Strandamaður ársins 2010 valinn.
Vefurinn strandir.is hefur nú ákveðið að standa fyrir kosningu á Strandamanni ársins sjöunda árið í röð. Tilgangurinn með því er að vekja fólk til umhugsunar um allt það sem vel er gert í samfélaginu og þá sem standa sig með prýði. Hægt verður að senda inn tilnefningar fram að miðnætti á þrettándanum, fimmtudaginn 6. janúar. Allir Strandamenn nær og fjær eru hvattir til að taka þátt, en í síðari umferð verður valið á milli þeirra þriggja sem flestar tilnefningar fá.
Þeir sem hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera valdir Strandamenn ársins af samferðamönnum sínum eru:
2004 Sverrir Guðbrandsson eldri á Hólmavík
2005 Guðbrandur Einarsson frá Broddanesi
2006 Sandra Dögg Guðmundsdóttir á Drangsnesi
2007 Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir á Drangsnesi
2008 Ingibjörg Sigvaldadóttir frá Svanshóli
2009 Sigurður Atlason á Hólmavík.
Undir þessum tengli er hægt að kjósa Strandamann ársins 2010.