Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. janúar 2011 Prenta

Líst vel á næsta ferðasumar.

Frá Reykjarfirði á Ströndum.
Frá Reykjarfirði á Ströndum.
Bæjarins Besta.
Þetta lítur mjög vel út fyrir næsta sumar," segir Reimar Vilmundarson,í viðtali við Bæjarins besta,en hann siglir með ferðamenn á bátnum Sædísi á Hornstrandir hvert sumar. „Bókanir ganga vel og það er gott sem fullbókað í gistinguna í Reykjarfirði á Ströndum. Fólkið er reyndar ekki búið að bóka bátinn en ef það ætlar að heimsækja Reykjarfjörð þá er næsta víst að við flytjum fólkið á milli. Þetta er betri bókun en var í fyrra en þó eigum við von á að umferðin verði álíka mikil og síðasta sumar. Undanfarin ár hefur nefnilega tjaldferðalöngum fækkað mikið og langflestir vilja gista í húsum. Þá hef ég heyrt að það gangi vel að bóka í gistiheimilið á Látravík við Hornbjargsvitann og sömuleiðis í gistinguna í Bolungarvík. Þannig heilt yfir þá lítur þetta vel út," segir Reimar í viðtali við bb.is
Nánara af viðtali við Reimar hér á bb.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Desember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Elín Agla Briem Skólastjóri frá 2007 til 2010.
  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
  • Hafís við Litlu-Ávík 14-03-2005.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
Vefumsjón