Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. mars 2011

Sörli ís leggur netin.

Sörli ÍS-66 á Norðurfirði.
Sörli ÍS-66 á Norðurfirði.
1 af 2
Kristján Andri Guðjónsson er nú komin á bátnum Sörla ÍS-66 til Norðurfjarðar og er að leggja grásleppunetin í dag.

Hann er sá fyrsti sem leggur grásleppunet sem gerir út frá Norðurfirði.

Ekki er vitað annað enn að báturinn frá Súðavík sem ætlar að gera einnig út frá Norðurfirði komi í dag,og mun því fara að leggja netin einnig.

Ægir Hrannar Thorarensen á bátnum Unnari ÍS-300,kemur um mánaðarmótin.

Jón Eiríksson á bátnum Snorra ST-24 segist leggja um helgina eða eftir helgina ef veður verður þá gott áfram.

Ágætis veður er í dag og gott í sjóinn og,lítur sæmilega út með veður næstu daga.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. mars 2011

Tíminn nýr vefmiðill.

Vefsíðan Tíminn .is
Vefsíðan Tíminn .is
Tíminn.is, íslenskur fréttamiðill, opnaði nýjan vef sinn miðvikudaginn 23 mars. Vefurinn  www.timinn.is er í eigu Útgáfufélags Tímans ehf, en ritstjóri er Valur Jónatansson sem er Vestfirðingur.
Valur segir í viðtali við mbl.is að stefna síðunnar sé að leggja áherslu á innlendar fréttir. Ritstjórinn segir að Tíminn ætli ekki að fara í samkeppni við stóra fréttamiðla á borð við mbl.is og vísi.is. Er ætlunin að skapa vefnum sérstöðu með mikilli umfjöllun utan af landi. Valur segir að meðal annars verði stuðst við héraðsfréttamiðla við fréttaöflun.
Margir kannast við einkennismerki og nafn vefsins. Valur segir að það sé ágætt að endurvekja Tímann. Lesendur kannist við nafnið.
Framsóknarflokkurinn á nafnið og lénið, en útgáfufélagið leigir það af flokknum. Þessi vefur er þó ekki rekinn af Framsóknarflokknum. „Að öðru leyti er þetta ekki tengt Framsóknarflokknum. Þetta á algjörlega að vera hlutlaus vefur, opinn öllum og óháður," segir Valur,við mbl.
Nánar hér á mbl.is
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. mars 2011

Ískönnunarflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær.

Hafís.Mynd áhöfn þyrlu LHG.
Hafís.Mynd áhöfn þyrlu LHG.

Í gær fór þyrla Landhelgisgæslunar í ísleiðangur og var flogið norður með Vestfjörðum. Komið var að ísröndinni út af Látrabjargi og henni fylgt til norðausturs.
Var ísinn 7-9/10 að þéttleika og sást greinileg nýmyndun inn á milli þar sem hann var gisnari. Ekki var að sjá stóra jaka eða borgarísjaka í jaðri ísins svo gera má ráð fyrir að hann sjáist ekki vel á ratsjá. Út frá ísröndinni sáust nokkrar ísdreifar og voru teknir staðir á þeim. 
Ísröndin var næst landi:
56 sml frá Látrabjargi.
38 sml frá Barða.
38 sml frá Kögri.
50 sml frá Hornbjargi.

Veður: V 10-23 hnútar léttskýjað og gott skyggni.
Nánar á vef Landhelgisgæslunnar.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. mars 2011

Þriðja Húmorsþingið á Ströndum.

Kristinn Schram verður einn fyrirlesara.Mynd strandir.is
Kristinn Schram verður einn fyrirlesara.Mynd strandir.is
Þriðja Húmorsþing Þjóðfræðistofu verður haldið 1. og 2. apríl. Húmorsþingið er bæði vetrarhátíð og málþing um húmor sem fræðilegt viðfangsefni. Það er nú haldið í þriðja sinn á Ströndum.

Á málþinginu munu fræðimenn stíga á stokk og varpa ljósi á nýjustu rannsóknir og miðlun á húmor. Rætt verður um hin ýmsu form húmors, svo sem brandara, uppistand, satíru og íroníu ásamt margvíslegri iðkun þeirra í daglegu lífi. Fjallað verður um húmor sem valdatæki í baráttu þjóðfélagshópa og ýmsar birtingarmyndir húmors í bókmenntum, fjölmiðlum, ljóð- og myndlist. Í sérstakri málstofu verður rætt um húmor jaðars og miðju; þéttbýlis og dreifbýlis; valdahópa og þeirra valdaminni. Nemendur eru sérstaklega velkomnir og stendur til boða að sitja málþingið og skrifa um það námsritgerðir í samstarfi við fyrirlesara. Á meðal fyrirlesara og listamanna verða Íris Ellenberger, Ása Ketilsdóttir, Kristinn Schram, Þorsteinn Guðmundsson, Jón Jónsson, Kolbeinn Proppé, Kristín Einarsdóttir og fulltrúar Mið-Íslands og Uppstöðufélagsins.
Auk fræðilegrar dagskrár verður meðal annars á boðstólnum barþraut (pub quiz) um íslenska kímni, kvikmyndasýning á heimildamyndinni Uppistandsstelpur og heilmikil uppistandsdagskrá. Auk þess verður í annað sinn efnt til grínkeppninnar sívinsælu Orðið er laust.
Sætaferðir frá Reykjavík verður laugardagsmorgun 2. apríl.   
Dagskrá auglýst nánar á næstu dögum. Áhugasamir hafi samband í dir@icef.is  eða í síma 8661940. 
Þetta kemur fram á vef Þjóðfræðistofu.

 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. mars 2011

Ferðamálasamtökin kaupa Vesturferðir.

Gengið á Hornbjarg.Mynd Vesturferðir.is
Gengið á Hornbjarg.Mynd Vesturferðir.is
Fréttatilkynning frá FMSV.
Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa keypt meirihluta í ferðaskrifstofunni Vesturferðir á Ísafirði. Ætlunin með því er að tryggja öfluga upplýsinga- og sölugátt með skilvirkri bókunarþjónustu sem allir ferðaþjónustuaðilar í fjórðungnum hafi aðgang að. Unnið verður í nánu samstarfi við Markaðsstofu Vestfjarða og vefgáttinn westfjords.is verður einnig nýtt til kynningar og sölu á vöru og þjónustu sem er í boði hverju sinni á svæði Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Með kaupunum mun gefast tækifæri fyrir öflugri samvinnu meðal allrar ferðaþjónustunnar með því að opna einn risastóran markað á vestfirskri ferðaþjónustu og opna sölugátt þar sem hægt verður að versla beint allar þær vörur sem eru í boði í greininni. Gisting, afþreying, ferðapakkar og hvað annað sem vestfirsk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða verði öll á einum stað og viðskiptavinir munu ekki þurfa að velkjast um hvað er í boði í fjórðungnum. Auk þess eiga viðskiptavinir að geta verslað alla þjónustu sem þeim þóknast beint frá Vestfjörðum áður en af stað er haldið. Eins og staðan er í dag þá getur verið frekar flókið að átta sig á því hvað er raunverulega í boði í fjórðungnum og skilaboð eru oft misvísandi.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. mars 2011

Störf verkefnastjóra hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga og AtVest.

Vantar tvo verkefnastjóra.
Vantar tvo verkefnastjóra.
Vegna aukinna verkefna og fæðingarorlofs starfsmanna auglýsa Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga laus tímabundin störf tveggja verkefnastjóra. Um er að ræða allt að tvö stöðugildi þar sem unnið er að tímabundnum verkefnum, allt að 12 mánuðum. Starfsvið er á sviði stefnumótunar, klasastjórnunar, umhverfismála, ferðamála o. fl. Til greina kemur að skipta stöðugildum upp og ráða fleiri en tvo verkefnisstjóra til framangreindra starfa. Miðað er við að staðsetning annars stöðugildis verði á Patreksfirði en verkefni verði þar að auki unnin á starfstöðvum á Hólmavík og Ísafirði.
Nánar á www.atvest.is og á www.fjordungssamband.is
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. mars 2011

Bændur í snoðklippingu.

Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík við snoðklippingu.
Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík við snoðklippingu.
Nú eru bændur hér í Árneshreppi að rýja (klippa) féð seinni klippingu eða vetrarrúning,þar sem snoðið er klippt.

Lítil ull kemur af hverri kind.Aðalklipping á fénu var í haust um leið og fé var tekið inn á gjöf.

Bændur hafa rúið sitt fé sjálfir hér í Árneshreppi,heldur enn að kaupa vinnu við það.

Snoðullin fer ekki frá bændum í ullarstöðina hjá Ístex á Blönduósi fyrr enn næsta haust þegar haustullin er flutt þangað.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. mars 2011

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn laugardaginn 2. apríl.
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn laugardaginn 2. apríl.
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn laugardaginn 2. apríl n.k. og hefst kl 9:00. Aðalfundurinn verður haldinn í Skrímslasetrinu á Bíldudal. 
Dagskrá vegna aðalfundarins hefst að venju kvöldið áður. Þá verða umræður um þá vinnu sem er framundan í verkefnum sem koma fram í Stefnumótunarskýrslu samtakanna. Þær umræður hefjast kl. 20:00. Eftir aðalfundinn á laugardagsmorgun kl. 11:00 verður kynning á Vatnavinaverkefninu. Eftir hádegi munu ferðaþjónustuaðilar á suðurfjörðum Vestfjarða kynna þá þjónustu sem er þar í boði. Farið verður í stutta kynnisferð seinnipart laugardags og endað með hátíðarkvöldverði á laugardagskvöld.
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 20. mars 2011

Nýtt fyrirtæki á Ströndum.

Forsíða Jónasar Í Hvalnum.
Forsíða Jónasar Í Hvalnum.
Fréttatilkynning:
Jónas i hvalnum
er nýtt fyrirtæki sem býður upp á alhliða tölvuþjónustu. Fyrirtækið er staðsett á Ströndum og veitir þjónustu um allt land í gegnum fjarhjálp. Framkvæmdastjóri og eigandi er Jónas Gylfason. Jónas hefur m.a. reynslu af uppsetningu, uppfærslum og eftirliti með vélbúnaði, hugbúnaði og stýrikerfum, hugbúnaðardreifingu, vírusvörnum auk alhliða tölvuþjónustu og ráðgjöf. Jónas starfaði áður í 13 ár sem sérfræðingur á Upplýsingatæknisviði Landsbanka Íslands.

Hægt er að hafa samband í síma  820-6453 og í netfangið  jonas@jonasihvalnum.is
Vefsíða fyrirtækisins er hér.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. mars 2011

Árshátiðin í kvöld.

Blek og byttur leika fyrir dansi.
Blek og byttur leika fyrir dansi.
Árshátíð félags Árneshreppsbúa.
Árshátíðin verður haldin í Ýmishúsinu við Skógarhlíð í kvöld  laugardag 19.mars.

Búið er að selja yfir 110 miða í mat og á skemmtiatriði að sögn Kristmundar Kristsmundssonar formanns félagsins,en fólk getur fengið miða á dansleik eftir matinn í kvöld og kostar miðinn 2.500 kr.Hljómsveitin Blek og Byttur munu leika undir dansi.Jón Kr. Ólafsson mun syngja á miðnætursviði.Eins og áður verður mikið sungið og jafnframt verður happdrætti þar sem vinningar eru gefnir af ferðaþjónustuaðilum í Árneshreppi.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Þórólfur vinnur við að setja rafmagnsdósir og rör.04-04-2009.
  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • Slydda en áfram reist.27-10-08.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
  • Séð austur Húnaflóa af Rekjaneshyrnu.
Vefumsjón