Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. janúar 2011 Prenta

Rafmagn farið.

Rafstöð er keyrð í rafmagnsleysi.
Rafstöð er keyrð í rafmagnsleysi.
Um klukkan 05:50 fór rafmagn af hér í Árneshreppi og víðar.

Veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík var úti að lesa af hitamælum og taka veðrið og var á leið inn þegar rafmagnið fór.Haft var samband við bilanir hjá Orkubúi Vestfjarða og fengust þær upplýsingar að víða væri rafmagnslaust,þannig að það virðist ekki slitið norður í Árneshrepp.

Nú er svarta þreifandi bylur og ekkert skyggni vindhraði 20 til 25 m/s og frostið er komið niður í 5 stig,og hefur dregið mikið úr því í nótt en það fór í 11 stig í gær.

Nú er keyrð díselvél á veðurstöðinni til að hafa tölvu og vindmæla í gangi og halda hita á húsinu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Sirrý og Siggi.
  • Vatn sótt.
  • Sperrur hífðar 29-10-08.
  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
  • Trékyllisvík 10-03-2008.
  • Svalahurð,18-11-08.
Vefumsjón