Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. mars 2011
Prenta
Bændur í snoðklippingu.
Nú eru bændur hér í Árneshreppi að rýja (klippa) féð seinni klippingu eða vetrarrúning,þar sem snoðið er klippt.
Lítil ull kemur af hverri kind.Aðalklipping á fénu var í haust um leið og fé var tekið inn á gjöf.
Bændur hafa rúið sitt fé sjálfir hér í Árneshreppi,heldur enn að kaupa vinnu við það.
Snoðullin fer ekki frá bændum í ullarstöðina hjá Ístex á Blönduósi fyrr enn næsta haust þegar haustullin er flutt þangað.