Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. mars 2011
Prenta
Veiði á svæði D mátti byrja í gær.
Grásleppuveiði mátti byrja í gær þann 10 mars á veiðisvæði D,sem er Húnaflóasvæðið sem er frá Horni að Skagatá,og er veiðitímabilið 10.mars til 5.júlí.Nú hefur veiðitímabilið verið stytt um 12 daga eða úr 62 dögum í 50 daga.
Til stendur að tveir til þrír bátar komi að vestan og geri út á grásleppu frá Norðurfirði og allavega tveir heimabátar.Jón Eiríksson á bátnum Snorra ST-24 er tilbúin að leggja grásleppunetin þegar veður leyfir.
Ekkert sjóveður hefur verið og í gær var haugasjór og einnig í dag.