Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. janúar 2011
Prenta
Bæjarins besta.
Nú er búið að kjósa Vestfirðing ársins 2010 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins bb.is varð Benedikt Sigurðsson, 35 ára Bolvíkingur fyrir valinu. Benedikt hefur verið sundþjálfari Sundfélagsins Vestra á Ísafirði undanfarin ár auk þess sem hann hefur komið víða við í tónlistinni. Þá hefur hann unnið mikið sjálfboðastarf til styrktar þeim sem minna mega sín auk þess sem hann hefur látið málefni yngra fólksins og eldri borgara sig varða. Benedikt fékk 25% greiddra atkvæða í kjörinu en rúmlega þrjú hundruð atkvæði bárust. „Því miður er bara til eitt svona eintak. Hann er óþreytandi að leggja góðum málum lið, bæði í gegnum tónlist og íþróttir. Hann er góð fyrirmynd fyrir ungt fólk. Gefur mikið af sér til samfélagsins. Gull af manni. Öll sveitarfélög ættu að eiga eitt stykki Benna Sig.," segir meðal annars í umfjöllun lesenda vefjarins bb.is um Benedikt.
Nánar hér á bb.is
Vestfirðingur ársins 2010.
Nú er búið að kjósa Vestfirðing ársins 2010 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins bb.is varð Benedikt Sigurðsson, 35 ára Bolvíkingur fyrir valinu. Benedikt hefur verið sundþjálfari Sundfélagsins Vestra á Ísafirði undanfarin ár auk þess sem hann hefur komið víða við í tónlistinni. Þá hefur hann unnið mikið sjálfboðastarf til styrktar þeim sem minna mega sín auk þess sem hann hefur látið málefni yngra fólksins og eldri borgara sig varða. Benedikt fékk 25% greiddra atkvæða í kjörinu en rúmlega þrjú hundruð atkvæði bárust. „Því miður er bara til eitt svona eintak. Hann er óþreytandi að leggja góðum málum lið, bæði í gegnum tónlist og íþróttir. Hann er góð fyrirmynd fyrir ungt fólk. Gefur mikið af sér til samfélagsins. Gull af manni. Öll sveitarfélög ættu að eiga eitt stykki Benna Sig.," segir meðal annars í umfjöllun lesenda vefjarins bb.is um Benedikt.
Nánar hér á bb.is