom Ásthildur Sturludóttir, sveitarstjóri úr Vesturbyggð, svo Eyrún I. Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps og Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungavíkurkaupstaðar. Lestina rak í hópi framsögumanna, Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar. Fleiri tóku til máls í umræðunum og má þar nefna Daníel Jakobsson, bæjarstjóra á Ísafirði.
Rauði þráðurinn í málflutningi sveitarstjórnarfólksins var öllum augljós: Við viljum sitja við sama borð og aðrir landsmenn í samgöngumálum, hvað varðar húshitunarkostnað, flutningskostnað og velferðarþjónustu. Ekkert meira, ekkert minna, bara sama og aðrir.

Margt var vel sagt á þessum fundi. Eftirminnileg eru orð Ingibjargar, sveitarstjóra Strandabyggðar, sem minntist æskuára sinna í Trékyllisvík. Sú vík væri ekki smá í sínum huga heldur stór og hefði farið vaxandi í vitund sinni eftir því sem á ævina hefði liðið og hún sjálf  farið víðar um heiminn. Henni mæltist á þá leið að sér fyndust forréttindi að færa ungu barni sínu þennan stað til fá rótfestu fyrir lífið. Það sem Ingibjörg Strandakona og valkyrjurnar af Vestfjöðrum voru að segja - fyrirgefið strákar, þið voruð líka flottir - var ef til vill fyrst og fremst þetta: Við megum aldrei gleyma því að alls staðar búa í fólki hæfileikar og sköpunarkraftur. Á hann má ekki stíga. Hann verður að virkja og láta blómstra okkur öllum til góðs.

Hér er svo hægt að sjá pistil Ögmundar í heild sinni.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. apríl 2011

Sameining reksturs söluskála og verslunar hjá KSH.

Í veitingasal eru stólar fyrir 60 manns.Mynd ksholm
Í veitingasal eru stólar fyrir 60 manns.Mynd ksholm
Í dag fimmtudaginn 7. apríl 2011, verður stigið stórt skref í sögu verslunar á Hólmavík þegar rekstur söluskála Kaupfélags Steingrímsfjarðar verður sameinaður verslun þess við Höfðatún 4.

Undanfarna níu mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir við verslunina þar sem reist var 150 fermetra viðbygging sem hýsir nú veitingasal og salerni. Talsverðar breytingar voru gerðar í versluninni sjálfri til að koma eldhúsi og afgreiðslulínu fyrir. Viðbyggingin sem tekin verður í notkun 7. apríl mun leysa af hólmi húsnæði sem tekið var í notkun 23. júlí 1982.

Óhætt er að segja að um talsverðar breytingar séu að ræða, sér í lagi þar sem opnunartími verslunar mun lengjast og allt aðgengi verða betra.  Í veitingasal eru stólar fyrir 60 manns sem er ríflega tvöföldun frá því sem hægt var að bjóða í fyrri skála.

Margvísleg opnunartilboð verða helgina 8.-10. apríl og verða þau kynnt betur á heimasíðunni á föstudag og í verslun.

Opnunartími mun verða sem hér segir:
Mánudaga til föstudaga: 09:00 - 22:00Laugadaga og sunnudaga: 10:00 - 22:00.
Nánar á www.ksholm.is og fleyri myndir.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. apríl 2011

Kjörfundur í Árneshreppi.

Kosið verður í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík.
Kosið verður í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík.
Kjörstaður vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave um samþykkt eða synjun laga nr.13/2011 verður þann 9.apríl laugardag og verður í félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík.

Kjörfundur hefst klukkan 10.árdegis.

Oddviti kjörstjórnar er Ingólfur Benediktsson.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. apríl 2011

Fjöldi gesta í vöffluveislu 1. apríl.

Opið hús var í Þróunarsetrinu 1 apríl með vöffluveislu.
Opið hús var í Þróunarsetrinu 1 apríl með vöffluveislu.
Fjöldi gesta lögðu leið sína í opið hús og vöffluveislu í Þróunarsetrinu 1. apríl þar sem starfsfólk setursins og sveitarstjórn Strandabyggðar tók á móti gestum og kynntu aðstöðu og starfsemi. Sveitarfélagið Strandabyggð flutti nýverið skrifstofur sínar af Hafnarbraut 19 í Þróunarsetrið að Höfðagötu 3 og er nú með öfluga starfsemi á miðhæðinni. Í Þróunarsetrinu eru einnig starfsstöðvar Þjóðfræðistofu, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Menningarráð Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Verkalýðsfélag Vestfjarða og Náttúrustofa Vestfjarða.
Frá þessu er sagt á vef sveitarfélags Strandabyggðar.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. apríl 2011

Rafmagn tekið af aftur í dag.

Frá viðgerð á Trékyllisheiði.Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Frá viðgerð á Trékyllisheiði.Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Í dag eins og í gær mun Orkubú Vestfjarða á Hólmavík taka rafmagn af í Árneshreppi frá kl 13:00 til 16:00 vegna viðhaldsvinnu á Trékyllisheiði í dag.

Verið er að endurnýja bindingar á staurum,en þær tærast með tímanum.

Unnið var í fyrra við þetta á syðrihluta heiðarinnar enn nú nyrðrihluta Trékyllisheiðar.

Vegna þessa rafmagnleysis verður útibú Sparisjóðs Strandamanna á Norðurfirði lokað í dag. En þetta er sá tími dagsins sem hann er opinn venjulega á milli eitt og fjögur.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. apríl 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 28. mars til 4. apríl 2011.

Ekkert umferðaróhapp tilkynnt í liðinni viku.
Ekkert umferðaróhapp tilkynnt í liðinni viku.

Í  liðinni viku gekk umferð í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum nokkuð vel og án óhappa, ekkert umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu, þó voru þrír ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, tveir á Ísafirði og einn í nágrenni við Hólmavík, sá sem hraðast ók, var mældur á 111 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Skemmtanahald gekk nokkuð vel fyrir sig um liðna helgi, eitthvað var um pústra milli manna og ein líkamsárást var tilkynnt til lögreglu.

Nú eykst umferð reiðhjólamanna með hækkandi sól, því vill lögregla  koma á framfæri ábendingum til foreldra og forráðamann barna og unglinga um gildi þess að nota reiðhjólahjálma, en eitthvað ber á því að hjálmanotkun sé ábótavant.
Segir í tilkynningu frá lögreglu.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. apríl 2011

Rafmagn tekið af eftir hádegið.

Viðgerð á Trékyllisheiði.Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Viðgerð á Trékyllisheiði.Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík mun taka rafmagn af í Árneshreppi nú eftir hádegið eitthvað fram eftir degi vegna viðhaldsvinnu á Trékyllisheiði í dag.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. apríl 2011

Yfirlit yfir veðrið í Mars 2011.

Tjón varð á gömlu vindmyllunni á Gjögri í óveðrinu 14 mars.
Tjón varð á gömlu vindmyllunni á Gjögri í óveðrinu 14 mars.
1 af 4
Veðrið í Mars 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með Suðvestanáttum eða Suðlægum fram til 8.mánaðar,síðan Norðan og NA fram til 11.með nokkru frosti.

Síðan gerði Suðvestanáttir aftur fram til 18.Síðan voru Suðvestanáttir eða Austlægar vindáttir á víxl,síðustu daga mánaðar var hægviðri með breytilegum vindáttum.Mánuðurinn var mjög kaldur í heild.Þann 3. gerði Suðvestan hvassviðri og eða storm með miklum kviðum uppí 31 m/s.Þann 6 gerði einnig Suðvestan hvassviðri og eða storm og rok með kviðum allt uppí 30 m/s.Norðan hvassviðri var þann 10.með mjög dimmum éljum.

Þann 14 gerði Suðvestan storm,rok og ofsaveður kviður fór allt uppí 46 m/s og á Gjögurflugvelli mældist kviða í 51m/s.

Tjón varð í Suðvestan veðrinu þann 14,gömul hlaða fauk við Víganes og á Grænhóli fauk járn af hlöðu og gafl.Á Gjögri kengbognaði gömul vindmilla.Foktjón varð einnig á Norðurfirði,þar sem rúður brotnuðu og gámar fuku á geymslusvæði við bryggjuna þar.Vindur náði 12 vindstigum (eldra mæligildi) í kviðum þann 14 mars.

 

Dagar eða vikur.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 31. mars 2011

Norðurfjarðarhöfn 1968.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
Á vef Siglingastofnunar undir hafnir og síðan undir gjaldskrá hafna,í eigu sveitarfélaga án sérstaklegrar hafnarstjórnar, er hægt að sjá gjaldskrá hafna, þar þá meðal gjaldskrá fyrir Norðurfjörð síðan 03-10-1968.

Hafnarreglugerð fyrir Norðurfjarðarhöfn: Í fyrsta kafla segir:Takmörkun hafnarinnar-Norðurfjarðarhöfn tekur yfir Norðurfjörð innan línu sem hugsast dregin úr Bergistanga norðanmegin fjarðarins í Urðarnes sunnan megin fjarðarins.

Í öðrum kafla segir um stjórn hafnarinnar:

Gjöld þau, sem ákveðin eru í reglugerð þessari, skulu renna í hafnarsjóð Norðurfjarðarhafnar og skal honum varið til greiðslu kostnaðar við rekstur hafnarinnar, til þess að gera umbætur á höfninni, til byggingar mannvirkja, er höfninni tilheyra. Hafnarnefnd Norðurfjarðarhafnar skipa þrír menn, sem hreppsnefnd Árneshrepps kýs til fjögurra ára í senn. Hafnarnefnd hefur á hendi innheimtu hafnargjalda og reikningsskil fyrir hafnarsjóð. Kosning í hafnarnefnd skal jafnan fylgja hreppsnefndarkosningum.Hafnarnefnd skal sjá um, að reglugerð þessari sé hlýtt og stjórna hafnarsjóðnum með eftirliti hreppsnefndar.Hreppsnefnd veitir fé úr sjóðnum til umræddra framkvæmda eftir tillögum hafnarnefndar, og ber ábyrgð á sjóðnum sem öðrum eignum hreppsins.Reikningur hafnarsjóðs skal fylgja sveitarsjóðsreikningum og endurskoðast og úrskurðast ásamt þeim.

Í fjórða kafla um lestargjöld segir:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. mars 2011

Opið hús hjá Strandabyggð og Þróunarsetri.

Þróunarsetrið á Hólmavík.
Þróunarsetrið á Hólmavík.
Föstudaginn 1. apríl  verður opið hús milli kl. 15:00 og 17:00 í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Boðið verður upp á kaffisopa og vöfflur fyrir gesti og gangandi og starfsmenn segja frá starfsemi sinna stofnanna og fyrirtækja. Ekki er langt síðan Strandabyggð flutti höfuðstöðvar sínar í húsið, en sveitarfélagið rekur nú öfluga starfsemi í fimm skrifstofum á miðhæðinni. Auk þess eru Menningarráð Vestfjarða, Náttúrustofa Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Þjóðfræðistofa á Ströndum með skrifstofuaðstöðu í Þróunarsetrinu. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að líta við og kynna sér starfsemina og hina nýju aðstöðu Strandabyggðar. 
Segir á vef Strandabyggðar.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Úr sal.Gestir.
  • Jón Guðbjörn les af hitamælum.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Litla-Ávík.
Vefumsjón