Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. apríl 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 4.til 11. apríl 2011.

Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu.

Í vikunni sem var að líða voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu.

Miðvikudaginn 6. apríl varð útafakstur á Holtavörðuheiðinni, um að ræða minniháttar óhapp og ekki slys á fólki.   Fimmtudaginn 7. apríl varð óhapp í Vestfjarðargöngunum með þeim hætti að ekið var utan í vinnulyftu Vegagerðarinnar þar sem unnið var við viðgerð á ljósum. Ekki urðu miklar skemmdir og ekki slys á fólki. Föstudaginn 8. apríl varð bílvelta á Súðavíkurhlíð, þar hafnaði bifreið utan í vegriði með þeim afleiðingum að hún valt.  Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar, um minniháttar meiðsl að ræða. Sunndaginn 10. apríl hafnaði bifreið út fyrir veg á veginum um Þröskulda, um minniháttar óhapp var að ræða og ekki slys á fólki.

Sjö ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í vikunni.

Einn ökumaður var stöðvaður á Ísafirði fyrir of hraðan akstur, þrír í nágrenni við Hólmavíkur og þrír á Holtavörðuheiðinni. Sá sem hraðast ók, var mældur á 120 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Aðfaranótt þriðjudagsins 5. apríl kom upp eldur á geymslusvæði við höfnina á  Suðurtanga á Ísafirði, þar logaði eldur í veiðarfærum. Um að ræða geymslusvæði fyrir veiðarfæri og fleira dót. Nokkuð greiðlega gekk að slökkva eldinn. Í tvígang kom aftur upp eldur, eftir að slökkvilið yfirgaf vettvang um nóttina, en greiðlega gekk að slökkva hann, um var  að ræða glóð.  Lögregla vill koma því á framfæri að ef einhver hefur upplýsingar um mannaferðir í nágrenni við vettvang umrædda nótt að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 450-3730.
Segir í frétt frá lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
  • Smábátahöfnin Norðurfirði-06-07-2004.
  • Agnes komin uppundir Hjallskerin í Ávíkinni.
  • Húsið fellt.
  • Unnið við klæðningu á milli sperra.08-11-08.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
Vefumsjón