Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 10. til 17. jan. 2011.
Í vikunni sem var að líða var færð á vegum í umdæminu misjöfn og voru þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. Mánudaginn 10. jan., var ekið á ljósastaur á Engjavegi á Ísafirði, tjónvaldur ókunnur.
þriðjudaginn 11. jan., hafnaði bifreið út af Djúpvegi við Arnarnes, ekki slys á fólki og litlar skemmdir á ökutæki.Miðvikudaginn 12. jan., hafnaði einnig bifreið út af Djúpvegi skammt frá Súðavík, þar voru heldur ekki slys á fólki og einnig litlar skemmdir.Í öllum þessum tilfellum má væntanlega rekja ástæður þessara óhappa til akstursskilyrða, snjókomu og lélegs skyggnis. Þá sinnti lögregla nokkrum aðstoðarbeiðnum ökumanna vegna veðurs og ófærðar.
Skemmtanahald fór nokkuð vel fram um helgina og án teljandi afskipta lögreglu.
Segir í fréttatilkynningu frá lögreglu.