Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. desember 2010
Prenta
Guðsþjónustur í Hólmavíkurprestakalli.
Það er stórt og mikið og erfitt yfirferðar Hólmavíkurprestakall sem sóknarprestur þarf að fara um til að halda guðsþjónustur í hinum mörgu kirkjum prestakallsins,færð og veður geta oft sett strik í reikninginn sérlega norður í Árneshrepp.
Hér kemur listi yfir áætlaðar guðsþjónustur í Hólmavíkurprestakalli um jólin 2010:
Hólmavíkurkirkja:Aðfangadagur jóla kl.18:00.
Drangsneskapella:Jóladagur kl. 13:30.
Kollafjarðarneskirkja:Jóladagur kl.15:30.
Óspakseyrarkirkja:Jóladagur kl. 17:00.
Árneskirkja:Annar jóladagur kl. 14:00.