Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. desember 2010
Prenta
Rafmagnstruflanir í gærkvöld.
Talsvert var um rafmagnstruflanir í gærkvöld og fram á nótt.
Rafmagn fór fyrst af rétt fyrir tíu í gærkvöld enn kom þá aftur strax,síðan fór rafmagn af fyrir miðnætti og var nokkuð fram á nótt.
!Að sögn starfsmanns Orkubús Vestfjarða á Hólmavík var fyrst um að ræða ísingu á línum,síðan slitnaði ein lína í Drangsneslínu sem olli þessum rafmagnstruflunum,en rafmagn var komið aftur á uppúr klukkan eitt í nótt eftir viðgerð á línunni til Drangsnes."
Veður var akkúrat hlýnandi á þessum tíma hiti fór úr - 2 gráðum í +3 stiga hita.