Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. janúar 2011
Prenta
Rafmagn farið.
Um klukkan 05:50 fór rafmagn af hér í Árneshreppi og víðar.
Veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík var úti að lesa af hitamælum og taka veðrið og var á leið inn þegar rafmagnið fór.Haft var samband við bilanir hjá Orkubúi Vestfjarða og fengust þær upplýsingar að víða væri rafmagnslaust,þannig að það virðist ekki slitið norður í Árneshrepp.
Nú er svarta þreifandi bylur og ekkert skyggni vindhraði 20 til 25 m/s og frostið er komið niður í 5 stig,og hefur dregið mikið úr því í nótt en það fór í 11 stig í gær.
Nú er keyrð díselvél á veðurstöðinni til að hafa tölvu og vindmæla í gangi og halda hita á húsinu.