Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. desember 2010 Prenta

Reykjavík - Borgarnes - Búðardalur - Króksfjarðarnes - Hólmavík.

Rúta frá Bílar og fólk.Myndin er af vefnum sterna.is
Rúta frá Bílar og fólk.Myndin er af vefnum sterna.is

Fyrirtækið Bílar og fólk ehf.Sterna og Vegagerðin hafa gert með sér samkomulag um framlengingu á sérleyfisakstri vegna ársins 2011, þar á meðal á akstri á leiðinni Reykjavík-Hólmavík.
Ein ferð í viku er farin norður Strandir frá Reykjavík til Hólmavíkur og verður því hætt um áramótin. Seinasta ferðin verður farin þann 30. desember n.k.

Einnig er ferðum fækkað í Dalina, frá Reykjavík til Búðardals og ekki verður lengur ekið í Bjarkarlund og Reykhóla. Í staðin verður farið þrisvar í viku um Arnkötludalinn til Hólmavíkur. Þessi leið verður ekin þrisvar í viku hverri og er farið frá Reykjavík á þriðjud. og föstudögum kl. 08:30 og sunnudögum kl. 13:00. Frá Hólmavík er farið kl. 12:30 á þriðjud. og föstudögum og kl. 17:00 á sunnudögum.
Nánar má sjá um áætlunarferðir á www.sterna.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Konur í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
Vefumsjón