Reykjavík - Borgarnes - Búðardalur - Króksfjarðarnes - Hólmavík.
Fyrirtækið Bílar og fólk ehf.Sterna og Vegagerðin hafa gert með sér samkomulag um framlengingu á sérleyfisakstri vegna ársins 2011, þar á meðal á akstri á leiðinni Reykjavík-Hólmavík.
Ein ferð í viku er farin norður Strandir frá Reykjavík til Hólmavíkur og verður því hætt um áramótin. Seinasta ferðin verður farin þann 30. desember n.k.
Einnig er ferðum fækkað í Dalina, frá Reykjavík til Búðardals og ekki verður lengur ekið í Bjarkarlund og Reykhóla. Í staðin verður farið þrisvar í viku um Arnkötludalinn til Hólmavíkur. Þessi leið verður ekin þrisvar í viku hverri og er farið frá Reykjavík á þriðjud. og föstudögum kl. 08:30 og sunnudögum kl. 13:00. Frá Hólmavík er farið kl. 12:30 á þriðjud. og föstudögum og kl. 17:00 á sunnudögum.
Nánar má sjá um áætlunarferðir á www.sterna.is